Ekki allt sem sýnist þó hraun virðist storknað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2021 20:55 Mynd sem ljósmyndari Vísis tók við gosstöðvarnar í kvöld. Lengst til hægri má sjá hvernig hraunið glóir enn þrátt fyrir að vera langt frá gígunum tveimur. Vísir/Vilhelm Svokallaðar hrauntjarnir, sem sjá má í hrauninu sem myndast hefur í gosinu í Geldingadölum, myndast vegna gríðarlegs hita hraunsins sem flæðir þar upp úr jörðinni. Náttúruvársérfræðingur bendir á að þó hraun virðist vera alveg storknað geti leynst sjóðheitt, fljótandi hraun undir og það beri að varast. Blaðamaður lagði leið sína að gosstöðvunum í dag og veitti því eftirtekt að úti í að því er virðist storknuðu hrauni, dágóðan spöl frá gígunum tveimur sem spúa í gríð og erg út hrauni, höfðu myndast einskonar pollar, þar sem glóandi hraun virtist hreinlega sjóða upp úr. Þrátt fyrir að allt um kring væri hraunið dökknað og virtist storknað. „Þetta er í raun bara út af hitanum. Þetta er 800 til 1200 gráðu heitt hraun. Þetta er eins og þegar þú kveikir undir potti og vatnið fer að sjóða þegar það er orðið hundrað gráðu heitt. Hraunið bubblar bara út af hitanum,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Hún segir hreyfingar sem þessar í hrauninu einnig geta stafað af því að gas sé að losna úr hrauninu. Hraun geti fyrirvaralaust brotist út „Þetta er alveg gríðarlegur hiti, og þó svo að hraunið virðist vera storknað ofan á þá er svo mikill massi undir. Hann storknar ekkert einn, tveir og tíu,“ segir Bryndís og bætir við að undir storknuðu hrauni geti verið göng þar sem fljótandi hraun fari enn í gegn. „Þess vegna er alltaf verið að tala um að vera ekki við hraunjaðarinn. Það er verið að tala um að hraun geti brotist fram þar. Þar er ekki verið að tala um að hraun leki ofan á hrauninu og á fólk, heldur getur hraunjaðarinn hreinlega brotnað. Það er eitthvað fyrir innan sem maður sér ekki, sem þrýstist bara út,“ segir Bryndís og segir dæmi um að flæðandi hraun skjótist fyrirvaralaust út úr hrauni sem virðist þó alveg steinrunnið. Því sé vissara að hafa varann á í umgengni við hraunið. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir „Gæti verið fyrsta skrefið í sameiningu gíganna í eina heild“ Eldfjallahópur Háskóla Íslands telur að gígarnir tveir muni brátt sameinast í einn. 28. mars 2021 13:58 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Náttúruvársérfræðingur bendir á að þó hraun virðist vera alveg storknað geti leynst sjóðheitt, fljótandi hraun undir og það beri að varast. Blaðamaður lagði leið sína að gosstöðvunum í dag og veitti því eftirtekt að úti í að því er virðist storknuðu hrauni, dágóðan spöl frá gígunum tveimur sem spúa í gríð og erg út hrauni, höfðu myndast einskonar pollar, þar sem glóandi hraun virtist hreinlega sjóða upp úr. Þrátt fyrir að allt um kring væri hraunið dökknað og virtist storknað. „Þetta er í raun bara út af hitanum. Þetta er 800 til 1200 gráðu heitt hraun. Þetta er eins og þegar þú kveikir undir potti og vatnið fer að sjóða þegar það er orðið hundrað gráðu heitt. Hraunið bubblar bara út af hitanum,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Hún segir hreyfingar sem þessar í hrauninu einnig geta stafað af því að gas sé að losna úr hrauninu. Hraun geti fyrirvaralaust brotist út „Þetta er alveg gríðarlegur hiti, og þó svo að hraunið virðist vera storknað ofan á þá er svo mikill massi undir. Hann storknar ekkert einn, tveir og tíu,“ segir Bryndís og bætir við að undir storknuðu hrauni geti verið göng þar sem fljótandi hraun fari enn í gegn. „Þess vegna er alltaf verið að tala um að vera ekki við hraunjaðarinn. Það er verið að tala um að hraun geti brotist fram þar. Þar er ekki verið að tala um að hraun leki ofan á hrauninu og á fólk, heldur getur hraunjaðarinn hreinlega brotnað. Það er eitthvað fyrir innan sem maður sér ekki, sem þrýstist bara út,“ segir Bryndís og segir dæmi um að flæðandi hraun skjótist fyrirvaralaust út úr hrauni sem virðist þó alveg steinrunnið. Því sé vissara að hafa varann á í umgengni við hraunið.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir „Gæti verið fyrsta skrefið í sameiningu gíganna í eina heild“ Eldfjallahópur Háskóla Íslands telur að gígarnir tveir muni brátt sameinast í einn. 28. mars 2021 13:58 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
„Gæti verið fyrsta skrefið í sameiningu gíganna í eina heild“ Eldfjallahópur Háskóla Íslands telur að gígarnir tveir muni brátt sameinast í einn. 28. mars 2021 13:58