Telja Belga líklegasta til að vinna EM í sumar | Þjóðverjar koma þar á eftir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. mars 2021 22:02 Belgum er spáð sigri á EM í sumar. Jeroen Meuwsen/Getty Images Enski fjölmiðillinn The Guardian birti í dag lista yfir allar þjóðirnar sem taka þátt á Evrópumótinu í knattspyrnu karla í sumar. Var þeim raðað í sæti eftir hversu líklegar þær eru til að vinna mótið. Listinn er að sjálfsögðu til gamans gerður og margt getur auðvitað breyst frá deginum í dag og þangað til í sumar. Euro 2020 power rankings: breaking down the final 24. By @m_christenson https://t.co/M1BVY0r1GY— Guardian sport (@guardian_sport) March 26, 2021 1. Belgía Belgía er í fyrsta sæti listans. Gullkynslóð Belga er að renna út á tíma með að vinna til verðlauna á stórmóti. Liðið vann brons á HM í Rússlandi árið 2018 en nú er komið að því að taka gullið. Fjarvera Edens Hazard hafði lítil áhrif á liðið í öruggum 3-1 sigri gegn Wales í undankeppni HM á dögunum. Leikmannahópurinn er ógnarsterkur og Belgía hefur trónað á toppi heimslista FIFA undanfarin þrjú ár. Gullverðlaun á EM sumarið 2021 eru því meiri krafa heldur en óskhyggja. 2. Þýskaland Hvort 3-0 sigur Þýskalands gegn Íslandi hafi áhrif á valið er óvíst en það er ljóst að þýska liðið er til alls líklegt. Jogi Löw, þjálfari Þýskalands, sagði muninn á 6-0 tapinu gegn Spánverjum og svo 3-0 sigrinum á Íslandi aðallega vera ástríðuna á vellinum. Ef Þjóðverjar halda þessari sömu ástríðu sem og öllum sínum helstu mönnum heilum þá gæti vel verið að Löw endi feril sinn sem landsliðsþjálfari með bikar í hödnunum. 3. England Enska landsliðið hefur sjaldan verið jafn áhugavert og það er í dag. Að því sögðu þá eru það eflaust aðeins Englendingar sem hafa trú á að England geti unnið EM. 4. Portúgal Cristiano Ronaldo og félagar koma inn í mótið sem ríkjandi meistarar og hver veit nema þeir vinni það aftur. Portúgalska liðið er mun sterkara nú en það var í Frakklandi sumarið 2016 þó svo að Ronaldo sé nokkrum árum eldri. Hann missti af úrslitaleiknum í Frakklandi og vill eflaust bæta upp fyrir það. 5. Frakkland Ríkjandi heimsmeistarar eru aðeins í fimmta sæti á listanum. Didier Deschamps ákvað að stilla upp í 4-4-2 gegn Úkraínu í fyrstu umferð undankeppni HM 2022. Ssegja má að sú tilraun hafi einfaldlega ekki gengið upp en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Með Kylian Mbappé er þó allt mögulegt. 6. Spánn 7. Tyrkland 8. Ítalía 9. Danmörk 10. Sviss 11. Tékkland 12. Svíþjóð 13. Pólland 14. Austurríki 15. Wales 16. Úkraína 17. Króatía 18. Holland 19. Rússland 20. Skotland 21. Ungverjaland 22. Finnland 23. Slóvakía 24. Norður-Makedónía Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjá meira
Listinn er að sjálfsögðu til gamans gerður og margt getur auðvitað breyst frá deginum í dag og þangað til í sumar. Euro 2020 power rankings: breaking down the final 24. By @m_christenson https://t.co/M1BVY0r1GY— Guardian sport (@guardian_sport) March 26, 2021 1. Belgía Belgía er í fyrsta sæti listans. Gullkynslóð Belga er að renna út á tíma með að vinna til verðlauna á stórmóti. Liðið vann brons á HM í Rússlandi árið 2018 en nú er komið að því að taka gullið. Fjarvera Edens Hazard hafði lítil áhrif á liðið í öruggum 3-1 sigri gegn Wales í undankeppni HM á dögunum. Leikmannahópurinn er ógnarsterkur og Belgía hefur trónað á toppi heimslista FIFA undanfarin þrjú ár. Gullverðlaun á EM sumarið 2021 eru því meiri krafa heldur en óskhyggja. 2. Þýskaland Hvort 3-0 sigur Þýskalands gegn Íslandi hafi áhrif á valið er óvíst en það er ljóst að þýska liðið er til alls líklegt. Jogi Löw, þjálfari Þýskalands, sagði muninn á 6-0 tapinu gegn Spánverjum og svo 3-0 sigrinum á Íslandi aðallega vera ástríðuna á vellinum. Ef Þjóðverjar halda þessari sömu ástríðu sem og öllum sínum helstu mönnum heilum þá gæti vel verið að Löw endi feril sinn sem landsliðsþjálfari með bikar í hödnunum. 3. England Enska landsliðið hefur sjaldan verið jafn áhugavert og það er í dag. Að því sögðu þá eru það eflaust aðeins Englendingar sem hafa trú á að England geti unnið EM. 4. Portúgal Cristiano Ronaldo og félagar koma inn í mótið sem ríkjandi meistarar og hver veit nema þeir vinni það aftur. Portúgalska liðið er mun sterkara nú en það var í Frakklandi sumarið 2016 þó svo að Ronaldo sé nokkrum árum eldri. Hann missti af úrslitaleiknum í Frakklandi og vill eflaust bæta upp fyrir það. 5. Frakkland Ríkjandi heimsmeistarar eru aðeins í fimmta sæti á listanum. Didier Deschamps ákvað að stilla upp í 4-4-2 gegn Úkraínu í fyrstu umferð undankeppni HM 2022. Ssegja má að sú tilraun hafi einfaldlega ekki gengið upp en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Með Kylian Mbappé er þó allt mögulegt. 6. Spánn 7. Tyrkland 8. Ítalía 9. Danmörk 10. Sviss 11. Tékkland 12. Svíþjóð 13. Pólland 14. Austurríki 15. Wales 16. Úkraína 17. Króatía 18. Holland 19. Rússland 20. Skotland 21. Ungverjaland 22. Finnland 23. Slóvakía 24. Norður-Makedónía
6. Spánn 7. Tyrkland 8. Ítalía 9. Danmörk 10. Sviss 11. Tékkland 12. Svíþjóð 13. Pólland 14. Austurríki 15. Wales 16. Úkraína 17. Króatía 18. Holland 19. Rússland 20. Skotland 21. Ungverjaland 22. Finnland 23. Slóvakía 24. Norður-Makedónía
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjá meira