Handtökur á mótmælum vegna lögregluaðgerða á minningarsamkomu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. mars 2021 20:48 Lögreglan í Bretlandi hefur verið harðlega gagnrýnd vegna lögregluaðgerða sem gripið var til við minningarsamkomu fyrir Everard á laugardaginn. EPA-EFE/ANDY RAIN Hundruð hafa safnast saman í miðborg Lundúna til þess að minnast Söruh Everard, sem var myrt af lögreglumanni í Kent 3. mars síðastliðinn, og til þess að mótmæla lögreglunni. Komið hefur til átaka milli lögreglu og mótmælenda og einhverjir hafa verið handteknir. Fólk safnaðist saman klukkan fimm síðdegis á þingtorginu í Lundúnum til þess að minnast Everard. Viðburðurinn var skipulagður sem minningarathöfn en fjöldi fólks bættist í hópinn til þess að mótmæla lögregluaðgerðum við minningarathöfn í Clapham Common almenningsgarðinum um helgina. Á laugardagskvöld fór fram minningarathöfn fyrir Everard í Clapham Common og var hún skipulögð af aðgerðarhópnum Reclaim These Streets (Endurheimtum þessi stræti). Aðgerðarhópurinn aflýsti minningarathöfninni vegna kórónuveirufaraldursins en hundruð söfnuðust saman þrátt fyrir það. Lögreglan var viðstödd athöfninni frá upphafi en eftir sólarlag fór að bera á aukinni hörku af hálfu lögreglu. Ræðumenn voru handteknir og færðir á lögreglustöð og lögregla reyndi að binda endi á athöfnina. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðirnar, enda var það lögreglumaður sem myrti Everard og meirihluti gesta konur. Aðgerðirnar við minningarathöfnina hafa verið settar í samhengi við viðveru lögreglu við það þegar fótboltabullur gengu um götur Lundúna í liðinni viku eftir að fótboltalið þeirra sigraði. Gekk lögregla þar samhliða fótboltaaðdáendunum og greip ekki til aðgerða gegn þeim, þrátt fyrir að þeir hafi brotið sóttvarnareglur, eins og fólkið við minningarathöfn Everard. Mótmælendur bættust í hóp þeirra sem minntust Everard síðdegis í dag.EPA-EFE/NEIL HALL Nú hafa mótmælendur fært sig frá Þingtorginu í gegn um Soho-hverfið, kyrja slagorð og halda uppi spjöldum þar sem lögregla er gagnrýnd. Fréttamaður fréttastofu Sky sem er á staðnum segir að mótmælendur hafi hvatt aðra til að „hlaupa“ og halda áfram, en lögreglumenn hafa nú skipt sér af mótmælendum og reynt að binda endi á gönguna. Þá hefur öll umferð í nágrenninu verið stöðvuð. Lögreglan hefur handtekið fjölda viðstaddra og hefur mótmælendum verið greint frá því að fari þeir ekki heim verði þeir handteknir vegna brota á sóttvarnareglum. Einn mótmælandi, sem er kona, sagði lögreglumönnum eftir að hún var handtekin að hún búi í nágrenninu og hafi verið að ganga heim þegar þeir handtóku hana. Annar mótmælandi var handtekinn og settur í járn og kölluðu aðrir mótmælendur „ekki krjúpa á hálsinn á honum“ og vísuðu þar í dauða George Floyds i Minneapolis í Bandaríkjunum. England Bretland Lögreglumál Morðið á Söruh Everard Tengdar fréttir Segja aðgerðir lögreglu á minningarsamkomu hafa verið nauðsynlegar Aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar í London segir að aðgerðir lögreglu gegn konum sem söfnuðust saman til að minnast ungrar konu sem var myrt í borginni hafi verið nauðsynlegar. Borgarstjóri London og innanríkisráðherra Bretlands eru á meðal þeirra sem hafa krafið lögregluna skýringa á framgöngu hennar gegn konunum. 14. mars 2021 08:40 Átök milli lögreglu og gesta við minningarathöfn Everard Átök hafa brotist út á milli lögreglu og fólks sem var viðstatt minningarathöfn fyrir Söruh Everard í Lundúnum. Minningarathafnir fyrir Everard fóru fram víða um Bretland, bæði rafrænt og í persónu. 13. mars 2021 22:38 Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13. mars 2021 13:58 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Fólk safnaðist saman klukkan fimm síðdegis á þingtorginu í Lundúnum til þess að minnast Everard. Viðburðurinn var skipulagður sem minningarathöfn en fjöldi fólks bættist í hópinn til þess að mótmæla lögregluaðgerðum við minningarathöfn í Clapham Common almenningsgarðinum um helgina. Á laugardagskvöld fór fram minningarathöfn fyrir Everard í Clapham Common og var hún skipulögð af aðgerðarhópnum Reclaim These Streets (Endurheimtum þessi stræti). Aðgerðarhópurinn aflýsti minningarathöfninni vegna kórónuveirufaraldursins en hundruð söfnuðust saman þrátt fyrir það. Lögreglan var viðstödd athöfninni frá upphafi en eftir sólarlag fór að bera á aukinni hörku af hálfu lögreglu. Ræðumenn voru handteknir og færðir á lögreglustöð og lögregla reyndi að binda endi á athöfnina. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðirnar, enda var það lögreglumaður sem myrti Everard og meirihluti gesta konur. Aðgerðirnar við minningarathöfnina hafa verið settar í samhengi við viðveru lögreglu við það þegar fótboltabullur gengu um götur Lundúna í liðinni viku eftir að fótboltalið þeirra sigraði. Gekk lögregla þar samhliða fótboltaaðdáendunum og greip ekki til aðgerða gegn þeim, þrátt fyrir að þeir hafi brotið sóttvarnareglur, eins og fólkið við minningarathöfn Everard. Mótmælendur bættust í hóp þeirra sem minntust Everard síðdegis í dag.EPA-EFE/NEIL HALL Nú hafa mótmælendur fært sig frá Þingtorginu í gegn um Soho-hverfið, kyrja slagorð og halda uppi spjöldum þar sem lögregla er gagnrýnd. Fréttamaður fréttastofu Sky sem er á staðnum segir að mótmælendur hafi hvatt aðra til að „hlaupa“ og halda áfram, en lögreglumenn hafa nú skipt sér af mótmælendum og reynt að binda endi á gönguna. Þá hefur öll umferð í nágrenninu verið stöðvuð. Lögreglan hefur handtekið fjölda viðstaddra og hefur mótmælendum verið greint frá því að fari þeir ekki heim verði þeir handteknir vegna brota á sóttvarnareglum. Einn mótmælandi, sem er kona, sagði lögreglumönnum eftir að hún var handtekin að hún búi í nágrenninu og hafi verið að ganga heim þegar þeir handtóku hana. Annar mótmælandi var handtekinn og settur í járn og kölluðu aðrir mótmælendur „ekki krjúpa á hálsinn á honum“ og vísuðu þar í dauða George Floyds i Minneapolis í Bandaríkjunum.
England Bretland Lögreglumál Morðið á Söruh Everard Tengdar fréttir Segja aðgerðir lögreglu á minningarsamkomu hafa verið nauðsynlegar Aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar í London segir að aðgerðir lögreglu gegn konum sem söfnuðust saman til að minnast ungrar konu sem var myrt í borginni hafi verið nauðsynlegar. Borgarstjóri London og innanríkisráðherra Bretlands eru á meðal þeirra sem hafa krafið lögregluna skýringa á framgöngu hennar gegn konunum. 14. mars 2021 08:40 Átök milli lögreglu og gesta við minningarathöfn Everard Átök hafa brotist út á milli lögreglu og fólks sem var viðstatt minningarathöfn fyrir Söruh Everard í Lundúnum. Minningarathafnir fyrir Everard fóru fram víða um Bretland, bæði rafrænt og í persónu. 13. mars 2021 22:38 Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13. mars 2021 13:58 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Segja aðgerðir lögreglu á minningarsamkomu hafa verið nauðsynlegar Aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar í London segir að aðgerðir lögreglu gegn konum sem söfnuðust saman til að minnast ungrar konu sem var myrt í borginni hafi verið nauðsynlegar. Borgarstjóri London og innanríkisráðherra Bretlands eru á meðal þeirra sem hafa krafið lögregluna skýringa á framgöngu hennar gegn konunum. 14. mars 2021 08:40
Átök milli lögreglu og gesta við minningarathöfn Everard Átök hafa brotist út á milli lögreglu og fólks sem var viðstatt minningarathöfn fyrir Söruh Everard í Lundúnum. Minningarathafnir fyrir Everard fóru fram víða um Bretland, bæði rafrænt og í persónu. 13. mars 2021 22:38
Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13. mars 2021 13:58