Meðlag, skuldagildra? Ottó Sverrisson skrifar 25. mars 2021 10:30 Meðlag er eitthvað sem foreldrar barna borga hvort öðru til þess að standa undir daglegum þörfum barns eftir sambúðarslit og er það hið besta mál. Í seinni tíð eftir að úrskurðir komust úr höndum sýslumanns og dómsmálaráðherra (sem ég hef skrifað um áður) hefur aðeins komist jafnvægi á þetta. Ekki virðist vera jafn grimmt dæmt og áður um “auka” meðlög og sáust oft úrskurðir þar sem greiða þurfti tvöfald og jafnvel þrefald meðlag með sama barni ( án þess að barnið væri með sérþarfir ). Vonum að slíkt sé liðin tíð. Það sem ég furða mig á í dag er þegar fólk sem hefur ákveðið að slíta samvistum og koma til sýslumanns með tilbúna samninga um forsjá / lögheimili barns, umgegni við foreldra og hvað þau telji sanngjarnar greiðslur í meðlag miðað við viðveru þá segir sýslumaður STOPP. Fulltrúar hans samþykkja lögheimili og þá umgengni sem foreldrar hafa samið um en ekki meðlagið. Í lögum ( að þeirra sögn ) má ekki samþykkja skilnað nema að sá aðili sem ekki hefur forsjá / lögheimili skuldbindi sig til að borga fullt meðlag og skrifi undir samning þess efnis. Fulltrúar sýslumanns upplýsa að samningurinn sé ekki sendur til innheimtu svo foreldrar geti ef þeir vilja borgað beint sín á milli samkvæmt samkomulaginu. Eftir situr, það foreldri sem ekki hefur lögheimi barnsins er búið að skuldbinda sig til að greiða hefðbundið meðlag til 18 ára aldurs barns og trompar sá samningur allt annað samkomulag fari hann fyrir dómstóla. Segjum að foreldrar gera samkomulag um jafna umgegni og hvorugt greiði meðlag því barnið er til jafns hjá þeim. Eftir 10 ár gerir þú eitthvað sem fyrrverandi hugnast ekki, foreldrið sem er með lögheimili barnsins vantar nýja íbúð eða er í fjárhagslegum vandræðum. Jú, við skulum krefjast meðlags 10 ár aftur í tímann sem gera 4,2 milljónir fyrir utan vexti. Samningurinn sem annar aðilinn var neyddur til að skrifa undir hjá sýslumanni ( bara af því lögin er þannig ) verður sá samningurinn sem dómari þarf að fara eftir, nokkuð borðliggjandi hvernig sá dómur fer. Skuldagildra, sýnist það. Virðist vera að núverandi dómsmálaráðherra og aðrir sem gegnt hafa embættinu síðustu árin hafi lítin áhuga á svona málum enda eru forsjár, umgengni og meðlagsmál málaflokkar sem alltaf hafa verið gríðarlega fjandsamlegir karlmönnum ef maður lítur til dóma eða úrskurða undangengina ára. Þessu þarf sannarlega að breyta og það strax. Höfundur er sjálfstæður atvinnurekandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Meðlag er eitthvað sem foreldrar barna borga hvort öðru til þess að standa undir daglegum þörfum barns eftir sambúðarslit og er það hið besta mál. Í seinni tíð eftir að úrskurðir komust úr höndum sýslumanns og dómsmálaráðherra (sem ég hef skrifað um áður) hefur aðeins komist jafnvægi á þetta. Ekki virðist vera jafn grimmt dæmt og áður um “auka” meðlög og sáust oft úrskurðir þar sem greiða þurfti tvöfald og jafnvel þrefald meðlag með sama barni ( án þess að barnið væri með sérþarfir ). Vonum að slíkt sé liðin tíð. Það sem ég furða mig á í dag er þegar fólk sem hefur ákveðið að slíta samvistum og koma til sýslumanns með tilbúna samninga um forsjá / lögheimili barns, umgegni við foreldra og hvað þau telji sanngjarnar greiðslur í meðlag miðað við viðveru þá segir sýslumaður STOPP. Fulltrúar hans samþykkja lögheimili og þá umgengni sem foreldrar hafa samið um en ekki meðlagið. Í lögum ( að þeirra sögn ) má ekki samþykkja skilnað nema að sá aðili sem ekki hefur forsjá / lögheimili skuldbindi sig til að borga fullt meðlag og skrifi undir samning þess efnis. Fulltrúar sýslumanns upplýsa að samningurinn sé ekki sendur til innheimtu svo foreldrar geti ef þeir vilja borgað beint sín á milli samkvæmt samkomulaginu. Eftir situr, það foreldri sem ekki hefur lögheimi barnsins er búið að skuldbinda sig til að greiða hefðbundið meðlag til 18 ára aldurs barns og trompar sá samningur allt annað samkomulag fari hann fyrir dómstóla. Segjum að foreldrar gera samkomulag um jafna umgegni og hvorugt greiði meðlag því barnið er til jafns hjá þeim. Eftir 10 ár gerir þú eitthvað sem fyrrverandi hugnast ekki, foreldrið sem er með lögheimili barnsins vantar nýja íbúð eða er í fjárhagslegum vandræðum. Jú, við skulum krefjast meðlags 10 ár aftur í tímann sem gera 4,2 milljónir fyrir utan vexti. Samningurinn sem annar aðilinn var neyddur til að skrifa undir hjá sýslumanni ( bara af því lögin er þannig ) verður sá samningurinn sem dómari þarf að fara eftir, nokkuð borðliggjandi hvernig sá dómur fer. Skuldagildra, sýnist það. Virðist vera að núverandi dómsmálaráðherra og aðrir sem gegnt hafa embættinu síðustu árin hafi lítin áhuga á svona málum enda eru forsjár, umgengni og meðlagsmál málaflokkar sem alltaf hafa verið gríðarlega fjandsamlegir karlmönnum ef maður lítur til dóma eða úrskurða undangengina ára. Þessu þarf sannarlega að breyta og það strax. Höfundur er sjálfstæður atvinnurekandi.
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar