Ekki svo gamall liðsfélagi var Lakers liðinu erfiður í enn einu tapinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2021 07:30 Dwight Howard og Danny Green fengu meistarahringa sína afhenta frá því í fyrra þegar Philadelphia 76ers heimsótti Los Angeles Lakers í Staples Center. AP/Mark J. Terrill Það er ólíkt komið með Los Angeles liðunum í NBA deildinni í körfubolta þessa dagana. Clippers er komið á flug á meðan Lakers tapar öllum leikjum sínum án þeirra LeBron James og Anthony Davis. De'Aaron Fox átti magnaðan leik á móti Golden State í nótt. Danny Green hitti úr átta þriggja stiga skotum og var með 28 stig á móti sínu gamla liði þegar Philadelphia 76ers vann Los Angeles Lakers 109-101. Þetta var fjórða tap Lakers liðsins í röð. Seth Curry skoraði 19 stig fyrir 76ers og Tobias Harris var með 17 stig fyrir efsta liðið í Austurdeildinni. Sixers liðið hefur unnið tíu af síðustu ellefu leikjum þar af sjö af átta leikjum síðan liðið missti stjörnuleikmanninn Joel Embiid í meiðsli. 8 threes for Danny Green! @DGreen_14 puts up 28 PTS at Staples Center, pacing the @sixers' 4th straight W! #HereTheyCome pic.twitter.com/Adk354SowX— NBA (@NBA) March 26, 2021 Danny Green varð meistari með Lakers í fyrra en var þá bara með 8,0 stig í leik. Hann skoraði sex þrista í fyrstu tveimur og hálfum leikhluta í gær eftir að hafa fengið meistarahringinn sinn afhentan fyrir leikinn. Dwight Howard fékk líka sinn hring en var síðan hent út úr húsi í fyrsta leikhluta. Welcome back, Champs pic.twitter.com/vmEgKYhM9v— Los Angeles Lakers (@Lakers) March 26, 2021 De'Aaron Fox skoraði 44 stig þegar Sacramento Kings vann Golden State Warriors 141-119. Fox hitti úr 16 af 22 skotum og var með sjö stoðsendingar að auki. Hann hefur nú skorað 30 stig eða meira í sex af síðustu tíu leikjum sínum og er með 30,7 stig í leik á þeim tíma. Kings liðið hefur líka unnið fimm af síðustu sex. Golden State lék án Stephen Curry fjórða leikinn í röð og Draymond Green var veikur. Andrew Wiggins skoraði mest fyrir liðið eða 26 stig en þeir Kelly Oubre Jr. og Nico Mannion voru með 19 stig hvor. Career-high 44 PTS (16-22 FGM) 2nd straight game with 35+ Kings win 3rd consecutive game@swipathefox x @SacramentoKings pic.twitter.com/tYtgFdkvfP— NBA (@NBA) March 26, 2021 CJ McCollum skoraði 21 af 35 stigum sínum í fyrsta leikhluta þegar Portland Trail Blazers vann Miami Heat 125-122. Damian Lillard skoraði 22 stig þar á meðal þrjú síðustu stig leiksins af vítalínunni eftir að Trevor Ariza braut á hinum í þriggja stiga skoti þegar ein sekúnda var eftir. Carmelo Anthony skoraði 20 stig og Enes Kanter var með 18 stig og 16 fráköst. Bam Adebayo og Tyler Herro skoruðu báðir 29 stig í fimmta tapi Miami liðsins í röð og Kendrick Nunn var með 22 stig. Það vantaði mikið í Miami Heat liðið sem hafði skipt frá sér leikmönnum auk þess sem Jimmy Butler var veikur, Goran Dragic meiddur í baki og þeir Udonis Haslem og KZ Okpala eru báðir í sóttkví. @CJMcCollum tallies 35 PTS, 8 AST in the @trailblazers road win! #RipCity pic.twitter.com/EdXw4qqodr— NBA (@NBA) March 26, 2021 Los Angeles Clippers vann San Antonio Spurs annað kvöldið í röð og nú án þeirra Kawhi Leonard, Marcus Morris, Serge Ibaka og Patrick Beverley. Clippers var líka án Lou Williams sem liðið sendi til Atlanta Hawks í skiptum fyrir Rajon Rondo stuttu fyrir leikinn. Clippers vann leikinn 98-85 og hefur nú unnið fjóra leiki í röð en að sama skapi var þetta fjórða tap Spurs í röð. Alec Burks skoraði 15 af 27 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar New York Knicks vann 106-102 sigur á Washington Wizards. RJ Barrett bætti við 24 stigum, 10 fráköstum og 5 stoðsendingum en Knicks vann Wizards liðið líka fyrir tveimur dögum. Bradley Beal skoraði 25 stig fyrir Washington og Russell Westbrook hitti aðeins úr 3 af 15 skotum sínum en Russell Westbrook var þó með 13 stig, 18 fráköst og 9 stoðsendingar. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Philadelphia 76ers 101-109 Miami Heat 122 - Portland Trail Blazers 122-125 San Antonio Spurs - Los Angeles Clippers 85-98 Sacramento Kings - Golden State Warriors 141-119 New York Knicks - Washington Wizards 106-102 The @sixers pick up their 10th win in the last 11 games! Teams ranked 7-10 will participate in the NBA Play-In Tournament after the regular season (May 18-21) to secure the final two spots in the Playoffs for each conference. pic.twitter.com/dnAKyGaK8p— NBA (@NBA) March 26, 2021 NBA Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Danny Green hitti úr átta þriggja stiga skotum og var með 28 stig á móti sínu gamla liði þegar Philadelphia 76ers vann Los Angeles Lakers 109-101. Þetta var fjórða tap Lakers liðsins í röð. Seth Curry skoraði 19 stig fyrir 76ers og Tobias Harris var með 17 stig fyrir efsta liðið í Austurdeildinni. Sixers liðið hefur unnið tíu af síðustu ellefu leikjum þar af sjö af átta leikjum síðan liðið missti stjörnuleikmanninn Joel Embiid í meiðsli. 8 threes for Danny Green! @DGreen_14 puts up 28 PTS at Staples Center, pacing the @sixers' 4th straight W! #HereTheyCome pic.twitter.com/Adk354SowX— NBA (@NBA) March 26, 2021 Danny Green varð meistari með Lakers í fyrra en var þá bara með 8,0 stig í leik. Hann skoraði sex þrista í fyrstu tveimur og hálfum leikhluta í gær eftir að hafa fengið meistarahringinn sinn afhentan fyrir leikinn. Dwight Howard fékk líka sinn hring en var síðan hent út úr húsi í fyrsta leikhluta. Welcome back, Champs pic.twitter.com/vmEgKYhM9v— Los Angeles Lakers (@Lakers) March 26, 2021 De'Aaron Fox skoraði 44 stig þegar Sacramento Kings vann Golden State Warriors 141-119. Fox hitti úr 16 af 22 skotum og var með sjö stoðsendingar að auki. Hann hefur nú skorað 30 stig eða meira í sex af síðustu tíu leikjum sínum og er með 30,7 stig í leik á þeim tíma. Kings liðið hefur líka unnið fimm af síðustu sex. Golden State lék án Stephen Curry fjórða leikinn í röð og Draymond Green var veikur. Andrew Wiggins skoraði mest fyrir liðið eða 26 stig en þeir Kelly Oubre Jr. og Nico Mannion voru með 19 stig hvor. Career-high 44 PTS (16-22 FGM) 2nd straight game with 35+ Kings win 3rd consecutive game@swipathefox x @SacramentoKings pic.twitter.com/tYtgFdkvfP— NBA (@NBA) March 26, 2021 CJ McCollum skoraði 21 af 35 stigum sínum í fyrsta leikhluta þegar Portland Trail Blazers vann Miami Heat 125-122. Damian Lillard skoraði 22 stig þar á meðal þrjú síðustu stig leiksins af vítalínunni eftir að Trevor Ariza braut á hinum í þriggja stiga skoti þegar ein sekúnda var eftir. Carmelo Anthony skoraði 20 stig og Enes Kanter var með 18 stig og 16 fráköst. Bam Adebayo og Tyler Herro skoruðu báðir 29 stig í fimmta tapi Miami liðsins í röð og Kendrick Nunn var með 22 stig. Það vantaði mikið í Miami Heat liðið sem hafði skipt frá sér leikmönnum auk þess sem Jimmy Butler var veikur, Goran Dragic meiddur í baki og þeir Udonis Haslem og KZ Okpala eru báðir í sóttkví. @CJMcCollum tallies 35 PTS, 8 AST in the @trailblazers road win! #RipCity pic.twitter.com/EdXw4qqodr— NBA (@NBA) March 26, 2021 Los Angeles Clippers vann San Antonio Spurs annað kvöldið í röð og nú án þeirra Kawhi Leonard, Marcus Morris, Serge Ibaka og Patrick Beverley. Clippers var líka án Lou Williams sem liðið sendi til Atlanta Hawks í skiptum fyrir Rajon Rondo stuttu fyrir leikinn. Clippers vann leikinn 98-85 og hefur nú unnið fjóra leiki í röð en að sama skapi var þetta fjórða tap Spurs í röð. Alec Burks skoraði 15 af 27 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar New York Knicks vann 106-102 sigur á Washington Wizards. RJ Barrett bætti við 24 stigum, 10 fráköstum og 5 stoðsendingum en Knicks vann Wizards liðið líka fyrir tveimur dögum. Bradley Beal skoraði 25 stig fyrir Washington og Russell Westbrook hitti aðeins úr 3 af 15 skotum sínum en Russell Westbrook var þó með 13 stig, 18 fráköst og 9 stoðsendingar. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Philadelphia 76ers 101-109 Miami Heat 122 - Portland Trail Blazers 122-125 San Antonio Spurs - Los Angeles Clippers 85-98 Sacramento Kings - Golden State Warriors 141-119 New York Knicks - Washington Wizards 106-102 The @sixers pick up their 10th win in the last 11 games! Teams ranked 7-10 will participate in the NBA Play-In Tournament after the regular season (May 18-21) to secure the final two spots in the Playoffs for each conference. pic.twitter.com/dnAKyGaK8p— NBA (@NBA) March 26, 2021
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Philadelphia 76ers 101-109 Miami Heat 122 - Portland Trail Blazers 122-125 San Antonio Spurs - Los Angeles Clippers 85-98 Sacramento Kings - Golden State Warriors 141-119 New York Knicks - Washington Wizards 106-102
NBA Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira