Jazz setti félagsmet, Suns sjóðandi, Giannis geggjaður og Kuzma skaut Kings í kaf Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. apríl 2021 10:16 Utah Jazz setti félagsmet í nótt og Donovan Mitchell var stigahæstur að venju. Alex Goodlett/Getty Images Alls fóru tíu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og það er af nægu að taka. Utah Jazz vann 21. heimaleik sinn í röð er liðið lagði Chicago Bulls, 113-106. Phoenix Suns valtaði yfir Oklahoma City Thunder, 140-103, Los Angeles Lakers vann Sacramento Kings 115-94 og Milwaukee Bucks lagði Portland Trail Blazers 127-109. Þá vann Toronto Raptors sögulegan sigur á Golden State Warriors í nótt. Lokatölur þar 130-77 í hreint út sagt ótrúlegum leik. Meira um það hér að neðan. Giannis Antetokounmpo reyndist munurinn á Bucks og Trail Blazers í nótt. Gríska undrið skoraði 47 af 127 stigum Bucks í leiknum. Þá tók hann tólf fráköst, átti þrjú blokk og gaf tvær stoðsendingar. Er þetta í annað sinn á leiktíðinni sem hann skorar 47 stig í leik en hann hefur ekki enn skorað meira í einum og sama leiknum. Giannis skaut 85 prósent af vellinum og er aðeins þriðji leikmaður í sögu NBA-deildarinnar til að skora meira en 45 stig í leik og hitta samt úr 85 prósent skota sinna eða meira. Every bucket from Giannis tonight:47 PTS | 12 REB | 18/21 FG | 3 BLK | 2 STL pic.twitter.com/qyz1qhNeZ0— Milwaukee Bucks (@Bucks) April 3, 2021 Milwaukee Bucks unnu á endanum leikinn með 18 stiga mun, 127-109. Jrue Holiday var næst stigahæstur í liði Bucks með 22 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Þar á eftir kom Khris Middleton með 20 stig, átta stoðsendingar og sjö fráköst. Hjá Portland var Damian Lillard með 32 stig ásamt því að gefa fimm stoðsendingar. Utah Jazz vann sjö stiga sigur á Chicago Bulls, 113-106, og þar með 21. heimaleikinn í röð sem er met á þeim bænum. Sigurinn virtist ætla að verða mun stærri en Bulls beit frá sér í síðasta fjórðung leiksins. Donovan Mitchell var að venju stigahæstur hjá Utah með 26 stig. Rudy Gobert skoraði 19 ásamt því að taka 13 fráköst. Hjá Bulls var Theddeus Young stigahæstur með 25 stig. Franchise-record 21 home games won in a row for the @utahjazz! @spidadmitchell: 26 PTS, 5 AST pic.twitter.com/1NG0fWeJS3— NBA (@NBA) April 3, 2021 Phoenix Suns vann 37 stiga sigur á Oklahoma City Thunder. Leikurinn var svo gott sem búinn í fyrsta leikhluta en Suns vann hann með 30 stiga mun. Lokatölur á endanum 140-103. Devin Booker skoraði 32 stig fyrir Suns á meðan gamla brýnið Chris Paul skoraði 17 stig og gaf 17 stoðsendingar. Théo Maledon í liði OKC var hins vegar stigahæstur allra á vellinum með 33 stig. @DevinBook scores 32 PTS and the @Suns notch their for 5th straight victory! #WeAreTheValley pic.twitter.com/fGTPN3HWii— NBA (@NBA) April 3, 2021 Los Angeles Lakers eru nú á ferðalagi þar sem þeir leika sjö útileiki í röð. Þeir hófu ferðalagið á sigri en meistararnir lögðu Sacramento Kings með 21 stigs mun í nótt, lokatölur 115-94. Kyle Kuzma var frábær í liði Lakers og skoraði 30 stig. Þar á eftir kom Dennis Schröder með 17 stig og átta stoðsendingar. Hinn tvítugi Talen Horton-Tucker splæsti svo í 14 stig á þeim 22 mínútum sem hann spilaði. Hjá Kings var Harrison Barnes stigahæstur. @kylekuzma pours in a season-high 30 in the @Lakers road W! #LakeShow pic.twitter.com/Zy0TmpSzdO— NBA (@NBA) April 3, 2021 Önnur úrslit í nótt New York Knicks 86-99 Dallas MavericksBoston Celtics 118-102 Houston Rockets Indiana Pacers 97-114 Charlotte Hornets Memphis Grizzlies 120-108 Minnesota Timberwolves New Orleans Pelicans 103-126 Atalanta Hawks Hér má finna stöðuna í deildinni. Brooklyn Nets eru sem fyrr á toppi Austurdeildarinnar á meðan Giannis og félagar eru í 3. sæti. Í Vesturdeildinni eru Jazz sem fyrr á toppnum, Suns í 2. sæti á meðan Los Angeles-liðin koma þar á eftir. Körfubolti NBA Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Utah Jazz vann 21. heimaleik sinn í röð er liðið lagði Chicago Bulls, 113-106. Phoenix Suns valtaði yfir Oklahoma City Thunder, 140-103, Los Angeles Lakers vann Sacramento Kings 115-94 og Milwaukee Bucks lagði Portland Trail Blazers 127-109. Þá vann Toronto Raptors sögulegan sigur á Golden State Warriors í nótt. Lokatölur þar 130-77 í hreint út sagt ótrúlegum leik. Meira um það hér að neðan. Giannis Antetokounmpo reyndist munurinn á Bucks og Trail Blazers í nótt. Gríska undrið skoraði 47 af 127 stigum Bucks í leiknum. Þá tók hann tólf fráköst, átti þrjú blokk og gaf tvær stoðsendingar. Er þetta í annað sinn á leiktíðinni sem hann skorar 47 stig í leik en hann hefur ekki enn skorað meira í einum og sama leiknum. Giannis skaut 85 prósent af vellinum og er aðeins þriðji leikmaður í sögu NBA-deildarinnar til að skora meira en 45 stig í leik og hitta samt úr 85 prósent skota sinna eða meira. Every bucket from Giannis tonight:47 PTS | 12 REB | 18/21 FG | 3 BLK | 2 STL pic.twitter.com/qyz1qhNeZ0— Milwaukee Bucks (@Bucks) April 3, 2021 Milwaukee Bucks unnu á endanum leikinn með 18 stiga mun, 127-109. Jrue Holiday var næst stigahæstur í liði Bucks með 22 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Þar á eftir kom Khris Middleton með 20 stig, átta stoðsendingar og sjö fráköst. Hjá Portland var Damian Lillard með 32 stig ásamt því að gefa fimm stoðsendingar. Utah Jazz vann sjö stiga sigur á Chicago Bulls, 113-106, og þar með 21. heimaleikinn í röð sem er met á þeim bænum. Sigurinn virtist ætla að verða mun stærri en Bulls beit frá sér í síðasta fjórðung leiksins. Donovan Mitchell var að venju stigahæstur hjá Utah með 26 stig. Rudy Gobert skoraði 19 ásamt því að taka 13 fráköst. Hjá Bulls var Theddeus Young stigahæstur með 25 stig. Franchise-record 21 home games won in a row for the @utahjazz! @spidadmitchell: 26 PTS, 5 AST pic.twitter.com/1NG0fWeJS3— NBA (@NBA) April 3, 2021 Phoenix Suns vann 37 stiga sigur á Oklahoma City Thunder. Leikurinn var svo gott sem búinn í fyrsta leikhluta en Suns vann hann með 30 stiga mun. Lokatölur á endanum 140-103. Devin Booker skoraði 32 stig fyrir Suns á meðan gamla brýnið Chris Paul skoraði 17 stig og gaf 17 stoðsendingar. Théo Maledon í liði OKC var hins vegar stigahæstur allra á vellinum með 33 stig. @DevinBook scores 32 PTS and the @Suns notch their for 5th straight victory! #WeAreTheValley pic.twitter.com/fGTPN3HWii— NBA (@NBA) April 3, 2021 Los Angeles Lakers eru nú á ferðalagi þar sem þeir leika sjö útileiki í röð. Þeir hófu ferðalagið á sigri en meistararnir lögðu Sacramento Kings með 21 stigs mun í nótt, lokatölur 115-94. Kyle Kuzma var frábær í liði Lakers og skoraði 30 stig. Þar á eftir kom Dennis Schröder með 17 stig og átta stoðsendingar. Hinn tvítugi Talen Horton-Tucker splæsti svo í 14 stig á þeim 22 mínútum sem hann spilaði. Hjá Kings var Harrison Barnes stigahæstur. @kylekuzma pours in a season-high 30 in the @Lakers road W! #LakeShow pic.twitter.com/Zy0TmpSzdO— NBA (@NBA) April 3, 2021 Önnur úrslit í nótt New York Knicks 86-99 Dallas MavericksBoston Celtics 118-102 Houston Rockets Indiana Pacers 97-114 Charlotte Hornets Memphis Grizzlies 120-108 Minnesota Timberwolves New Orleans Pelicans 103-126 Atalanta Hawks Hér má finna stöðuna í deildinni. Brooklyn Nets eru sem fyrr á toppi Austurdeildarinnar á meðan Giannis og félagar eru í 3. sæti. Í Vesturdeildinni eru Jazz sem fyrr á toppnum, Suns í 2. sæti á meðan Los Angeles-liðin koma þar á eftir.
Körfubolti NBA Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira