Bandamaður Trump rannsakaður vegna mansals Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2021 23:14 Matt Gaetz, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída. Vísir/EPA Bandarískur fulltrúadeildarþingmaður og náinn bandamaður Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er sagður til rannsóknar vegna mansals. Hann er sagður grunaður um að greitt undir sautján ára gamla stúlku sem hann hafi átt í kynferðislegu sambandi við. Matt Gaetz er fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída. Hann var einn helsti haukurinn í horni Trump fyrrverandi forseta á Bandaríkjaþingi. New York Times segir að bandaríska dómsmálaráðuneytið hafi nokkrum mánuðum fyrir stjórnarskiptin í vetur hafið rannsókn á hvort að Gaetz hafi átt í kynferðislegu sambandi við sautján ára gamla stúlku og greitt fyrir að hún ferðaðist með honum. Þannig kunni Gaetz, sem er 38 ára gamall, að hafa gerst sekur um mansal. Alríkislög banna að einstaklingum undir átján ára aldri séu fengnir til að ferðast yfir ríkismörk til að stunda kynlíf í skiptum fyrir fjármuni eða önnur verðmæti. Bandaríska blaðið segir að ákærur fyrir slík brot séu oft gefnar út og þeir sem séu sakfelldir hljóti þunga fangelsisdóma. Rannsóknin er sögð tengjast umfangsmeiri rannsókn á pólitískum bandamanni Gaetz sem var ákærður fyrir mansal á barni og fyrir að halda uppi fólki fjárhagslega í skiptum fyrir kynlíf, þar á meðal stúlku undir lögaldri. Sjálfur heldur Gaetz því fram að rannsóknin sé hluti af fölskum ásökunum á hendur sér og fjárkúgun gegn sér og fjölskyldu sinni. Í röð tísta sakar hann fyrrverandi starfsmann dómsmálaráðuneytisins um að hafa hótað því að rústa mannorði hans nema Gaetz greiddi honum 25 milljónir dollara, jafnvirði hátt í 3,2 milljarða íslenskra króna. Hann sagði við New York Times að dómsmálaráðuneytið hefði tjáð lögmönnum hans að hann væri viðfangsefni rannsóknar en ekki skotmark hennar. „Mig grunar að einhver sé að reyna að endurskilgreina rausnarskap minn við fyrrverandi kærustur sem eitthvað óeðlilegra,“ sagði þingmaðurinn. Í viðtali við vefmiðilinn Axios sagðist Gaetz hafa sannarlega séð fyrir konum sem átti í ástarsambandi við. „Þú veist, ég hef greitt fyrir flugferðir, fyrir hótelherbergi. Ég hefur verið örlátur ástmaður. ÉG held að einhver sé að reyna að láta það virðast glæpsamlegt þegar það er það ekki í raun,“ sagði Gaetz, fullviss um að engin þeirra kvenna hefði verið undir lögaldri. Fréttir af rannsókninni eru kaldhæðnislegar í ljósi þess að fyrir innan við viku tísti Gaetz tillögu að nafni ef hann yrði sjálfur miðpunktur hneykslismáls. „Ég vil Gaetzgate,“ tísti Gaetz og vísaði til Watergate-hneykslisins en mörg hneykslismál hafa síðan verið kennd við „gate“. Deal. I want Gaetzgate. https://t.co/MB8sYjwJcT— Matt Gaetz (@mattgaetz) March 25, 2021 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Sjá meira
Matt Gaetz er fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída. Hann var einn helsti haukurinn í horni Trump fyrrverandi forseta á Bandaríkjaþingi. New York Times segir að bandaríska dómsmálaráðuneytið hafi nokkrum mánuðum fyrir stjórnarskiptin í vetur hafið rannsókn á hvort að Gaetz hafi átt í kynferðislegu sambandi við sautján ára gamla stúlku og greitt fyrir að hún ferðaðist með honum. Þannig kunni Gaetz, sem er 38 ára gamall, að hafa gerst sekur um mansal. Alríkislög banna að einstaklingum undir átján ára aldri séu fengnir til að ferðast yfir ríkismörk til að stunda kynlíf í skiptum fyrir fjármuni eða önnur verðmæti. Bandaríska blaðið segir að ákærur fyrir slík brot séu oft gefnar út og þeir sem séu sakfelldir hljóti þunga fangelsisdóma. Rannsóknin er sögð tengjast umfangsmeiri rannsókn á pólitískum bandamanni Gaetz sem var ákærður fyrir mansal á barni og fyrir að halda uppi fólki fjárhagslega í skiptum fyrir kynlíf, þar á meðal stúlku undir lögaldri. Sjálfur heldur Gaetz því fram að rannsóknin sé hluti af fölskum ásökunum á hendur sér og fjárkúgun gegn sér og fjölskyldu sinni. Í röð tísta sakar hann fyrrverandi starfsmann dómsmálaráðuneytisins um að hafa hótað því að rústa mannorði hans nema Gaetz greiddi honum 25 milljónir dollara, jafnvirði hátt í 3,2 milljarða íslenskra króna. Hann sagði við New York Times að dómsmálaráðuneytið hefði tjáð lögmönnum hans að hann væri viðfangsefni rannsóknar en ekki skotmark hennar. „Mig grunar að einhver sé að reyna að endurskilgreina rausnarskap minn við fyrrverandi kærustur sem eitthvað óeðlilegra,“ sagði þingmaðurinn. Í viðtali við vefmiðilinn Axios sagðist Gaetz hafa sannarlega séð fyrir konum sem átti í ástarsambandi við. „Þú veist, ég hef greitt fyrir flugferðir, fyrir hótelherbergi. Ég hefur verið örlátur ástmaður. ÉG held að einhver sé að reyna að láta það virðast glæpsamlegt þegar það er það ekki í raun,“ sagði Gaetz, fullviss um að engin þeirra kvenna hefði verið undir lögaldri. Fréttir af rannsókninni eru kaldhæðnislegar í ljósi þess að fyrir innan við viku tísti Gaetz tillögu að nafni ef hann yrði sjálfur miðpunktur hneykslismáls. „Ég vil Gaetzgate,“ tísti Gaetz og vísaði til Watergate-hneykslisins en mörg hneykslismál hafa síðan verið kennd við „gate“. Deal. I want Gaetzgate. https://t.co/MB8sYjwJcT— Matt Gaetz (@mattgaetz) March 25, 2021
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent