NBA dagsins: Stóru Eystrasaltsstrákarnir með stórleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2021 15:15 Kristaps Porzingis lék sérlega vel er Dallas Mavericks lagði San Antonio Spurs að velli. getty/Tom Pennington Stóru strákarnir frá Eystrasaltsríkjunum Lettlandi og Litháen, Kristaps Porzingis og Jonas Valanciunas, áttu báðir stórleik í NBA-deildinni í nótt. Porzingis skoraði 28 stig úr aðeins sautján skotum og tók fjórtán fráköst þegar Dallas Mavericks sigraði San Antonio Spurs, 115-104. Þetta er það næstmesta sem hann hefur skorað í leik í vetur og hann hefur ekki tekið fleiri fráköst í leik en í nótt. Valanciunas var með tröllatvennu þegar Memphis Grizzlies vann Washington Wizards, 127-112. Litháinn skoraði 29 stig og tók tuttugu fráköst. Auk þess varði hann fjögur skot. Hann hefur ekki skorað meira í leik í vetur. Valanciunas hefur átt flott tímabil með Memphis sem er í baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Hann er með 16,0 stig og 11,6 fráköst að meðaltali í leik. Aðeins fjórir leikmenn hafa tekið fleiri fráköst að meðaltali í leik í vetur en Valanciunas: Clint Capela (14,2), Rudy Gobert (13,1), Enes Kanter (11,9) og Giannis Antetokounmpo (11,7). Porzingis hefur verið meiðslum hrjáður eins og undanfarin ár og aðeins leikið 21 leik í vetur. Í þeim er hann með 20,5 stig og 8,6 fráköst að meðaltali. Með hann heilan er Dallas hins vegar flestir vegir færir en liðið hefur unnið fjóra leiki í röð. New York Knicks valdi Porzingis með fjórða valrétti í nýliðavalinu 2015. Honum var skipt til Dallas fjórum árum síðar. Toronto Raptors tók Valanciunas númer fimm í nýliðavalinu 2011. Honum var skipt til Memphis um mitt tímabil 2018-19. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Memphis og Washington og Dallas og San Antonio, auk viðtals við Porzings og fimm flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 11. mars NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Doncic með þrennu í Texasslagnum Keppni í NBA-deildinni í körfubolta hófst á ný í nótt eftir stjörnuleikshléið. Tveir leikir fóru þá fram. 11. mars 2021 08:00 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Sjá meira
Porzingis skoraði 28 stig úr aðeins sautján skotum og tók fjórtán fráköst þegar Dallas Mavericks sigraði San Antonio Spurs, 115-104. Þetta er það næstmesta sem hann hefur skorað í leik í vetur og hann hefur ekki tekið fleiri fráköst í leik en í nótt. Valanciunas var með tröllatvennu þegar Memphis Grizzlies vann Washington Wizards, 127-112. Litháinn skoraði 29 stig og tók tuttugu fráköst. Auk þess varði hann fjögur skot. Hann hefur ekki skorað meira í leik í vetur. Valanciunas hefur átt flott tímabil með Memphis sem er í baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Hann er með 16,0 stig og 11,6 fráköst að meðaltali í leik. Aðeins fjórir leikmenn hafa tekið fleiri fráköst að meðaltali í leik í vetur en Valanciunas: Clint Capela (14,2), Rudy Gobert (13,1), Enes Kanter (11,9) og Giannis Antetokounmpo (11,7). Porzingis hefur verið meiðslum hrjáður eins og undanfarin ár og aðeins leikið 21 leik í vetur. Í þeim er hann með 20,5 stig og 8,6 fráköst að meðaltali. Með hann heilan er Dallas hins vegar flestir vegir færir en liðið hefur unnið fjóra leiki í röð. New York Knicks valdi Porzingis með fjórða valrétti í nýliðavalinu 2015. Honum var skipt til Dallas fjórum árum síðar. Toronto Raptors tók Valanciunas númer fimm í nýliðavalinu 2011. Honum var skipt til Memphis um mitt tímabil 2018-19. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Memphis og Washington og Dallas og San Antonio, auk viðtals við Porzings og fimm flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 11. mars NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Doncic með þrennu í Texasslagnum Keppni í NBA-deildinni í körfubolta hófst á ný í nótt eftir stjörnuleikshléið. Tveir leikir fóru þá fram. 11. mars 2021 08:00 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Sjá meira
Doncic með þrennu í Texasslagnum Keppni í NBA-deildinni í körfubolta hófst á ný í nótt eftir stjörnuleikshléið. Tveir leikir fóru þá fram. 11. mars 2021 08:00