Þetta gæti verið einfalt Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 16. mars 2021 10:01 Íslendingar kunna að vera heimsmeistarar. Ekki að það sé sérstaklega spennandi í þessu tilviki. Íslendingar virðast lengi hafa verið ötulir talsmenn skriffinnskunnar og þannig höfum við bakað okkur þau vandræði að regluverkið okkar er risavaxið ferlíki. Íþyngjandi regluverk mannanna hefur sniðið atvinnulífinu þröngan stakk og hamlað samkeppnishæfni landsins. Reglurnar eiga að styðja við verkið en ekki hindra það. Það er nákvæmlega kjarninn í vandanum. Regluverkið okkar, sérstaklega er snýr að atvinnulífinu, reynist of íþyngjandi. Vandinn er ekkert einungis vegna þess að ráðherrar og þingmenn eru svo duglegir að setja lög og reglur, heldur má vera að regluverkið reynist þungt vegna þess hve margir aðilar koma að samningu reglna. Hér eru sveitarfélög hvert um sig að setja sér reglur og jafnvel hafa hinar ýmsu opinberu stofnanir heimild til að setja sér heilmargar reglur. Samkeppni er af hinu góða Skilvirkni og hagkvæmni eru lykilatriði í samkeppnishæfni landsins. Það felast gríðarleg fjárhagsleg verðmæti í því að einfalda regluverkið. Sveigjanlegra umhverfi atvinnulífsins mun efla samkeppnishæfni landsins, auka framleiðni og hagvöxt og skapa fleiri störf. Rafrænar lausnir Einföldum málið og verum í takt við tímann. Að setja upp eyðublað á vefsvæði er svo einfalt mál að það er hlægilegt að öll eyðublöð í opinberri þjónustu séu ekki komin á rafrænt form. Gefum aðeins í. Rafrænar lausnir í opinberri þjónustu er einnig lykillinn að því að auka samkeppnishæfni landsbyggðarinnar, þar sem ekki er hægt að tryggja útibú eða þjónustu á staðnum. Endurskoðun skattkerfisins Lækkun. Einföldun. Útrýming á landsbyggðarskatt. Stikkorðin ættu duga hér í bili. Skattkerfið er út af fyrir sig efni í aðra grein. Hver borgar brúsann? Covid-viðspyrnan krefst útgjalda. Allar þær hugmyndir að stórauka umsvif ríkisins og að ráða skuli stórt hlutfall atvinnulausra í opinber störf rímar illa saman við hallann á ríkisrekstrinum. Gera þarf frekar ráð fyrir því að ríkið tryggi grunnþjónustu. Augljóslega þarf að ákveða hver þjónusta ríkisins á að vera til frambúðar og standa þarf við þær skuldbindingar. Það er eins og fólk átti sig ekki á því að einhver þarf að lokum að borga brúsann. Sterkt atvinnulíf er einmitt forsenda þess að ríkið afli sér tekna til að mæta auknum útgjöldum. Styrkjum atvinnulíf með einfaldara regluverki og bættu skattkerfi. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Norðausturkjördæmi Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Íslendingar kunna að vera heimsmeistarar. Ekki að það sé sérstaklega spennandi í þessu tilviki. Íslendingar virðast lengi hafa verið ötulir talsmenn skriffinnskunnar og þannig höfum við bakað okkur þau vandræði að regluverkið okkar er risavaxið ferlíki. Íþyngjandi regluverk mannanna hefur sniðið atvinnulífinu þröngan stakk og hamlað samkeppnishæfni landsins. Reglurnar eiga að styðja við verkið en ekki hindra það. Það er nákvæmlega kjarninn í vandanum. Regluverkið okkar, sérstaklega er snýr að atvinnulífinu, reynist of íþyngjandi. Vandinn er ekkert einungis vegna þess að ráðherrar og þingmenn eru svo duglegir að setja lög og reglur, heldur má vera að regluverkið reynist þungt vegna þess hve margir aðilar koma að samningu reglna. Hér eru sveitarfélög hvert um sig að setja sér reglur og jafnvel hafa hinar ýmsu opinberu stofnanir heimild til að setja sér heilmargar reglur. Samkeppni er af hinu góða Skilvirkni og hagkvæmni eru lykilatriði í samkeppnishæfni landsins. Það felast gríðarleg fjárhagsleg verðmæti í því að einfalda regluverkið. Sveigjanlegra umhverfi atvinnulífsins mun efla samkeppnishæfni landsins, auka framleiðni og hagvöxt og skapa fleiri störf. Rafrænar lausnir Einföldum málið og verum í takt við tímann. Að setja upp eyðublað á vefsvæði er svo einfalt mál að það er hlægilegt að öll eyðublöð í opinberri þjónustu séu ekki komin á rafrænt form. Gefum aðeins í. Rafrænar lausnir í opinberri þjónustu er einnig lykillinn að því að auka samkeppnishæfni landsbyggðarinnar, þar sem ekki er hægt að tryggja útibú eða þjónustu á staðnum. Endurskoðun skattkerfisins Lækkun. Einföldun. Útrýming á landsbyggðarskatt. Stikkorðin ættu duga hér í bili. Skattkerfið er út af fyrir sig efni í aðra grein. Hver borgar brúsann? Covid-viðspyrnan krefst útgjalda. Allar þær hugmyndir að stórauka umsvif ríkisins og að ráða skuli stórt hlutfall atvinnulausra í opinber störf rímar illa saman við hallann á ríkisrekstrinum. Gera þarf frekar ráð fyrir því að ríkið tryggi grunnþjónustu. Augljóslega þarf að ákveða hver þjónusta ríkisins á að vera til frambúðar og standa þarf við þær skuldbindingar. Það er eins og fólk átti sig ekki á því að einhver þarf að lokum að borga brúsann. Sterkt atvinnulíf er einmitt forsenda þess að ríkið afli sér tekna til að mæta auknum útgjöldum. Styrkjum atvinnulíf með einfaldara regluverki og bættu skattkerfi. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar