Kyrie keyrði Knicks í kaf og Mavericks lagði topplið Jazz Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. apríl 2021 07:30 Kyrie Irving skoraði 40 stig er Brooklyn Nets vann nauman sigur á New York Knicks í borgarslag New York-borgar. Al Bello/Getty Images Sjö leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Brooklyn Nets vann New York Knicks í slagnum um New York, 114-112, þökk sé ótrúlegum leik Kyrie Irving. Julius Randle var með þrefalda tvennu í liði New York. Þá lagði Dallas Mavericks lagði topplið deildarinnar Utah Jazz, 111-103, þökk sé frábærum leik Luka Dončić. James Harden sneri aftur í byrjunarlið Nets eftir að hafa misst af síðustu tveimur leikjum. Hann entist aðeins í rúmar fjórar mínútur og Nets því án Harden og Kevins Durant í leik næturinnar. Kyrie Irving, þriðja ofurstjarna liðsins, var hins vegar með og setti liðið einfaldlega á sínar herðar þegar allt var undir. Knicks byrjuðu leikinn reyndar betur og voru tíu stigum yfir í hálfleik. Í síðari hálfleik fór Kyrie að hitna og komst Nets í kjölfarið inn í leikinn. Fjórði og síðasti leikhluti leiksins var svo æsispennandi en þegar 25 sekúndur voru eftir af leiknum var staðan jöfn 112-112. Nets náðu langri sókn þar sem brotið var á Jeff Green. Hann setti bæði vítaskotin niður og staðan 114-112 fyrir Nets þegar 3.7 sekúndur voru til leiksloka. Julius Randle átti möguleika á að jafna metin fyrir Knicks en sniðskot hans geigaði og Nets vann borgarslaginn, lokatölur 114-112. Kyrie Irving skoraði 40 stig í leiknum ásamt því að gefa sjö stoðsendingar. Þar á eftir kom maðurinn sem tryggði sigurinn, Jeff Green, með 23 stig. Þó Randle hafi ekki verið stigahæstur hjá Knicks þá var hann þeirra besti maður í nótt. Hann endaði með þrefalda tvennu en hann skoraði 19 stig, tók 15 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. RJ Barrett var hins vegar stigahæstur með 22 stig. Kyrie drops 40 Tough bucket after tough bucket for @KyrieIrving in the @BrooklynNets win. pic.twitter.com/vnhW3pNrKj— NBA (@NBA) April 6, 2021 Topplið NBA-deildarinnar sótti Luka Dončić og félaga í Dallas Mavericks heim. Undir lok fyrsta leikhluta tóku heimamenn völdin og neituðu einfaldlega að gefa hana upp á bátinn. Staðan í hálfleik 50-42 Dallas í vil sem áttu eftir að gera enn betur í þriðja leikhluta. Staðan að honum loknum var 87-69 en Dončić skoraði 16 stig í leikhlutanum. Utah klóraði í bakkann í fjórða leikhluta en var í raun aldrei nálægt því að vinna leikinn, lokatölur í Dallas 111-103 heimamönnum í vil. Það ætti ekki að koma á óvart að Dončić hafi endaði stigahæstur í liði Dallas en það gæti komið á óvart að hann einnig flestar stoðsendingar og tók flest fráköst. Slóveninn skoraði 31 stig, gaf átta stoðsendingar og tók níu fráköst. Dorian Finney-Smith kom þar á eftir með 23 stig. @luka7doncic (31 PTS, 9 REB, 8 AST) leads the @dallasmavs to 5 straight wins! pic.twitter.com/cmmt4DlE61— NBA (@NBA) April 6, 2021 Hjá Utah var Mike Conley Jr. stigahæstur með 28 stig ásamt því að gefa sjö stoðsendingar. Rudy Gobert var með tvöfalda tvennu en hann skoraði 14 stig og tók 15 fráköst. Phoenix Suns heldur áfram að gera það gott þó liðið hafi aðeins rétt svo unnið Houston Rockets í nótt, 133-130 lokatölur þar. Var þetta sjötti sigur Suns í röð en liðið hefur nú unnið 27 af síðustu 33 leikjum sínum. Devin Booker fór mikinn að venju og skoraði 36 stig á meðan Chris Paul skoraði 19 og gaf 11 stoðsendingar 36 PTS for @DevinBook.18 in the 4th quarter. 27 PTS for @DeandreAyton.11 boards, 2 blocks. 6 straight for the @Suns.27-6 in last 33 games. pic.twitter.com/2KZ1eiQXdW— NBA (@NBA) April 6, 2021 Önnur úrslit Minnesota Timberwolves 116-106 Sacramento Kings Oklahoma City Thunder 108-132 Detroit Pistons San Antonio Spurs 101-125 Cleveland Cavaliers Toronto Raptors 103-101 Washington Wizards NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira
Þá lagði Dallas Mavericks lagði topplið deildarinnar Utah Jazz, 111-103, þökk sé frábærum leik Luka Dončić. James Harden sneri aftur í byrjunarlið Nets eftir að hafa misst af síðustu tveimur leikjum. Hann entist aðeins í rúmar fjórar mínútur og Nets því án Harden og Kevins Durant í leik næturinnar. Kyrie Irving, þriðja ofurstjarna liðsins, var hins vegar með og setti liðið einfaldlega á sínar herðar þegar allt var undir. Knicks byrjuðu leikinn reyndar betur og voru tíu stigum yfir í hálfleik. Í síðari hálfleik fór Kyrie að hitna og komst Nets í kjölfarið inn í leikinn. Fjórði og síðasti leikhluti leiksins var svo æsispennandi en þegar 25 sekúndur voru eftir af leiknum var staðan jöfn 112-112. Nets náðu langri sókn þar sem brotið var á Jeff Green. Hann setti bæði vítaskotin niður og staðan 114-112 fyrir Nets þegar 3.7 sekúndur voru til leiksloka. Julius Randle átti möguleika á að jafna metin fyrir Knicks en sniðskot hans geigaði og Nets vann borgarslaginn, lokatölur 114-112. Kyrie Irving skoraði 40 stig í leiknum ásamt því að gefa sjö stoðsendingar. Þar á eftir kom maðurinn sem tryggði sigurinn, Jeff Green, með 23 stig. Þó Randle hafi ekki verið stigahæstur hjá Knicks þá var hann þeirra besti maður í nótt. Hann endaði með þrefalda tvennu en hann skoraði 19 stig, tók 15 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. RJ Barrett var hins vegar stigahæstur með 22 stig. Kyrie drops 40 Tough bucket after tough bucket for @KyrieIrving in the @BrooklynNets win. pic.twitter.com/vnhW3pNrKj— NBA (@NBA) April 6, 2021 Topplið NBA-deildarinnar sótti Luka Dončić og félaga í Dallas Mavericks heim. Undir lok fyrsta leikhluta tóku heimamenn völdin og neituðu einfaldlega að gefa hana upp á bátinn. Staðan í hálfleik 50-42 Dallas í vil sem áttu eftir að gera enn betur í þriðja leikhluta. Staðan að honum loknum var 87-69 en Dončić skoraði 16 stig í leikhlutanum. Utah klóraði í bakkann í fjórða leikhluta en var í raun aldrei nálægt því að vinna leikinn, lokatölur í Dallas 111-103 heimamönnum í vil. Það ætti ekki að koma á óvart að Dončić hafi endaði stigahæstur í liði Dallas en það gæti komið á óvart að hann einnig flestar stoðsendingar og tók flest fráköst. Slóveninn skoraði 31 stig, gaf átta stoðsendingar og tók níu fráköst. Dorian Finney-Smith kom þar á eftir með 23 stig. @luka7doncic (31 PTS, 9 REB, 8 AST) leads the @dallasmavs to 5 straight wins! pic.twitter.com/cmmt4DlE61— NBA (@NBA) April 6, 2021 Hjá Utah var Mike Conley Jr. stigahæstur með 28 stig ásamt því að gefa sjö stoðsendingar. Rudy Gobert var með tvöfalda tvennu en hann skoraði 14 stig og tók 15 fráköst. Phoenix Suns heldur áfram að gera það gott þó liðið hafi aðeins rétt svo unnið Houston Rockets í nótt, 133-130 lokatölur þar. Var þetta sjötti sigur Suns í röð en liðið hefur nú unnið 27 af síðustu 33 leikjum sínum. Devin Booker fór mikinn að venju og skoraði 36 stig á meðan Chris Paul skoraði 19 og gaf 11 stoðsendingar 36 PTS for @DevinBook.18 in the 4th quarter. 27 PTS for @DeandreAyton.11 boards, 2 blocks. 6 straight for the @Suns.27-6 in last 33 games. pic.twitter.com/2KZ1eiQXdW— NBA (@NBA) April 6, 2021 Önnur úrslit Minnesota Timberwolves 116-106 Sacramento Kings Oklahoma City Thunder 108-132 Detroit Pistons San Antonio Spurs 101-125 Cleveland Cavaliers Toronto Raptors 103-101 Washington Wizards NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira