NBA dagsins: Stóru Eystrasaltsstrákarnir með stórleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2021 15:15 Kristaps Porzingis lék sérlega vel er Dallas Mavericks lagði San Antonio Spurs að velli. getty/Tom Pennington Stóru strákarnir frá Eystrasaltsríkjunum Lettlandi og Litháen, Kristaps Porzingis og Jonas Valanciunas, áttu báðir stórleik í NBA-deildinni í nótt. Porzingis skoraði 28 stig úr aðeins sautján skotum og tók fjórtán fráköst þegar Dallas Mavericks sigraði San Antonio Spurs, 115-104. Þetta er það næstmesta sem hann hefur skorað í leik í vetur og hann hefur ekki tekið fleiri fráköst í leik en í nótt. Valanciunas var með tröllatvennu þegar Memphis Grizzlies vann Washington Wizards, 127-112. Litháinn skoraði 29 stig og tók tuttugu fráköst. Auk þess varði hann fjögur skot. Hann hefur ekki skorað meira í leik í vetur. Valanciunas hefur átt flott tímabil með Memphis sem er í baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Hann er með 16,0 stig og 11,6 fráköst að meðaltali í leik. Aðeins fjórir leikmenn hafa tekið fleiri fráköst að meðaltali í leik í vetur en Valanciunas: Clint Capela (14,2), Rudy Gobert (13,1), Enes Kanter (11,9) og Giannis Antetokounmpo (11,7). Porzingis hefur verið meiðslum hrjáður eins og undanfarin ár og aðeins leikið 21 leik í vetur. Í þeim er hann með 20,5 stig og 8,6 fráköst að meðaltali. Með hann heilan er Dallas hins vegar flestir vegir færir en liðið hefur unnið fjóra leiki í röð. New York Knicks valdi Porzingis með fjórða valrétti í nýliðavalinu 2015. Honum var skipt til Dallas fjórum árum síðar. Toronto Raptors tók Valanciunas númer fimm í nýliðavalinu 2011. Honum var skipt til Memphis um mitt tímabil 2018-19. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Memphis og Washington og Dallas og San Antonio, auk viðtals við Porzings og fimm flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 11. mars NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Doncic með þrennu í Texasslagnum Keppni í NBA-deildinni í körfubolta hófst á ný í nótt eftir stjörnuleikshléið. Tveir leikir fóru þá fram. 11. mars 2021 08:00 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira
Porzingis skoraði 28 stig úr aðeins sautján skotum og tók fjórtán fráköst þegar Dallas Mavericks sigraði San Antonio Spurs, 115-104. Þetta er það næstmesta sem hann hefur skorað í leik í vetur og hann hefur ekki tekið fleiri fráköst í leik en í nótt. Valanciunas var með tröllatvennu þegar Memphis Grizzlies vann Washington Wizards, 127-112. Litháinn skoraði 29 stig og tók tuttugu fráköst. Auk þess varði hann fjögur skot. Hann hefur ekki skorað meira í leik í vetur. Valanciunas hefur átt flott tímabil með Memphis sem er í baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Hann er með 16,0 stig og 11,6 fráköst að meðaltali í leik. Aðeins fjórir leikmenn hafa tekið fleiri fráköst að meðaltali í leik í vetur en Valanciunas: Clint Capela (14,2), Rudy Gobert (13,1), Enes Kanter (11,9) og Giannis Antetokounmpo (11,7). Porzingis hefur verið meiðslum hrjáður eins og undanfarin ár og aðeins leikið 21 leik í vetur. Í þeim er hann með 20,5 stig og 8,6 fráköst að meðaltali. Með hann heilan er Dallas hins vegar flestir vegir færir en liðið hefur unnið fjóra leiki í röð. New York Knicks valdi Porzingis með fjórða valrétti í nýliðavalinu 2015. Honum var skipt til Dallas fjórum árum síðar. Toronto Raptors tók Valanciunas númer fimm í nýliðavalinu 2011. Honum var skipt til Memphis um mitt tímabil 2018-19. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Memphis og Washington og Dallas og San Antonio, auk viðtals við Porzings og fimm flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 11. mars NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Doncic með þrennu í Texasslagnum Keppni í NBA-deildinni í körfubolta hófst á ný í nótt eftir stjörnuleikshléið. Tveir leikir fóru þá fram. 11. mars 2021 08:00 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira
Doncic með þrennu í Texasslagnum Keppni í NBA-deildinni í körfubolta hófst á ný í nótt eftir stjörnuleikshléið. Tveir leikir fóru þá fram. 11. mars 2021 08:00