Jafntefli sanngjörn niðurstöðu en Ole reiknar með að geta stillt upp sterkara liði eftir viku Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. mars 2021 20:36 Ole Gunnar Solskjær var ekki á allt sáttur með dómara leiksins en taldi jafntefli þó sanngjarna niðurstöðu. EPA-EFE/Peter Powell Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, segir 1-1 jafntefli liðsins við AC Milan í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld hafa verið sanngjarna niðurstöðu. Hann vonast eftir að Marcus Rashford og Edinson Cavani verði leikfærir er liðin mætast aftur eftir viku. „Það var mjög svekkjandi að fá á sig mark með nánast síðustu spyrnu leiksins. Það gerir þetta erfiðara fyrir okkur. Þetta var alltaf að fara erfitt að fara til Mílanó í seinni leikinn,“ sagði Solskjær í viðtali við BT Sport að leik loknum. Um jöfnunarmark AC Milan „Þetta er fastur skalli af stuttu færi. [Dean] Henderson getur varið svona skota, eða skalla, ég hef séð hann verja svona bolta. Við hefðum átt að gera betur, hefðum átt að gera árás á boltann með þeim mönnunum sem við höfðum í teignum.“ „Þetta var langt frá því að vera jafn góð frammistaða og gegn Manchester City um helgina. Við vorum of hægir þegar við vorum með boltann. Það er stundum erfitt að spila eftir leik eins og við spiluðum um helgina. Þurfum að standa okkur leik eftir leik þar sem við erum að mæta hörkuliðum.“ Um ótrúlegt klúður Harry Maguire „Svona gerist. Færið hjá Daniel James í síðari hálfleik líka, það kemur fyrir að maður hittir boltann ekki jafn vel og maður vill. Við hefðum getað skorað eitt eða tvö til viðbótar en þeir fengu líka fín færi svo jafntefli er eflaust sanngjörn niðurstaða.“ Um innkomu Diallo Amad Diallo kom inn af varamannabekk Manchester United í hálfleik í stað Anthony Martial sem fór meiddur af velli. Ole Gunnar Solskjær reiknar með að Martial verði ekki klár um helgina. OGS on Martial: "Whack on hip. Another scan we need to look at. Don t think he will be ready for Sunday. Edinson not for Sunday."— Simon Stone (@sistoney67) March 11, 2021 „Amad spilar með ákveðið frjálsræði í leik sínum. Frábær sending frá Bruno Fernandes líka, það er hún sem býr til markið. Amad er góður. Gott mark en hann á enn fullt eftir að læra og hann mun standa sig í framtíðinni.“ Um síðari leik liðanna „Við fáum menn til baka og þeir fá einnig menn til baka svo þetta verður góður leikur næsta fimmtudag. Vonandi verður Marcus Rashford tilbúinn. Er ekki viss hvort hann verði tilbúinn um helgina. Cavani verður mögulega líka fyrir Mílanó úti. Verðum með sterkara lið á pappír allavega þegar við mætum til Mílanó,“ sagði Ole Gunnar Solskjær að lokum. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Sjá meira
„Það var mjög svekkjandi að fá á sig mark með nánast síðustu spyrnu leiksins. Það gerir þetta erfiðara fyrir okkur. Þetta var alltaf að fara erfitt að fara til Mílanó í seinni leikinn,“ sagði Solskjær í viðtali við BT Sport að leik loknum. Um jöfnunarmark AC Milan „Þetta er fastur skalli af stuttu færi. [Dean] Henderson getur varið svona skota, eða skalla, ég hef séð hann verja svona bolta. Við hefðum átt að gera betur, hefðum átt að gera árás á boltann með þeim mönnunum sem við höfðum í teignum.“ „Þetta var langt frá því að vera jafn góð frammistaða og gegn Manchester City um helgina. Við vorum of hægir þegar við vorum með boltann. Það er stundum erfitt að spila eftir leik eins og við spiluðum um helgina. Þurfum að standa okkur leik eftir leik þar sem við erum að mæta hörkuliðum.“ Um ótrúlegt klúður Harry Maguire „Svona gerist. Færið hjá Daniel James í síðari hálfleik líka, það kemur fyrir að maður hittir boltann ekki jafn vel og maður vill. Við hefðum getað skorað eitt eða tvö til viðbótar en þeir fengu líka fín færi svo jafntefli er eflaust sanngjörn niðurstaða.“ Um innkomu Diallo Amad Diallo kom inn af varamannabekk Manchester United í hálfleik í stað Anthony Martial sem fór meiddur af velli. Ole Gunnar Solskjær reiknar með að Martial verði ekki klár um helgina. OGS on Martial: "Whack on hip. Another scan we need to look at. Don t think he will be ready for Sunday. Edinson not for Sunday."— Simon Stone (@sistoney67) March 11, 2021 „Amad spilar með ákveðið frjálsræði í leik sínum. Frábær sending frá Bruno Fernandes líka, það er hún sem býr til markið. Amad er góður. Gott mark en hann á enn fullt eftir að læra og hann mun standa sig í framtíðinni.“ Um síðari leik liðanna „Við fáum menn til baka og þeir fá einnig menn til baka svo þetta verður góður leikur næsta fimmtudag. Vonandi verður Marcus Rashford tilbúinn. Er ekki viss hvort hann verði tilbúinn um helgina. Cavani verður mögulega líka fyrir Mílanó úti. Verðum með sterkara lið á pappír allavega þegar við mætum til Mílanó,“ sagði Ole Gunnar Solskjær að lokum. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Sjá meira