Páskahret Gígja Kjartansdóttir og Perla Hafþórsdóttir skrifa 29. mars 2021 08:01 Við þekkjum öll þá tilfinningu að gleðjast yfir því að loksins sé komið vor, að sjá brumið á trjánum og krókusa sem kíkja upp úr moldinni rétt fyrir páska. Við förum að sofa í góðri trú og vöknum í sólbjörtu húsi, hellum upp á kaffi og setjumst niður til að taka fyrsta sopann þegar ský dregur fyrir sólu og hríðskotahaglél tekur að lemja á gluggana. Það er ákveðinn skellur, vonbrigði jafnvel, veturinn er víst ekki alveg búinn. Ímyndum okkur svo að með kaffibollanum hafir þú kveikt á útvarpinu, nú glymja fréttirnar um eldhúsið þar sem varað er við voveiflegu veðri, rauð viðvörun og allir eiga að vera heima. Þú opnar fréttamiðla til þess að lesa þér betur til og þar sérðu að vissulega eigi allir að vera heima, allir nema þú. Þú þarft að mæta í vinnuna og takast á við veðurhaminn án hlífðarfatnaðar, allsnakinn. Þannig leið okkur eftir upplýsingafundinn þann 24. mars, okkur sem vinnum á leikskólum landsins. Fyrir rúmu ári hefði engan grunað að COVID-19 myndi knésetja heimsbyggðina og gjörbreyta daglegu lífi okkar. Raunin er sú að allt hefur breyst og við vitum ekki hvenær eða hvort við munum geta snúið aftur í eðlilegt horf. Framlínustarfsfólk hefur sýnt mikla seiglu og elju til þess að halda samfélaginu gangandi. Þó hefur einn hópur framlínustarfsfólks ítrekað orðið undir, starfsfólk leikskóla. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta hefur verið þungur róður fyrir alla, en við viljum vekja athygli á okkar skipsverjum. Í febrúar á síðastliðnu ári fór starfsfólk Eflingar í um það bil mánaðar langt verkfall sem lagðist þungt á alla sem það snerti. Þrátt fyrir launahækkun virðist álit almennings ekki hafa breyst og starfsfólk leikskólanna upplifir enn að starfið sé ekki metið að verðleikum, velferð starfsfólksins og barnanna skipti ekki máli og að raddir þeirra fjúki út í vindinn. Á upplýsingafundi miðvikudagsins vorum við hvergi nefnd á nafn og þegar stórar ákvarðanir eru teknar erum við aldrei spurð, álit okkar og þekking skiptir ekki máli, þetta eru skilaboðin sem við fáum trekk í trekk. Í meira en ár höfum við þurft að vera lausnamiðuð og þurft að vinna við aðstæður sem engan óraði fyrir. Fyrst þurftu stjórnendur að skipuleggja starfsemi skólanna í verkfalli. Strax í kjölfarið reið yfir heimsfaraldur sem hefur haft mikil áhrif á starfsemina, skipulagsbreytingar hafa ítrekað átt sér stað og við höfum látið þetta ganga. Bæta við kaffistofum, hólfaskipta húsum sem eru ómögulega til þess búin, taka á móti börnum í dyragættum, sótthreinsa hvern einasta snertiflöt, takmarka leikföng, þrífa þau leikföng sem eru í notkun og halda uppi faglegu starfi. Ofan á þetta þurfti að skipuleggja kærkomna styttingu vinnuvikunnar en þó án nokkurs fjármagns eða aukins mannafla. Álagið var nógu mikið áður en eftir allt þetta strit og púl má ætla að fleiri finni fyrir kulnun í starfi en nokkru sinni fyrr. Flestir leikskólakennarar geta sammælst um að starfið er afskaplega gefandi og að börnin gleðja hjörtu okkar á hverjum degi. Við berum hag æskunnar fyrir brjósti og reynum eftir bestu getu að halda uppi metnaðarfullu starfi. Þrátt fyrir þetta verðum við, starfsfólk leikskóla, að hugsa um okkar eigin heilsu, bæði andlega og líkamlega. Leikskólinn á að vera öruggt og nærandi umhverfi fyrir börnin en það verður sífellt erfiðara fyrir okkur að halda andliti þegar við mætum afar takmörkuðum skilningi. Skilaboðin sem við fáum eru misvísandi, við erum of mikilvæg til þess að hægt sé að loka en ekki nógu mikilvæg til að vera ofarlega í forgangsröð bólusetninga. Það er sárt að heyra að það séu ekki nein „sóttvarnarleg rök“ fyrir því að loka leikskólum tímabundið, hver sá sem vinnur á leikskóla sér að þetta hreinlega stenst ekki. Það sem aðgreinir leikskóla frá öðrum skólastigum er nándin milli nemenda og kennara, þar af leiðandi erum við útsettari fyrir smiti. Við sjáum ekki bara um að kenna börnunum og undirbúa þau fyrir lífið, heldur bregðum við okkur í hlutverk umönnunaraðila og sýnum þeim alúð og hlýju. Hugmyndin um fjarkennslu í leikskólum er afkáraleg og óraunhæf, þess vegna geta leikskólar ekki boðið upp á neitt annað en staðnám. Okkur er ráðlagt að halda okkur heima ef við finnum fyrir minnstu einkennum. Þá vill skynsemin hlýða því en samviskubitið nagar okkur að innan vegna þess að við vitum að álagið eykst í vinnunni um leið. Þeir sem eru í áhættuhópum standa frammi fyrir því að þurfa að ákveða hvort þeir ætli að mæta til vinnu og hætta á að smitast eða taka sér launalaust leyfi. Það þykir ekki eftirsóknarvert að verða leikskólakennari. Fáir sækja í námið, faglærðum einstaklingum fjölgar hægt og starfsmannavelta er mikil. Þessi þróun ætti ekki að koma neinum á óvart, því allir vita að launin eru lág og vinnan er krefjandi. Skólaganga íslenskra barna byrjar í leikskóla og samkvæmt aðalnámskrá leikskóla eiga kennarar að leggja traustan grunn með nemendum sínum sem þeir byggja svo ofan á í framtíðinni. Það má fullyrða að starfsfólk leikskóla gegni veigamiklu hlutverki í okkar samfélagi, það er einmitt þess vegna sem mörgum misbýður virðingar- og skilningsleysið sem við mætum á þessum tímum. „Svona er leikskólalífið, sættu þig við það,“ er setning sem flest starfsfólk leikskóla hefur heyrt á einhverjum tímapunkti á starfsferli sínum. Nógu lengi höfum við neyðst til að klöngrast áfram á eintómri jákvæðni og bjartsýni fyrir bágborin kjör og aðbúnað. Við munum halda áfram að starfa af natni og kostgæfni. Þess vegna langar okkur, fyrir hönd leikskólastarfsfólks landsins, að biðla til stjórnvalda að þau standi betur vörð um okkur til þess að við getum gert slíkt hið sama fyrir börnin okkar. Höfundar vinna á leikskóla í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Leikskólar Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll þá tilfinningu að gleðjast yfir því að loksins sé komið vor, að sjá brumið á trjánum og krókusa sem kíkja upp úr moldinni rétt fyrir páska. Við förum að sofa í góðri trú og vöknum í sólbjörtu húsi, hellum upp á kaffi og setjumst niður til að taka fyrsta sopann þegar ský dregur fyrir sólu og hríðskotahaglél tekur að lemja á gluggana. Það er ákveðinn skellur, vonbrigði jafnvel, veturinn er víst ekki alveg búinn. Ímyndum okkur svo að með kaffibollanum hafir þú kveikt á útvarpinu, nú glymja fréttirnar um eldhúsið þar sem varað er við voveiflegu veðri, rauð viðvörun og allir eiga að vera heima. Þú opnar fréttamiðla til þess að lesa þér betur til og þar sérðu að vissulega eigi allir að vera heima, allir nema þú. Þú þarft að mæta í vinnuna og takast á við veðurhaminn án hlífðarfatnaðar, allsnakinn. Þannig leið okkur eftir upplýsingafundinn þann 24. mars, okkur sem vinnum á leikskólum landsins. Fyrir rúmu ári hefði engan grunað að COVID-19 myndi knésetja heimsbyggðina og gjörbreyta daglegu lífi okkar. Raunin er sú að allt hefur breyst og við vitum ekki hvenær eða hvort við munum geta snúið aftur í eðlilegt horf. Framlínustarfsfólk hefur sýnt mikla seiglu og elju til þess að halda samfélaginu gangandi. Þó hefur einn hópur framlínustarfsfólks ítrekað orðið undir, starfsfólk leikskóla. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta hefur verið þungur róður fyrir alla, en við viljum vekja athygli á okkar skipsverjum. Í febrúar á síðastliðnu ári fór starfsfólk Eflingar í um það bil mánaðar langt verkfall sem lagðist þungt á alla sem það snerti. Þrátt fyrir launahækkun virðist álit almennings ekki hafa breyst og starfsfólk leikskólanna upplifir enn að starfið sé ekki metið að verðleikum, velferð starfsfólksins og barnanna skipti ekki máli og að raddir þeirra fjúki út í vindinn. Á upplýsingafundi miðvikudagsins vorum við hvergi nefnd á nafn og þegar stórar ákvarðanir eru teknar erum við aldrei spurð, álit okkar og þekking skiptir ekki máli, þetta eru skilaboðin sem við fáum trekk í trekk. Í meira en ár höfum við þurft að vera lausnamiðuð og þurft að vinna við aðstæður sem engan óraði fyrir. Fyrst þurftu stjórnendur að skipuleggja starfsemi skólanna í verkfalli. Strax í kjölfarið reið yfir heimsfaraldur sem hefur haft mikil áhrif á starfsemina, skipulagsbreytingar hafa ítrekað átt sér stað og við höfum látið þetta ganga. Bæta við kaffistofum, hólfaskipta húsum sem eru ómögulega til þess búin, taka á móti börnum í dyragættum, sótthreinsa hvern einasta snertiflöt, takmarka leikföng, þrífa þau leikföng sem eru í notkun og halda uppi faglegu starfi. Ofan á þetta þurfti að skipuleggja kærkomna styttingu vinnuvikunnar en þó án nokkurs fjármagns eða aukins mannafla. Álagið var nógu mikið áður en eftir allt þetta strit og púl má ætla að fleiri finni fyrir kulnun í starfi en nokkru sinni fyrr. Flestir leikskólakennarar geta sammælst um að starfið er afskaplega gefandi og að börnin gleðja hjörtu okkar á hverjum degi. Við berum hag æskunnar fyrir brjósti og reynum eftir bestu getu að halda uppi metnaðarfullu starfi. Þrátt fyrir þetta verðum við, starfsfólk leikskóla, að hugsa um okkar eigin heilsu, bæði andlega og líkamlega. Leikskólinn á að vera öruggt og nærandi umhverfi fyrir börnin en það verður sífellt erfiðara fyrir okkur að halda andliti þegar við mætum afar takmörkuðum skilningi. Skilaboðin sem við fáum eru misvísandi, við erum of mikilvæg til þess að hægt sé að loka en ekki nógu mikilvæg til að vera ofarlega í forgangsröð bólusetninga. Það er sárt að heyra að það séu ekki nein „sóttvarnarleg rök“ fyrir því að loka leikskólum tímabundið, hver sá sem vinnur á leikskóla sér að þetta hreinlega stenst ekki. Það sem aðgreinir leikskóla frá öðrum skólastigum er nándin milli nemenda og kennara, þar af leiðandi erum við útsettari fyrir smiti. Við sjáum ekki bara um að kenna börnunum og undirbúa þau fyrir lífið, heldur bregðum við okkur í hlutverk umönnunaraðila og sýnum þeim alúð og hlýju. Hugmyndin um fjarkennslu í leikskólum er afkáraleg og óraunhæf, þess vegna geta leikskólar ekki boðið upp á neitt annað en staðnám. Okkur er ráðlagt að halda okkur heima ef við finnum fyrir minnstu einkennum. Þá vill skynsemin hlýða því en samviskubitið nagar okkur að innan vegna þess að við vitum að álagið eykst í vinnunni um leið. Þeir sem eru í áhættuhópum standa frammi fyrir því að þurfa að ákveða hvort þeir ætli að mæta til vinnu og hætta á að smitast eða taka sér launalaust leyfi. Það þykir ekki eftirsóknarvert að verða leikskólakennari. Fáir sækja í námið, faglærðum einstaklingum fjölgar hægt og starfsmannavelta er mikil. Þessi þróun ætti ekki að koma neinum á óvart, því allir vita að launin eru lág og vinnan er krefjandi. Skólaganga íslenskra barna byrjar í leikskóla og samkvæmt aðalnámskrá leikskóla eiga kennarar að leggja traustan grunn með nemendum sínum sem þeir byggja svo ofan á í framtíðinni. Það má fullyrða að starfsfólk leikskóla gegni veigamiklu hlutverki í okkar samfélagi, það er einmitt þess vegna sem mörgum misbýður virðingar- og skilningsleysið sem við mætum á þessum tímum. „Svona er leikskólalífið, sættu þig við það,“ er setning sem flest starfsfólk leikskóla hefur heyrt á einhverjum tímapunkti á starfsferli sínum. Nógu lengi höfum við neyðst til að klöngrast áfram á eintómri jákvæðni og bjartsýni fyrir bágborin kjör og aðbúnað. Við munum halda áfram að starfa af natni og kostgæfni. Þess vegna langar okkur, fyrir hönd leikskólastarfsfólks landsins, að biðla til stjórnvalda að þau standi betur vörð um okkur til þess að við getum gert slíkt hið sama fyrir börnin okkar. Höfundar vinna á leikskóla í Reykjavík.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun