Jarðhræringar á Reykjanesskaga: Fylgst með úr öllum áttum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. mars 2021 18:31 Enn eru líkur á eldgosi við sunnanvert Fagradalsfjall þó svo að kvikugangurinn hafi færst síðasta sólarhringinn. Fornleifafræðingar leggja nótt við dag við að skrásetja fornminjar á svæðinu sem gætu farið undir hraun. Að mati vísindamanna hefur kvikugangurinn við Fagradalsfjall færst um fimm hundruð metra á síðasta sólarhring. Það breyti þó ekki þeirri sviðsmynd sem unnið er eftir og brjótist eldgos upp á yfirborðið sé byggð ekki í hættu. Skjálftavirknin hefur mest verið bundin við syðsta enda Fagradalsfjalls en hefur færst nær Nátthaga. Komi gos um á þessum slóðum eru líkur á að hraun flæði yfir Suðurstrandarveg og út í sjó. skjálftar, jarðskjálftiFoto: HÞ Vel er fylgst með þróun mála og höfðu um hádegisbil mælst um þúsund skjálftar frá miðnætti. Sá stærsti var við Eldvörp, fjórir komma sex að stærð, skömmu fyrir klukkan níu í morgun. Veðurstofa Íslands hefur þétt mælakerfi sitt verulega síðustu daga. Settir hafa verið upp tuttugu og sex GPS mælar og tuttugu jarðskjálftamælar. Auk þess er radar notaður til verksins. Hermann Arngrímsson, sérfræðingur í mælarekstri hjá Veðurstofu Íslands fer yfir gögn í veðurratsjá.Vísir/Arnar „Þetta er veðurratsjá sem að við notum til þess að horfa á agnir í andrúmsloftinu. Hvort sem það er úrkoma eða möguleg gosefni frá eldgosum. Við erum bara tilbúnir að greina ef að hraun brýst upp á yfirborðið og fer í gegnum grunnvatnið. Þá gerum við ráð fyrir að fá gufustróka sem við munum þá greina með veðursjánni og þá getum við staðsett nákvæmlega hvar hraunið kemur upp,“ segir Hermann Arngrímsson, sérfræðingur í mælarekstri hjá Veðurstofu Íslands. Allt mælakerfið er tengt í rauntíma til Veðurstofunnar. „Þetta er í raun og veru bara aukin vöktun ef að eldgos brýst út þá er veðursjáin og veðursjárnar, það er ein í Keflavík, stór og mikil, sem er stöðugt að skanna. Þessi er meira svona háupplausnaveðursjá en svo erum við að bæta líka við vefmyndavélum.“ Segir Hermann. Fornleifafræðingar frá Minjastofnun Íslands leggja kapp við að skrá fornminjar undan Fagradalsfjalli komi til eldgoss.Vísir/Jóhann K. Fornleifafræðingar skrásetja minjar á svæðinu undan Fagradalsfjalli Og það er að mörgu að hyggja. Í landi Ísólfsskála í dag voru starfsmenn Minjastofnunar Íslands í óða önn að skrá fornminjar á svæðinu suður af Fagradalsfjalli og Nátthaga sem mögulega gætu farið undir hraun komi til eldgoss. Sólrún inga Traustadóttir, fornleifafræðingur hjá Minjastofnun Íslands.Vísir/Stöð 2 „Við lögðum áherslu á hundrað tuttugu og átta staði og skiptum okkur upp þrjú teymi. Þannig að við erum með tvö önnur teymi sem eru að klára nær Keilisveginum og þar“, segir Sólrún Inga Traustadóttir, fornleifafræðingur hjá Minjastofnun Íslands. Þannig að fari illa að þá er þetta sem fer líklega undir hraun? „Já, en við vonum að það gerist ekki,“ segir Sólrún. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Ekki búist við látum ef kvikan brýst upp á yfirborðið Jarðeðlisfræðingur telur að brjótist kvika upp á yfirborðið á Reykjanesskaga gæti það gert nær án fyrirvara. Smáskjálftavirkni á svæðinu er nær stöðug 9. mars 2021 19:00 Líkur á að hraun renni yfir Suðurstrandarveg Jarðskjálfti af stærðinni 4,6 í Eldvörpum skömmu fyrir klukkan níu í morgun er merki um spennubreytingar á Reykjanesskaga. Smáskjálftavirkni á svæðinu er en talinn fyrirboði eldgoss en talið er að kvikugangurinn við Fagradalsfjall hafi færst til suðurs. 11. mars 2021 11:47 Kvikan smám saman að brjóta sér leið til suðurs Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, telur um helmingslíkur á eldgosi eins og staðan er núna. Þá sagði hún stóran jarðskjálfta við Eldvörp í morgun ekki til marks um að kvika brjótist upp við upptök hans. Kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli sé jafnframt að færast til suðurs. 11. mars 2021 10:21 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Að mati vísindamanna hefur kvikugangurinn við Fagradalsfjall færst um fimm hundruð metra á síðasta sólarhring. Það breyti þó ekki þeirri sviðsmynd sem unnið er eftir og brjótist eldgos upp á yfirborðið sé byggð ekki í hættu. Skjálftavirknin hefur mest verið bundin við syðsta enda Fagradalsfjalls en hefur færst nær Nátthaga. Komi gos um á þessum slóðum eru líkur á að hraun flæði yfir Suðurstrandarveg og út í sjó. skjálftar, jarðskjálftiFoto: HÞ Vel er fylgst með þróun mála og höfðu um hádegisbil mælst um þúsund skjálftar frá miðnætti. Sá stærsti var við Eldvörp, fjórir komma sex að stærð, skömmu fyrir klukkan níu í morgun. Veðurstofa Íslands hefur þétt mælakerfi sitt verulega síðustu daga. Settir hafa verið upp tuttugu og sex GPS mælar og tuttugu jarðskjálftamælar. Auk þess er radar notaður til verksins. Hermann Arngrímsson, sérfræðingur í mælarekstri hjá Veðurstofu Íslands fer yfir gögn í veðurratsjá.Vísir/Arnar „Þetta er veðurratsjá sem að við notum til þess að horfa á agnir í andrúmsloftinu. Hvort sem það er úrkoma eða möguleg gosefni frá eldgosum. Við erum bara tilbúnir að greina ef að hraun brýst upp á yfirborðið og fer í gegnum grunnvatnið. Þá gerum við ráð fyrir að fá gufustróka sem við munum þá greina með veðursjánni og þá getum við staðsett nákvæmlega hvar hraunið kemur upp,“ segir Hermann Arngrímsson, sérfræðingur í mælarekstri hjá Veðurstofu Íslands. Allt mælakerfið er tengt í rauntíma til Veðurstofunnar. „Þetta er í raun og veru bara aukin vöktun ef að eldgos brýst út þá er veðursjáin og veðursjárnar, það er ein í Keflavík, stór og mikil, sem er stöðugt að skanna. Þessi er meira svona háupplausnaveðursjá en svo erum við að bæta líka við vefmyndavélum.“ Segir Hermann. Fornleifafræðingar frá Minjastofnun Íslands leggja kapp við að skrá fornminjar undan Fagradalsfjalli komi til eldgoss.Vísir/Jóhann K. Fornleifafræðingar skrásetja minjar á svæðinu undan Fagradalsfjalli Og það er að mörgu að hyggja. Í landi Ísólfsskála í dag voru starfsmenn Minjastofnunar Íslands í óða önn að skrá fornminjar á svæðinu suður af Fagradalsfjalli og Nátthaga sem mögulega gætu farið undir hraun komi til eldgoss. Sólrún inga Traustadóttir, fornleifafræðingur hjá Minjastofnun Íslands.Vísir/Stöð 2 „Við lögðum áherslu á hundrað tuttugu og átta staði og skiptum okkur upp þrjú teymi. Þannig að við erum með tvö önnur teymi sem eru að klára nær Keilisveginum og þar“, segir Sólrún Inga Traustadóttir, fornleifafræðingur hjá Minjastofnun Íslands. Þannig að fari illa að þá er þetta sem fer líklega undir hraun? „Já, en við vonum að það gerist ekki,“ segir Sólrún.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Ekki búist við látum ef kvikan brýst upp á yfirborðið Jarðeðlisfræðingur telur að brjótist kvika upp á yfirborðið á Reykjanesskaga gæti það gert nær án fyrirvara. Smáskjálftavirkni á svæðinu er nær stöðug 9. mars 2021 19:00 Líkur á að hraun renni yfir Suðurstrandarveg Jarðskjálfti af stærðinni 4,6 í Eldvörpum skömmu fyrir klukkan níu í morgun er merki um spennubreytingar á Reykjanesskaga. Smáskjálftavirkni á svæðinu er en talinn fyrirboði eldgoss en talið er að kvikugangurinn við Fagradalsfjall hafi færst til suðurs. 11. mars 2021 11:47 Kvikan smám saman að brjóta sér leið til suðurs Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, telur um helmingslíkur á eldgosi eins og staðan er núna. Þá sagði hún stóran jarðskjálfta við Eldvörp í morgun ekki til marks um að kvika brjótist upp við upptök hans. Kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli sé jafnframt að færast til suðurs. 11. mars 2021 10:21 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Ekki búist við látum ef kvikan brýst upp á yfirborðið Jarðeðlisfræðingur telur að brjótist kvika upp á yfirborðið á Reykjanesskaga gæti það gert nær án fyrirvara. Smáskjálftavirkni á svæðinu er nær stöðug 9. mars 2021 19:00
Líkur á að hraun renni yfir Suðurstrandarveg Jarðskjálfti af stærðinni 4,6 í Eldvörpum skömmu fyrir klukkan níu í morgun er merki um spennubreytingar á Reykjanesskaga. Smáskjálftavirkni á svæðinu er en talinn fyrirboði eldgoss en talið er að kvikugangurinn við Fagradalsfjall hafi færst til suðurs. 11. mars 2021 11:47
Kvikan smám saman að brjóta sér leið til suðurs Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, telur um helmingslíkur á eldgosi eins og staðan er núna. Þá sagði hún stóran jarðskjálfta við Eldvörp í morgun ekki til marks um að kvika brjótist upp við upptök hans. Kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli sé jafnframt að færast til suðurs. 11. mars 2021 10:21