Fjórðungur kvenna beittur ofbeldi af maka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. mars 2021 06:18 Líklega er um vanmat að ræða, þar sem rannsóknin náði til dæmis ekki til ofbeldis og áreitni á netinu. Ein af hverjum fjórum konum hefur verið beitt líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi af hálfu eiginmanns eða karlkyns maka samkvæmt stærstu rannsókn sem gerð hefur verið á ofbeldi gegn konum. Það eru Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem standa að rannsókninni en samkvæmt niðurstöðum hennar hefur fjórðungur stúlkna á aldrinum 15 til 19 ára verið beittur ofbeldi að minnsta kosti einu sinni. Tíðni ofbeldis gegn konum er hins vegar hæst í aldurshópnum 30 til 39 ára. Ef tölfræði er varðar ofbeldi sem er ekki beitt af hálfu maka er tekin með í reikninginn áætlar WHO að um þriðjungur kvenna 15 ára og eldri muni upplifa líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Þetta jafngildir því að 736 til 853 milljónir kvenna séu beittar ofbeldi. Rannsóknin náði til 161 ríkis á tímabilinu 2000 til 2018. Niðurstöður hennar endurspegla því ekki fjölgun í málaflokknum vegna Covid-19. Þá telur WHO að raunveruleg tíðni ofbeldis sé mun hærri en rannsóknin náði til dæmis ekki til ofbeldis og áreitni í netheimum. Tíðni ofbeldis í garð kvenna er meiri í fátækari ríkjum heims en í fimm ríkjum; Kiribati, Fiji, Papua Nýju Gíneu, Bangladesh og á Solomon-eyjum, reyndist meira en helmingur kvenna hafa verið beittur ofbeldi af maka að minnsta kosti einu sinni. Claudia García-Moreno, sem leiðir baráttu WHO gegn kynbundnu ofbeldi, segir að niðurstöðurnar ættu að vera vakning fyrir stjórnvöld. Hún segir nauðsynlegt að draga úr fordómum og brjóta niður stoðir kynjamisréttis. Eitt brýnasta verkefni sé að tryggja öryggi stúlkna í skólum. Þá sé mikilvægt að efla fræðslu um heilbrigð sambönd, sem byggja á jafnrétti og gagnkvæmri virðingu. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Mannréttindi Jafnréttismál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Sjá meira
Það eru Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem standa að rannsókninni en samkvæmt niðurstöðum hennar hefur fjórðungur stúlkna á aldrinum 15 til 19 ára verið beittur ofbeldi að minnsta kosti einu sinni. Tíðni ofbeldis gegn konum er hins vegar hæst í aldurshópnum 30 til 39 ára. Ef tölfræði er varðar ofbeldi sem er ekki beitt af hálfu maka er tekin með í reikninginn áætlar WHO að um þriðjungur kvenna 15 ára og eldri muni upplifa líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Þetta jafngildir því að 736 til 853 milljónir kvenna séu beittar ofbeldi. Rannsóknin náði til 161 ríkis á tímabilinu 2000 til 2018. Niðurstöður hennar endurspegla því ekki fjölgun í málaflokknum vegna Covid-19. Þá telur WHO að raunveruleg tíðni ofbeldis sé mun hærri en rannsóknin náði til dæmis ekki til ofbeldis og áreitni í netheimum. Tíðni ofbeldis í garð kvenna er meiri í fátækari ríkjum heims en í fimm ríkjum; Kiribati, Fiji, Papua Nýju Gíneu, Bangladesh og á Solomon-eyjum, reyndist meira en helmingur kvenna hafa verið beittur ofbeldi af maka að minnsta kosti einu sinni. Claudia García-Moreno, sem leiðir baráttu WHO gegn kynbundnu ofbeldi, segir að niðurstöðurnar ættu að vera vakning fyrir stjórnvöld. Hún segir nauðsynlegt að draga úr fordómum og brjóta niður stoðir kynjamisréttis. Eitt brýnasta verkefni sé að tryggja öryggi stúlkna í skólum. Þá sé mikilvægt að efla fræðslu um heilbrigð sambönd, sem byggja á jafnrétti og gagnkvæmri virðingu. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Mannréttindi Jafnréttismál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Sjá meira