Flogaveiki með augum foreldris Hlédís Sveinsdóttir skrifar 26. mars 2021 11:01 Í tilefni af alþjóðlegum degi flogaveiki ætla ég, foreldri flogaveiks barns, að rita okkur orð. Byrjum á því hvernig best er að þið bregðist við ef einhver fær flog í kringum ykkur: 1. Haldið ró ykkar. 2. Losið um þröng föt. 3. Reynið að fyrirbyggja meiðsl. 4. Ekki setja neitt upp í munn 5. Hlúið að viðkomandi. 6. Verið til staðar þar til fullri meðvitund er náð. 7. Hringið á sjúkrabíl ef flogið á sér stað í vatni, ef þú veist ekki til þess að einstaklingur sé flogaveikur, ef um er að ræða barnshafandi konu / slasaðan einstakling / sykursjúkan einstakling, ef flog varir lengur en 5 mín, ef annað flog hefst stuttu eftir fyrra og ef einstaklingur kemst ekki til meðvitundar eftir að flogi/kippum lýkur. Þá vitið þið hvernig æskileg viðbrögð við flogi eru. Persónulega finnst mér nr. 1 erfiðast: "Haldið ró ykkar". Hljómar einfalt þar til barnið manns fellur fram af þeirri bjargsbrún sem flog eru. Fjallið er hátt og fallið er langt. Fullkomlega vanmáttugar mínútur foreldris sem horfir á eftir barni sínu fram af bjargsbrún eru ó svo lengi að líða og ró er síðasta orðið sem lýst gæti líkamlegu eða andlegu ástandi. Að vísu er yfirleitt mjúkt undirlag og flestir lenda vel, komast tiltölulega fljótt til meðvitundar og allt fellur í ljúfa löð aftur. En stundum verða slys, undirlagið ekki eins mjúkt og hörð lending getur haft alvarlegar afleiðingar. Lending gæti kostað lífsgæði eða líf. Það er þessi möguleiki sem fer illa í okkur aðstandendur. Situr eftir í kerfinu okkar, rænir okkur svefni og fóðrar feitan áhyggjupúkann. Það mætti mér að meinalausu gefa út leiðbeiningar til fólks sem umgengst aðstandendur flogaveikra. Kannski full dramatískt gætuð þið hugsað, en þó. Foreldrar sem ítrekað eru að missa börn sín fram af þessari bévítans bjargsbrún þurfa tíma og stuðning til að jafna sig. Þessir sömu foreldrar þurfa nefnilega að vera til staðar og sterkir heima fyrir. Ef vel ætti að vera mætti líka vera sérstakur verðlauna flokkur á Eddunni fyrir foreldra barna sem lenda í hnjaski. Ég sé fyrir mér afhendinguna "Góðir gestir þá er komið að verðlaunum fyrir framúrskarandi leik foreldris sem huggaði meðan það hágrét í hljóði". Eddunni er kannski ofaukið, það er skilningurinn sem er mikilvægastur. Skilningur á flogum og viðbrögðum við þeim sem og skilningur á því að þetta tekur líka á aðstandendur. Það hefur verið lukka mín hversu samferðafólk mitt, í leik og starfi, hefur sýnt mikinn skilning þegar þess hefur þurft. Það er mín Edda og fyrir það er ég óendanlega þakklát. Eigið góðan fjólubláan flogaveikisdag í dag. Höfundur er móðir flogaveiks barns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Í tilefni af alþjóðlegum degi flogaveiki ætla ég, foreldri flogaveiks barns, að rita okkur orð. Byrjum á því hvernig best er að þið bregðist við ef einhver fær flog í kringum ykkur: 1. Haldið ró ykkar. 2. Losið um þröng föt. 3. Reynið að fyrirbyggja meiðsl. 4. Ekki setja neitt upp í munn 5. Hlúið að viðkomandi. 6. Verið til staðar þar til fullri meðvitund er náð. 7. Hringið á sjúkrabíl ef flogið á sér stað í vatni, ef þú veist ekki til þess að einstaklingur sé flogaveikur, ef um er að ræða barnshafandi konu / slasaðan einstakling / sykursjúkan einstakling, ef flog varir lengur en 5 mín, ef annað flog hefst stuttu eftir fyrra og ef einstaklingur kemst ekki til meðvitundar eftir að flogi/kippum lýkur. Þá vitið þið hvernig æskileg viðbrögð við flogi eru. Persónulega finnst mér nr. 1 erfiðast: "Haldið ró ykkar". Hljómar einfalt þar til barnið manns fellur fram af þeirri bjargsbrún sem flog eru. Fjallið er hátt og fallið er langt. Fullkomlega vanmáttugar mínútur foreldris sem horfir á eftir barni sínu fram af bjargsbrún eru ó svo lengi að líða og ró er síðasta orðið sem lýst gæti líkamlegu eða andlegu ástandi. Að vísu er yfirleitt mjúkt undirlag og flestir lenda vel, komast tiltölulega fljótt til meðvitundar og allt fellur í ljúfa löð aftur. En stundum verða slys, undirlagið ekki eins mjúkt og hörð lending getur haft alvarlegar afleiðingar. Lending gæti kostað lífsgæði eða líf. Það er þessi möguleiki sem fer illa í okkur aðstandendur. Situr eftir í kerfinu okkar, rænir okkur svefni og fóðrar feitan áhyggjupúkann. Það mætti mér að meinalausu gefa út leiðbeiningar til fólks sem umgengst aðstandendur flogaveikra. Kannski full dramatískt gætuð þið hugsað, en þó. Foreldrar sem ítrekað eru að missa börn sín fram af þessari bévítans bjargsbrún þurfa tíma og stuðning til að jafna sig. Þessir sömu foreldrar þurfa nefnilega að vera til staðar og sterkir heima fyrir. Ef vel ætti að vera mætti líka vera sérstakur verðlauna flokkur á Eddunni fyrir foreldra barna sem lenda í hnjaski. Ég sé fyrir mér afhendinguna "Góðir gestir þá er komið að verðlaunum fyrir framúrskarandi leik foreldris sem huggaði meðan það hágrét í hljóði". Eddunni er kannski ofaukið, það er skilningurinn sem er mikilvægastur. Skilningur á flogum og viðbrögðum við þeim sem og skilningur á því að þetta tekur líka á aðstandendur. Það hefur verið lukka mín hversu samferðafólk mitt, í leik og starfi, hefur sýnt mikinn skilning þegar þess hefur þurft. Það er mín Edda og fyrir það er ég óendanlega þakklát. Eigið góðan fjólubláan flogaveikisdag í dag. Höfundur er móðir flogaveiks barns.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun