NBA dagins: Bauluðu á gömlu hetjuna sína en fengu bara skell í andlitið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2021 15:01 Kawhi Leonard í leiknum á móti San Antonio Spurs í NBA-deildinni í nótt þar sem Los Angeles Clippers liðið vann öruggan sigur. AP/Darren Abate Kawhi Leonard var aðalmaðurinn þegar San Antonio Spurs varð síðast NBA-meistari í körfubolta en það voru engar hetjumóttökur sem kappinn fékk í San Antonio í nótt. Kawhi Leonard átti flottan leik í nótt á móti sínum gömlu félögum í San Antonio Spurs. Stuðningsmenn Spurs eru enþá fúlir út í Leonard vegna þessa hvernig hann stökk frá borði á sínum tíma en þrátt fyrir mikið baul þá átti Spurs liðið fá svör við Kawhi inn á vellinum. Stuðningsmenn San Anotnoo púuðu og bauluðu mikið á Kawhi Leonard í leikmannakynningunni og svo í hvert skipti sem hann fékk boltann. San Antonio Spurs var hins vegar ekki mikið að hjálpa til. Los Angeles Clippers tók forystuna strax í byrjun og hélt henni allan leikinn. Kawhi Leonard lét móttökurnar ekkert trufla sig og átti mjög góðan leik. Hann endaði með 25 stig, 7 fráköst, 5 stolna bolta og 3 stoðsendingar á 32 mínútum þar sem hann hitti úr 9 af 12 skotum utan af velli og úr öllum fimm vítunum. Klippa: NBA dagsins (frá 24. mars 2021) Kawhi sýndi engin viðbrögð þrátt fyrir lætin. „Ég efa það að þetta hafi einhver áhrif. Ég held að allir leikir séu eins fyrir hann,“ sagði Tyronn Lue, þjálfari Los Angeles Clippers. Þetta var þriðji sigur Clippers liðsins í röð og sá ellefti á tímabilinu með tuttugu stigum eða meira. Leonard vill sjá enn betri leik. Clippers er í þriðja sæti Vesturdeildarinnar með 29 sigra og 16 töp en Spurs er í áttunda sæti. „Við erum ekki komnir þangað sem við viljum vera ennþá. Það er það eina sem ég er að hugsa um,“ sagði Kawhi Leonard. Liðin mætast aftur á sama stað í kvöld og þá verður fróðlegt að sjá hvaða taktík stuðningsmenn San Antonio Spurs ætla að nota á gömlu hetjuna sína. Kawhi Leonard lék með San Antonio Spurs frá 2011 til 2018 og var kosinn besti leikmaður úrslitanna þegar liðið varð NBA meistari árið 2014. Hann var líka tvisvar kosinn besti varnarmaður tímabilsins sem leikmaður Spurs sem og að vera tivsvar í úrvalsliði ársins. Hér fyrir ofan má sjá svipmyndir frá þessum leik sem og myndir frá því þegar Milwaukee Bucks vann Boston Celtics, Orlando Magic vann nauman sigur á Phoenix Suns og flottum sigri Dallas Mavericks á Minnesota Timberwolves. Hér fyrir neðan má síðan sjá flottustu tilþrif næturinnar. watch on YouTube NBA Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Kawhi Leonard átti flottan leik í nótt á móti sínum gömlu félögum í San Antonio Spurs. Stuðningsmenn Spurs eru enþá fúlir út í Leonard vegna þessa hvernig hann stökk frá borði á sínum tíma en þrátt fyrir mikið baul þá átti Spurs liðið fá svör við Kawhi inn á vellinum. Stuðningsmenn San Anotnoo púuðu og bauluðu mikið á Kawhi Leonard í leikmannakynningunni og svo í hvert skipti sem hann fékk boltann. San Antonio Spurs var hins vegar ekki mikið að hjálpa til. Los Angeles Clippers tók forystuna strax í byrjun og hélt henni allan leikinn. Kawhi Leonard lét móttökurnar ekkert trufla sig og átti mjög góðan leik. Hann endaði með 25 stig, 7 fráköst, 5 stolna bolta og 3 stoðsendingar á 32 mínútum þar sem hann hitti úr 9 af 12 skotum utan af velli og úr öllum fimm vítunum. Klippa: NBA dagsins (frá 24. mars 2021) Kawhi sýndi engin viðbrögð þrátt fyrir lætin. „Ég efa það að þetta hafi einhver áhrif. Ég held að allir leikir séu eins fyrir hann,“ sagði Tyronn Lue, þjálfari Los Angeles Clippers. Þetta var þriðji sigur Clippers liðsins í röð og sá ellefti á tímabilinu með tuttugu stigum eða meira. Leonard vill sjá enn betri leik. Clippers er í þriðja sæti Vesturdeildarinnar með 29 sigra og 16 töp en Spurs er í áttunda sæti. „Við erum ekki komnir þangað sem við viljum vera ennþá. Það er það eina sem ég er að hugsa um,“ sagði Kawhi Leonard. Liðin mætast aftur á sama stað í kvöld og þá verður fróðlegt að sjá hvaða taktík stuðningsmenn San Antonio Spurs ætla að nota á gömlu hetjuna sína. Kawhi Leonard lék með San Antonio Spurs frá 2011 til 2018 og var kosinn besti leikmaður úrslitanna þegar liðið varð NBA meistari árið 2014. Hann var líka tvisvar kosinn besti varnarmaður tímabilsins sem leikmaður Spurs sem og að vera tivsvar í úrvalsliði ársins. Hér fyrir ofan má sjá svipmyndir frá þessum leik sem og myndir frá því þegar Milwaukee Bucks vann Boston Celtics, Orlando Magic vann nauman sigur á Phoenix Suns og flottum sigri Dallas Mavericks á Minnesota Timberwolves. Hér fyrir neðan má síðan sjá flottustu tilþrif næturinnar. watch on YouTube
NBA Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira