Nýjasti leikmaður Lakers fór meiddur af velli eftir að tánöglin rifnaði af Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2021 14:15 Andre Drummond í baráttunni gegn Giannis Antetokounmpo í nótt. Kevork Djansezian/Getty Images Fyrsti leikur Andre Drummond fyrir Los Angeles Lakers endaði vægast sagt illa. Lakers tapaði 112-97 fyrir Milwaukee Bucks og Drummond lék ekkert í síðari hálfleik vegna meiðsla. Drummond gekk nýverið í raðir Lakers og var mikil spenna fyrir fyrsta leik hans fyrir félagið. Meistararnir þurftu nauðsynlega á hjálp að halda þar sem stórstjörnur liðsins – þeir Anthony Davis og LeBron James – eru báðar meiddar. Einnig átti Drummond að gefa Lakers mikilvæga hæð sem og gæði undir körfunni. Hann hafði ekki spilað síðan 12. febrúar og því var hann aldrei að fara spila allan leikinn í nótt. Hins vegar spilaði hann aðeins 14 mínútur vegna meiðsla sem hann varð fyrir í fyrsta leikhluta. Þá steig Brook Lopez – fyrrum leikmaður Lakers – á stóru tá hægri fótar Drummond. Hann ákvað að harka af sér og halda leik áfram en eftir að hann kom inn í hálfleik tók hann eftir því að tánöglin var einfaldlega farin af. Hann gat því ekki haldið leik áfram. „Ég pældi ekkert í þessu og hélt áfram að spila í öðru leikhluta þrátt fyrir að vera frekar illt. Í hálfleik skoðaði ég tána og sá að tánöglin var dottin af. Eftir það versnaði þetta hratt og ég gat hvorki labbað né hlaupið svo ég bað um að vera tekinn af velli,“ sagði Drummond í viðtali eftir leik. Eins og áður sagði eru meistararnir nú þegar án Davis og LeBron. Nú er ljóst að liðið verður einnig án Drummond í næstu leikjum. Lakers hefur tapað fimm af síðustu tíu leikjum sínum og er dottið niður í 4. sæti Vesturdeildarinnar með 30 sigra og 18 töp. Bæði Denver Nuggets og Portland Trail Blazers eru aðeins einum sigri frá því að jafna sigurhlutfall meistaranna og því gæti varið svo að Lakers verði komið niður í 6. sæti áður en langt um líður. Körfubolti NBA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Drummond gekk nýverið í raðir Lakers og var mikil spenna fyrir fyrsta leik hans fyrir félagið. Meistararnir þurftu nauðsynlega á hjálp að halda þar sem stórstjörnur liðsins – þeir Anthony Davis og LeBron James – eru báðar meiddar. Einnig átti Drummond að gefa Lakers mikilvæga hæð sem og gæði undir körfunni. Hann hafði ekki spilað síðan 12. febrúar og því var hann aldrei að fara spila allan leikinn í nótt. Hins vegar spilaði hann aðeins 14 mínútur vegna meiðsla sem hann varð fyrir í fyrsta leikhluta. Þá steig Brook Lopez – fyrrum leikmaður Lakers – á stóru tá hægri fótar Drummond. Hann ákvað að harka af sér og halda leik áfram en eftir að hann kom inn í hálfleik tók hann eftir því að tánöglin var einfaldlega farin af. Hann gat því ekki haldið leik áfram. „Ég pældi ekkert í þessu og hélt áfram að spila í öðru leikhluta þrátt fyrir að vera frekar illt. Í hálfleik skoðaði ég tána og sá að tánöglin var dottin af. Eftir það versnaði þetta hratt og ég gat hvorki labbað né hlaupið svo ég bað um að vera tekinn af velli,“ sagði Drummond í viðtali eftir leik. Eins og áður sagði eru meistararnir nú þegar án Davis og LeBron. Nú er ljóst að liðið verður einnig án Drummond í næstu leikjum. Lakers hefur tapað fimm af síðustu tíu leikjum sínum og er dottið niður í 4. sæti Vesturdeildarinnar með 30 sigra og 18 töp. Bæði Denver Nuggets og Portland Trail Blazers eru aðeins einum sigri frá því að jafna sigurhlutfall meistaranna og því gæti varið svo að Lakers verði komið niður í 6. sæti áður en langt um líður.
Körfubolti NBA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira