Floyd var dáinn þegar bráðaliðar komu á staðinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. apríl 2021 23:42 Réttarhöldin yfir Derek Chauvin hafa vakið upp mikil mótmæli að nýju. EPA-EFE/CRAIG LASSIG Tveir bráðaliðar, sem fóru á vettvang þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin banaði George Floyd, sögðu í vitnastúku í Minneapolis í dag að hvorki hafi fundist púls né andardráttur hjá Floyd þegar þeir mættu á vettvang. Réttarhöld yfir Chauvin, lögreglumanninum fyrrverandi sem sakaður er um að hafa orðið Floyd að bana, setanda nú yfir. Chauvin er sagður hafa valdið dauða Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur við handtöku í maí í fyrra. Seth Bravinder, bráðaliði, sagði að hann hafi beðið Chauvin að hætta að krjúpa á hálsi Floyd svo að hann gæti veitt honum skyndihjálp. Hann sagði að í fyrstu hafi útkallið sem barst ekki verið flokkað þannig að líf væri í hættu en það breyttist fljótt. Hann sagði að í fyrstu hafi hann haldið að lögreglumenn á vettvangi og Floyd tækjust á en þegar þeir hafi mætt á vettvang hafi fljótt komið í ljós að Floyd væri ekki með lífsmarki. „Ég reyndi að gefa honum annað tækifæri til að lifa lífinu“ Í myndbandsupptökum sem teknar voru á vettvangi sést Bravinder benda á Chauvin og sagði Bravinder að hann hafi þá verið að biðja Chauvin um að færa sig svo að hann „kæmist að sjúklingnum.“ Derek Smith, félagi Bravinders, staðfesti þetta og sagðist hafa athugað hvort hann gæti fundið púls hjá Floyd. „Til þess að vera alveg skýr þá hélt ég að hann væri dáinn,“ sagði Smith í dag. „Þegar ég mætti á vettvang var enginn að veita sjúklingnum læknisaðstoð,“ sagði Smith. Bráðaliðarnir lýstu því hvernig þeir færðu Floyd yfir á sjúkrabörur og inn í sjúkrabíl til þess að hefja fyrstu hjálp. Smith sagði að á einum tímapunkti hafi hann haldið að hann gæti séð rafvirkni frá hjarta Floyds og hann hafi í kjölfarið gefið honum raflost í von um að koma hjartanu aftur af stað. „Hann var manneskja og ég var að reyna að gefa honum annað tækifæri til að lifa lífinu,“ sagði Smith. Þá lýsti Bravinder því að á leiðinni á sjúkrahúsið hafi hann stöðvað sjúkrabílinn til að hjálpa Smith eftir að hjartalínurit sýndi að engin virkni væri í hjarta Floyds. Allar frekari tilraunir til endurlífgunar mistókust. Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Sýndu nýjar myndir af handtöku Floyds Ákæruvaldið í réttarhöldunum yfir Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumanninum sem ákærður hefur verið fyrir að hafa banað George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur, sýndi kviðdómi í gær myndbönd af handtöku og dauða Floyds sem tekin voru á búkmyndavélar lögreglumanna á vettvangi. 1. apríl 2021 07:59 Lýsti því hvernig Floyd grátbað um að lífi hans yrði þyrmt Darnella Frazier, unglingsstúlkan sem tók myndband af George Floyd á meðan lögregluþjónninn Derek Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi hans með þeim afleiðingum að Floyd lést, segir að hann hafi grátbeðið um að lífi sínu yrði þyrmt. 31. mars 2021 08:55 „Derek Chauvin sveik skjöld sinn“ Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur. 29. mars 2021 23:23 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Réttarhöld yfir Chauvin, lögreglumanninum fyrrverandi sem sakaður er um að hafa orðið Floyd að bana, setanda nú yfir. Chauvin er sagður hafa valdið dauða Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur við handtöku í maí í fyrra. Seth Bravinder, bráðaliði, sagði að hann hafi beðið Chauvin að hætta að krjúpa á hálsi Floyd svo að hann gæti veitt honum skyndihjálp. Hann sagði að í fyrstu hafi útkallið sem barst ekki verið flokkað þannig að líf væri í hættu en það breyttist fljótt. Hann sagði að í fyrstu hafi hann haldið að lögreglumenn á vettvangi og Floyd tækjust á en þegar þeir hafi mætt á vettvang hafi fljótt komið í ljós að Floyd væri ekki með lífsmarki. „Ég reyndi að gefa honum annað tækifæri til að lifa lífinu“ Í myndbandsupptökum sem teknar voru á vettvangi sést Bravinder benda á Chauvin og sagði Bravinder að hann hafi þá verið að biðja Chauvin um að færa sig svo að hann „kæmist að sjúklingnum.“ Derek Smith, félagi Bravinders, staðfesti þetta og sagðist hafa athugað hvort hann gæti fundið púls hjá Floyd. „Til þess að vera alveg skýr þá hélt ég að hann væri dáinn,“ sagði Smith í dag. „Þegar ég mætti á vettvang var enginn að veita sjúklingnum læknisaðstoð,“ sagði Smith. Bráðaliðarnir lýstu því hvernig þeir færðu Floyd yfir á sjúkrabörur og inn í sjúkrabíl til þess að hefja fyrstu hjálp. Smith sagði að á einum tímapunkti hafi hann haldið að hann gæti séð rafvirkni frá hjarta Floyds og hann hafi í kjölfarið gefið honum raflost í von um að koma hjartanu aftur af stað. „Hann var manneskja og ég var að reyna að gefa honum annað tækifæri til að lifa lífinu,“ sagði Smith. Þá lýsti Bravinder því að á leiðinni á sjúkrahúsið hafi hann stöðvað sjúkrabílinn til að hjálpa Smith eftir að hjartalínurit sýndi að engin virkni væri í hjarta Floyds. Allar frekari tilraunir til endurlífgunar mistókust.
Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Sýndu nýjar myndir af handtöku Floyds Ákæruvaldið í réttarhöldunum yfir Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumanninum sem ákærður hefur verið fyrir að hafa banað George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur, sýndi kviðdómi í gær myndbönd af handtöku og dauða Floyds sem tekin voru á búkmyndavélar lögreglumanna á vettvangi. 1. apríl 2021 07:59 Lýsti því hvernig Floyd grátbað um að lífi hans yrði þyrmt Darnella Frazier, unglingsstúlkan sem tók myndband af George Floyd á meðan lögregluþjónninn Derek Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi hans með þeim afleiðingum að Floyd lést, segir að hann hafi grátbeðið um að lífi sínu yrði þyrmt. 31. mars 2021 08:55 „Derek Chauvin sveik skjöld sinn“ Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur. 29. mars 2021 23:23 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Sýndu nýjar myndir af handtöku Floyds Ákæruvaldið í réttarhöldunum yfir Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumanninum sem ákærður hefur verið fyrir að hafa banað George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur, sýndi kviðdómi í gær myndbönd af handtöku og dauða Floyds sem tekin voru á búkmyndavélar lögreglumanna á vettvangi. 1. apríl 2021 07:59
Lýsti því hvernig Floyd grátbað um að lífi hans yrði þyrmt Darnella Frazier, unglingsstúlkan sem tók myndband af George Floyd á meðan lögregluþjónninn Derek Chauvin þrýsti hné sínu að hálsi hans með þeim afleiðingum að Floyd lést, segir að hann hafi grátbeðið um að lífi sínu yrði þyrmt. 31. mars 2021 08:55
„Derek Chauvin sveik skjöld sinn“ Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur. 29. mars 2021 23:23