Lakers tapar og tapar án LeBrons James og tólfta þrenna Jokic Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2021 07:30 Miðherjinn frábæri Nikola Jokic bendir John Goble dómara á eitthvað í leik með Denver Nuggets liðinu. AP/David Zalubowski Það gengur ekkert hjá NBA meisturum Los Angeles Lakers eftir að liðið missti LeBron James í meiðsli í viðbót við það að missa Anthony Davis. Brandon Ingram var sjóðheitur á móti sínum gömlu félögum þegar New Orleans Pelicans vann 128-111 sigur á Los Angeles Lakers í nótt. Ingram skoraði 36 stig í leiknum og Zion Williamson var með 27 stig og 9 fráköst. 36 POINTS on 14-21 FGM for @B_Ingram13 in the @PelicansNBA win! pic.twitter.com/uhjxUUmaYN— NBA (@NBA) March 24, 2021 Lakers liðið átti aldrei möguleika í leiknum og lenti mest þrjátíu stigum undir í seinni hálfleik. Lakers tapaði þarna þriðja leiknum í röð og liðið verður áfram án þeirra LeBron James og Anthony Davis á næstunni sem boðar ekki gott. Montrezl Harrell var stigahæstur hjá Lakers með átján stig en þeir Kyle Kuzma og Markieff Morris skoruðu báðir sextán stig. 28p/15r/10a for Jokic @nuggets win on the road 12th triple-double of season (2nd in NBA) pic.twitter.com/UBlEcaca5J— NBA (@NBA) March 24, 2021 Nikola Jokic var með þrennu í 110-99 sigri Denver Nuggets á Orlando Magic en þetta var tólfta þrennan hans á tímabilinu. Jokic endaði leikinn með 28 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar. Aðeins Russell Westbrook (14 þrennur) er með fleiri þrennur á leiktíðinni en James Harden er með ellefu. Jokic er nú kominn með 53 þrennur á ferlinum. Jamal Murray skoraði 21 stig fyrir Denver og Michael Porter Jr. var með 18 stig og 7 fráköst. Evan Fournier skoraði 31 stig fyrir Orlando. Phoenix Suns fagnaði sínum sjöunda útisigri í röð þegar liðið vann Miami Heat 110-100 á Flórída. Það hefur ekki gerst síðan árið 2007. Devin Booker skoraði 23 stig og Deandre Ayton var með 17 stig og 16 fráköst. Career high-tying 17 DIMES for Beard!@JHarden13 @BrooklynNets pic.twitter.com/LNzeI8rqyr— NBA (@NBA) March 24, 2021 James Harden var með 25 stig og 17 stoðsendingar þegar Brooklyn Nets vann 116-112 sigur á Portland Trail Blazers. Jeff Green skorðai 20 stig fyrir Nets sem lék án bæði Kevin Durant og Kyrie Irving. Enes Kanter var með 19 stig og 19 fráköst hjá Portland og Damian Lillard skoraði 22 stig og gaf 9 stoðsendingar. @J30_RANDLE heats up from deep in the @nyknicks win!37 PTS | 7-10 3PM pic.twitter.com/g4cNlIAqm5— NBA (@NBA) March 24, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: New Orleans Pelicans - Los Angeles Lakers 128-111 Orlando Magic - Denver Nuggets 99-110 Golden State Warriors - Philadelphia 76ers 98-108 Miami Heat - Phoenis Suns 100-110 New York Knicks - Washington Wizards 131-113 Portland Trail Blazers - Brooklyn Nets 112-116 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Sjá meira
Brandon Ingram var sjóðheitur á móti sínum gömlu félögum þegar New Orleans Pelicans vann 128-111 sigur á Los Angeles Lakers í nótt. Ingram skoraði 36 stig í leiknum og Zion Williamson var með 27 stig og 9 fráköst. 36 POINTS on 14-21 FGM for @B_Ingram13 in the @PelicansNBA win! pic.twitter.com/uhjxUUmaYN— NBA (@NBA) March 24, 2021 Lakers liðið átti aldrei möguleika í leiknum og lenti mest þrjátíu stigum undir í seinni hálfleik. Lakers tapaði þarna þriðja leiknum í röð og liðið verður áfram án þeirra LeBron James og Anthony Davis á næstunni sem boðar ekki gott. Montrezl Harrell var stigahæstur hjá Lakers með átján stig en þeir Kyle Kuzma og Markieff Morris skoruðu báðir sextán stig. 28p/15r/10a for Jokic @nuggets win on the road 12th triple-double of season (2nd in NBA) pic.twitter.com/UBlEcaca5J— NBA (@NBA) March 24, 2021 Nikola Jokic var með þrennu í 110-99 sigri Denver Nuggets á Orlando Magic en þetta var tólfta þrennan hans á tímabilinu. Jokic endaði leikinn með 28 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar. Aðeins Russell Westbrook (14 þrennur) er með fleiri þrennur á leiktíðinni en James Harden er með ellefu. Jokic er nú kominn með 53 þrennur á ferlinum. Jamal Murray skoraði 21 stig fyrir Denver og Michael Porter Jr. var með 18 stig og 7 fráköst. Evan Fournier skoraði 31 stig fyrir Orlando. Phoenix Suns fagnaði sínum sjöunda útisigri í röð þegar liðið vann Miami Heat 110-100 á Flórída. Það hefur ekki gerst síðan árið 2007. Devin Booker skoraði 23 stig og Deandre Ayton var með 17 stig og 16 fráköst. Career high-tying 17 DIMES for Beard!@JHarden13 @BrooklynNets pic.twitter.com/LNzeI8rqyr— NBA (@NBA) March 24, 2021 James Harden var með 25 stig og 17 stoðsendingar þegar Brooklyn Nets vann 116-112 sigur á Portland Trail Blazers. Jeff Green skorðai 20 stig fyrir Nets sem lék án bæði Kevin Durant og Kyrie Irving. Enes Kanter var með 19 stig og 19 fráköst hjá Portland og Damian Lillard skoraði 22 stig og gaf 9 stoðsendingar. @J30_RANDLE heats up from deep in the @nyknicks win!37 PTS | 7-10 3PM pic.twitter.com/g4cNlIAqm5— NBA (@NBA) March 24, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: New Orleans Pelicans - Los Angeles Lakers 128-111 Orlando Magic - Denver Nuggets 99-110 Golden State Warriors - Philadelphia 76ers 98-108 Miami Heat - Phoenis Suns 100-110 New York Knicks - Washington Wizards 131-113 Portland Trail Blazers - Brooklyn Nets 112-116 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: New Orleans Pelicans - Los Angeles Lakers 128-111 Orlando Magic - Denver Nuggets 99-110 Golden State Warriors - Philadelphia 76ers 98-108 Miami Heat - Phoenis Suns 100-110 New York Knicks - Washington Wizards 131-113 Portland Trail Blazers - Brooklyn Nets 112-116
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Sjá meira