Lýsti því hvernig Floyd grátbað um að lífi hans yrði þyrmt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. mars 2021 08:55 Þessi mynd af George Floyd hangir fyrir utan dómshúsið í Minneapolis þar sem réttarhöldin fara fram. AP/Jim Mone Darnella Frazier, unglingsstúlkan sem tók myndband af George Floyd á meðan lögregluþjónninn Derek Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi hans með þeim afleiðingum að Floyd lést, segir að hann hafi grátbeðið um að lífi sínu yrði þyrmt. Myndband Fraziers vakti gríðarlega athygli þegar hún birti það á samfélagsmiðlum. Myndbandið fór víða og vakti ofbeldi Chauvins mikla reiði í Bandaríkjunum. Tugir milljóna mótmæltu á götum úti undir merkjum Black Lives Matter. Í gær bar Frazier vitni í réttarhöldunum gegn Chauvin sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi, manndráp og manndráp án ásetning. Hann neitar sök í málinu en á yfir höfði sér allt að fjörutíu ára fangelsi verði hann sakfelldur. „Þetta snýst um það sem hann hefði átt að gera“ Frazier lýsti samviskubiti sínu yfir því að hafa ekki gert meira og reynt að bjarga lífi Floyds. „Ég hef beðið George Floyd ítrekað afsökunar á því að hafa ekki gert meira,“ sagði Frazier en bætti svo við að þetta snerist samt ekki um hvað hún hefði átt að gera. „Þetta snýst um það sem hann hefði átt að gera,“ sagði hún og átti þar við Chauvin. Frazier kvaðst hafa byrjað að taka upp myndband vegna þess að Floyd hafi litið út fyrir að vera „dauðhræddur, grátbiðjandi um að lífi hans yrði þyrmt“. Hún hafi verið svo skelfingu lostin vegna þess sem hún sá að hún sagði litlu frænku sinni að fara inn í verslun nálægt vettvangnum svo hún myndi ekki sjá það sem væri að gerast. Þrýsti fastar niður Ákæruvaldið kallaði Frazier til sem vitni í málinu. Að því er segir í umfjöllun Guardian á vitnisburður Frazier að undirstrika þann málatilbúnað ákærenda að Chauvin hafi af illgirni haldið hné sínu á hálsi Floyds, jafnvel þegar ljóst var að sá síðarnefndi var ekki að streitast á móti handtöku og var í stöðugt meiri hættu vegna gjörða Chauvins. Fraizer sagði að Chauvin hefði ekki sleppt takinu á Floyd þrátt fyrir beiðnir frá fólki í kring. Hún sagði lögregluþjóninn hafa verið kaldan á svip, líkt og honum stæði á sama. Á einum tímapunkti hafi hann meira að segja sett meiri þrýsting á háls Floyds. Réttarhöldin halda áfram í dag en nánar má lesa um þau á vef Guardian, BBC og New York Times. Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Myndband Fraziers vakti gríðarlega athygli þegar hún birti það á samfélagsmiðlum. Myndbandið fór víða og vakti ofbeldi Chauvins mikla reiði í Bandaríkjunum. Tugir milljóna mótmæltu á götum úti undir merkjum Black Lives Matter. Í gær bar Frazier vitni í réttarhöldunum gegn Chauvin sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi, manndráp og manndráp án ásetning. Hann neitar sök í málinu en á yfir höfði sér allt að fjörutíu ára fangelsi verði hann sakfelldur. „Þetta snýst um það sem hann hefði átt að gera“ Frazier lýsti samviskubiti sínu yfir því að hafa ekki gert meira og reynt að bjarga lífi Floyds. „Ég hef beðið George Floyd ítrekað afsökunar á því að hafa ekki gert meira,“ sagði Frazier en bætti svo við að þetta snerist samt ekki um hvað hún hefði átt að gera. „Þetta snýst um það sem hann hefði átt að gera,“ sagði hún og átti þar við Chauvin. Frazier kvaðst hafa byrjað að taka upp myndband vegna þess að Floyd hafi litið út fyrir að vera „dauðhræddur, grátbiðjandi um að lífi hans yrði þyrmt“. Hún hafi verið svo skelfingu lostin vegna þess sem hún sá að hún sagði litlu frænku sinni að fara inn í verslun nálægt vettvangnum svo hún myndi ekki sjá það sem væri að gerast. Þrýsti fastar niður Ákæruvaldið kallaði Frazier til sem vitni í málinu. Að því er segir í umfjöllun Guardian á vitnisburður Frazier að undirstrika þann málatilbúnað ákærenda að Chauvin hafi af illgirni haldið hné sínu á hálsi Floyds, jafnvel þegar ljóst var að sá síðarnefndi var ekki að streitast á móti handtöku og var í stöðugt meiri hættu vegna gjörða Chauvins. Fraizer sagði að Chauvin hefði ekki sleppt takinu á Floyd þrátt fyrir beiðnir frá fólki í kring. Hún sagði lögregluþjóninn hafa verið kaldan á svip, líkt og honum stæði á sama. Á einum tímapunkti hafi hann meira að segja sett meiri þrýsting á háls Floyds. Réttarhöldin halda áfram í dag en nánar má lesa um þau á vef Guardian, BBC og New York Times.
Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira