Hvaðan koma vextirnir? Indriði Stefánsson skrifar 10. mars 2021 08:31 Samkvæmt tölum Samtaka fjármálafyrirtækja var hagnaður bankanna á rúmlega 10 ára tímabili um 650 milljarðar, að meðaltali 60 milljarðar á ári. Til samanburðar má nefna að hagnaður í sjávarútvegi var 444 milljarðar á tímabilinu 2009- 2017 eða um 55 milljarðar á ári eða nokkuð minna en bankarnir sem högnuðust á sama tíma um 572 milljarða. Hvaðan koma vaxtatekjurnar? Á íslandi höfum við reynslu af illa reknu bankakerfi. Enginn vafi leikur á því að við erum mun betur sett með vel rekið bankakerfi sem skilar hóflegum hagnaði. Samtök fjármálafyrirtækja benda réttilega á að minnihluti viðskiptavina bankanna eru einstaklingar. Í því samhengi er rétt að hafa í huga að fyrirtæki sem greiða vexti þurfa líka að fjármagna vaxtagreiðslurnar. Þannig má áætla að vaxtagreiðslur fyrirtækja muni að nokkru leyti koma fram í hækkuðum þjónustugjöldum og álagningu sem almenningur á endanum greiðir. En hvað kostar þetta? Sé 60 milljarða hagnaði deilt niður á íslendinga gerir það um það bil 170 þúsund á hvern íslending. Eitthvað af hagnaði bankana verður vegna hærri eignastöðu en ef við gefum okkur að helmingurinn sé í formi vaxtatekna þarf hver íslendingur að fjármagna 85 þúsund. Þann hluta vaxtana sem fellur til í formi lána til einstaklinga greiðir almenningur beint. Þann hluta sem fellur til í formi lána til fyrirtækja greiðir almenningur í formi álagningar og þjónustugjalda. Hver þessi hlutdeild nákvæmlega er stýrist svo af skuldastigi og neyslu hvers og eins og svo hverjar vaxtatekjurnar raunverulega eru. Hversu mikið ættu bankarnir að fá í sinn hlut? Það er hins vegar rétt að velta því fyrir sér hvort það sé eðlilegt að fjármálastarfsemi taki til sín þetta stórann hluta af landsframleiðslunni. Það er einnig rétt til að gæta allrar sanngirni að þó bankar framleiði ekki eiginleg verðmæti, veita þeir þjónustu sem er í eðli sínu verðmæt og erfitt væri að sjá fyrir sér hvernig hægt væri að stunda viðskipti á Íslandi eða daglegt líf með þeim hætti sem við gerum í dag án þeirrar þjónustu sem bankarnir veita. Háir vextir, háar vaxtatekjur Vextir hafa verið háir á Íslandi sem skýrir að miklu leyti háar vaxtatekjur en vaxtamunur hefur líka verið hár samanborið við nágrannalönd. Það þarf engu að síður að tryggja að hagnaður af fjármálaþjónustu sé hæfilegur. Sérstaklega í ljósi þess að það ríkir nokkur fákeppni um bankaþjónustu á Íslandi. Það ætti í það minnsta að vera umhugsunarefni ef hagnaður af bankastarfsemi er mun meiri en af einum aðalatvinnuvegi þjóðarinnar Það er mikilvægt áður en íslenska ríkið fer í að einkavæða hlut sinn í bönkunum að það liggi fyrir hvað telst eðlilegur hagnaður banka, hvort eðlilegt þyki að hagnaður bankanna sé hár á sama tíma og vaxtamunur sé mikill. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi 2021. https://sff.is/utgafa_umsagnir/hvadan-kemur-hagnadur-bankanna/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Alþingiskosningar 2021 Íslenskir bankar Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Samkvæmt tölum Samtaka fjármálafyrirtækja var hagnaður bankanna á rúmlega 10 ára tímabili um 650 milljarðar, að meðaltali 60 milljarðar á ári. Til samanburðar má nefna að hagnaður í sjávarútvegi var 444 milljarðar á tímabilinu 2009- 2017 eða um 55 milljarðar á ári eða nokkuð minna en bankarnir sem högnuðust á sama tíma um 572 milljarða. Hvaðan koma vaxtatekjurnar? Á íslandi höfum við reynslu af illa reknu bankakerfi. Enginn vafi leikur á því að við erum mun betur sett með vel rekið bankakerfi sem skilar hóflegum hagnaði. Samtök fjármálafyrirtækja benda réttilega á að minnihluti viðskiptavina bankanna eru einstaklingar. Í því samhengi er rétt að hafa í huga að fyrirtæki sem greiða vexti þurfa líka að fjármagna vaxtagreiðslurnar. Þannig má áætla að vaxtagreiðslur fyrirtækja muni að nokkru leyti koma fram í hækkuðum þjónustugjöldum og álagningu sem almenningur á endanum greiðir. En hvað kostar þetta? Sé 60 milljarða hagnaði deilt niður á íslendinga gerir það um það bil 170 þúsund á hvern íslending. Eitthvað af hagnaði bankana verður vegna hærri eignastöðu en ef við gefum okkur að helmingurinn sé í formi vaxtatekna þarf hver íslendingur að fjármagna 85 þúsund. Þann hluta vaxtana sem fellur til í formi lána til einstaklinga greiðir almenningur beint. Þann hluta sem fellur til í formi lána til fyrirtækja greiðir almenningur í formi álagningar og þjónustugjalda. Hver þessi hlutdeild nákvæmlega er stýrist svo af skuldastigi og neyslu hvers og eins og svo hverjar vaxtatekjurnar raunverulega eru. Hversu mikið ættu bankarnir að fá í sinn hlut? Það er hins vegar rétt að velta því fyrir sér hvort það sé eðlilegt að fjármálastarfsemi taki til sín þetta stórann hluta af landsframleiðslunni. Það er einnig rétt til að gæta allrar sanngirni að þó bankar framleiði ekki eiginleg verðmæti, veita þeir þjónustu sem er í eðli sínu verðmæt og erfitt væri að sjá fyrir sér hvernig hægt væri að stunda viðskipti á Íslandi eða daglegt líf með þeim hætti sem við gerum í dag án þeirrar þjónustu sem bankarnir veita. Háir vextir, háar vaxtatekjur Vextir hafa verið háir á Íslandi sem skýrir að miklu leyti háar vaxtatekjur en vaxtamunur hefur líka verið hár samanborið við nágrannalönd. Það þarf engu að síður að tryggja að hagnaður af fjármálaþjónustu sé hæfilegur. Sérstaklega í ljósi þess að það ríkir nokkur fákeppni um bankaþjónustu á Íslandi. Það ætti í það minnsta að vera umhugsunarefni ef hagnaður af bankastarfsemi er mun meiri en af einum aðalatvinnuvegi þjóðarinnar Það er mikilvægt áður en íslenska ríkið fer í að einkavæða hlut sinn í bönkunum að það liggi fyrir hvað telst eðlilegur hagnaður banka, hvort eðlilegt þyki að hagnaður bankanna sé hár á sama tíma og vaxtamunur sé mikill. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi 2021. https://sff.is/utgafa_umsagnir/hvadan-kemur-hagnadur-bankanna/
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun