Fá feður að taka þátt? Ottó Sverrisson skrifar 16. mars 2021 14:01 Nú er mikið rætt um að drengir og ungir menn eigi erfitt með að fóta sig í tilverunni. Í stað þess að skella þessari skuld á “feðraveldið” eins og mörgum útlærðum snillingum í kyn og sálarfræðum er svo tamt að gera þá gæti það kanski haft áhrif að mikill hluti þessara drengja eða ungu manna komi frá skilnaðarheimilum. Síðustu hálfa öldina eða svo hefur helmingur sambanda og hjónabanda endað með skilnaði og þar til fyrir nokkrum árum þá fengu mæður forsjá barna við slíkar aðstæður. Var nokkuð ljóst að þegar úrskurðaraðilar forsjár eru fjórar konur sem störfuðu við þessa iðju hjá sýslumannsembættinu að eitthvað myndi halla á karlmenn og börn þeirra. Eini möguleiki þeirra forsjárlausu var að kæra úrskurð þessara hressu fjögra kvenna sýslumanns til dómsmálaráðuneytis. Ég veit að það sjokkerar þá sem berjast fyrir jafnrétti því þar störfuðu þrjár konur sem fóru yfir úrskurð hinna fjögurra sem oftar en ekki endaði á sama veg og áður var búið að úrskurða (hægt var að höfða forsjármál fyrir dómstólum eftir það). Þetta endaði með því að í 94% tilvika endaði forsjá hjá móður og tíðkaðist síðan að feður fengu að umgangast börn sín 4-5 daga í mánuði. Aðeins hefur þetta lagast eftir að þetta vald fluttist til dómstóla (síðustu 4-5 ár) og er hlutfallið núna að ég held um 87% þar sem lögheimili barns endar hjá móður. Því miður er umgengni enn að skornum skammti og hafa því forsjárlausir / lögheimilslausir foreldrar ákaflega takmarkaða umgengni við börn sín. Spurning hvort hér sé smá angi sem kannski mætti kalla “mæðraveldi” því fyrir utan þessar gríðarlegu viðveru með mæðrum sínum ( mæður frábærar, en það eru feður líka ) og að 95% leikskólastarfsmanna skuli vera konur og svipað hlutfall grunnskólakennara líka þá finnst mér pottur brotinn. Þegar ég heyri ásakanir um að karlmenn séu að ala drengi upp í kvenhatri/kvenfyrirlitningu með meiru þá ætti fólk að staldra við því slíkt á sannarlega ekki við rök að styðjast að mínu áliti. Þúsundir drengja eru í kvennafaðmi heima hjá sér, í leikskóla og svo skóla og sjá mjög sjaldan þann sem ætti að vera þeim fyrirmynd á karlmennsku. Ættu ekki allir foreldrar að líta í eigin barm, vera smá gagnrýnir á sjálfan sig og spyrja hvort þeir séu hluti af vandamálinu eða lausninni ? Er ekki máltæki sem segir að stundum sé hægt að fá of mikið af því góða? Til að stíga góðan uppeldisdans þarf tvo til og er ég þeirrar skoðunar að best sé fyrir börnin okkar að hafa föður og móðir sem þau geti umgengist í svipuðu hlutfalli og fengið mismunandi sýn á lífið? Líka eru til eru sambönd/hjónabönd milli sama kyns sem hafa staðið hafa sig frábærlega í uppeldi barna, gott mál. Kom flott hugmynd á dögunum að báðir foreldrar gætu haft lögheimili barna sinna eftir skilnað og væri jafn réttháir gagnvart ákvarðanatöku fyrir hönd barna og upplýsingaöflun. Með slíkri löggjöf yrði fráskildir foreldrar rólegri varðandi rétt sinn og ekki möguleiki fyrir annan aðilann að ganga fram í eigin frekju og yfirgangi. Eitthvað bakslag hefur hlaupið í okkar ágæta dómsmálaráðráðherra sem vildi frekar setja einbeitingu sína í að opna kvennaathvarf á Akureyri en hlúa að þessari löggjöf, gott og vel, vonum það besta. Verð að viðurkenna, maður eiginlega finnur til að eiga þrjú börn en vera skráður 1+0+0 á skattaskýrslu þegar maður í raun ætti að vera 1+0+3, hér er eitthvað mikið að.Einnig er ömurlegt að upplifa þegar þú vilt skoða eitthvað sem við kemur eigin barni hjá lækni eða skóla þá komi....sorry, þetta eru trúnaðarupplýsingar, get bara gefið foreldrinu sem er með lögheimilið barnsins þessar upplýsingar. Höfundur er sjálfstæður atvinnurekandi og þriggja barna faðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Fjölskyldumál Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Nú er mikið rætt um að drengir og ungir menn eigi erfitt með að fóta sig í tilverunni. Í stað þess að skella þessari skuld á “feðraveldið” eins og mörgum útlærðum snillingum í kyn og sálarfræðum er svo tamt að gera þá gæti það kanski haft áhrif að mikill hluti þessara drengja eða ungu manna komi frá skilnaðarheimilum. Síðustu hálfa öldina eða svo hefur helmingur sambanda og hjónabanda endað með skilnaði og þar til fyrir nokkrum árum þá fengu mæður forsjá barna við slíkar aðstæður. Var nokkuð ljóst að þegar úrskurðaraðilar forsjár eru fjórar konur sem störfuðu við þessa iðju hjá sýslumannsembættinu að eitthvað myndi halla á karlmenn og börn þeirra. Eini möguleiki þeirra forsjárlausu var að kæra úrskurð þessara hressu fjögra kvenna sýslumanns til dómsmálaráðuneytis. Ég veit að það sjokkerar þá sem berjast fyrir jafnrétti því þar störfuðu þrjár konur sem fóru yfir úrskurð hinna fjögurra sem oftar en ekki endaði á sama veg og áður var búið að úrskurða (hægt var að höfða forsjármál fyrir dómstólum eftir það). Þetta endaði með því að í 94% tilvika endaði forsjá hjá móður og tíðkaðist síðan að feður fengu að umgangast börn sín 4-5 daga í mánuði. Aðeins hefur þetta lagast eftir að þetta vald fluttist til dómstóla (síðustu 4-5 ár) og er hlutfallið núna að ég held um 87% þar sem lögheimili barns endar hjá móður. Því miður er umgengni enn að skornum skammti og hafa því forsjárlausir / lögheimilslausir foreldrar ákaflega takmarkaða umgengni við börn sín. Spurning hvort hér sé smá angi sem kannski mætti kalla “mæðraveldi” því fyrir utan þessar gríðarlegu viðveru með mæðrum sínum ( mæður frábærar, en það eru feður líka ) og að 95% leikskólastarfsmanna skuli vera konur og svipað hlutfall grunnskólakennara líka þá finnst mér pottur brotinn. Þegar ég heyri ásakanir um að karlmenn séu að ala drengi upp í kvenhatri/kvenfyrirlitningu með meiru þá ætti fólk að staldra við því slíkt á sannarlega ekki við rök að styðjast að mínu áliti. Þúsundir drengja eru í kvennafaðmi heima hjá sér, í leikskóla og svo skóla og sjá mjög sjaldan þann sem ætti að vera þeim fyrirmynd á karlmennsku. Ættu ekki allir foreldrar að líta í eigin barm, vera smá gagnrýnir á sjálfan sig og spyrja hvort þeir séu hluti af vandamálinu eða lausninni ? Er ekki máltæki sem segir að stundum sé hægt að fá of mikið af því góða? Til að stíga góðan uppeldisdans þarf tvo til og er ég þeirrar skoðunar að best sé fyrir börnin okkar að hafa föður og móðir sem þau geti umgengist í svipuðu hlutfalli og fengið mismunandi sýn á lífið? Líka eru til eru sambönd/hjónabönd milli sama kyns sem hafa staðið hafa sig frábærlega í uppeldi barna, gott mál. Kom flott hugmynd á dögunum að báðir foreldrar gætu haft lögheimili barna sinna eftir skilnað og væri jafn réttháir gagnvart ákvarðanatöku fyrir hönd barna og upplýsingaöflun. Með slíkri löggjöf yrði fráskildir foreldrar rólegri varðandi rétt sinn og ekki möguleiki fyrir annan aðilann að ganga fram í eigin frekju og yfirgangi. Eitthvað bakslag hefur hlaupið í okkar ágæta dómsmálaráðráðherra sem vildi frekar setja einbeitingu sína í að opna kvennaathvarf á Akureyri en hlúa að þessari löggjöf, gott og vel, vonum það besta. Verð að viðurkenna, maður eiginlega finnur til að eiga þrjú börn en vera skráður 1+0+0 á skattaskýrslu þegar maður í raun ætti að vera 1+0+3, hér er eitthvað mikið að.Einnig er ömurlegt að upplifa þegar þú vilt skoða eitthvað sem við kemur eigin barni hjá lækni eða skóla þá komi....sorry, þetta eru trúnaðarupplýsingar, get bara gefið foreldrinu sem er með lögheimilið barnsins þessar upplýsingar. Höfundur er sjálfstæður atvinnurekandi og þriggja barna faðir.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun