Zoran er bæði þjálfari og yfirmaður knattspyrnumála hjá króatíska liðinu en hann fékk í dag þungan dóm fyrir spillingu.
Zoran var dæmdur í fjögurra ára og átta mánaða fangelsi fyrir spillingu en þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni í kvöld.
„Þrátt fyrir að ég vilji meina að ég sé ekki sekur þá mun ég, ef dómurinn verður staðfestur, segja upp sem þjálfari og yfirmaður hjá Dinamo,“ sagði Zoran og bætti við:
„Ég óska félaginu alls hins besta í framtíðinni.“
Hann á að hafa svikið pening út úr félaginu er það seldi leikmenn, þar á meðal Luka Modric er hann var seldur frá Dinamo til Tottenham.
Tottenham vann fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar 2-0 og er í góðum málum fyrir síðari leikinn í Zagreb á fimmtudag.
L'entraîneur du Dinamo Zagreb, Zoran Mamic, a été contraint de démissionner après avoir été condamné à de la prison ferme pour fraude https://t.co/JLIf3trIwg pic.twitter.com/UAJFOrXmaC
— L'ÉQUIPE (@lequipe) March 15, 2021

Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.