NBA dagsins: Utah ekki skorað minna í tvo mánuði og tapaði í fyrsta sinn í tíu leikjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2021 16:17 Luka Doncic og félagar í Dallas Mavericks unnu besta lið NBA-deildarinnar, Utah Jazz, á heimavelli í nótt. getty/Ronald Martinez Dallas Mavericks stöðvaði níu leikja sigurgöngu Utah Jazz þegar liðin mættust í NBA-deildinni í nótt. Þetta var fimmti sigur Dallas í röð. Eins og svo oft áður var Kristaps Porzingis fjarri góðu gamni hjá Dallas vegna meiðsla en það kom ekki að sök. Luka Doncic fór fyrir Dallas-liðinu með 31 stigi, níu fráköstum og átta stoðsendingum. Jalen Brunson og Tim Hardaway yngri skoruðu samtals 36 stig af bekknum, Dorian Finney-Smith skilaði 23 stigum og Josh Richardson skoraði sautján stig og hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum. Dallas var með frábæra 46,9 prósenta nýtingu í þriggja stiga skotum á meðan þriggja stiga nýting Utah var aðeins 27,3 prósent. Utah, sem er þriðja besta sóknarlið NBA samkvæmt tölfræðinni, skoraði aðeins 103 stig og helstu skyttur liðsins fundu sig ekki. Donovan Mitchell hitti til að mynda aðeins úr sex af 23 skotum sínum. Utah hefur ekki skorað jafn lítið í leik í tvo mánuði. Leikstjórnandinn Mike Conley stóð upp úr í liði Utah með 28 stig og sjö stoðsendingar. Utah er enn á toppi Vesturdeildarinnar en Dallas er í 7. sæti hennar. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leikjum Dallas og Utah, Brooklyn Nets og New York Knicks og Toronto Raptors og Washington Wizards auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 6. apríl NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Sjá meira
Eins og svo oft áður var Kristaps Porzingis fjarri góðu gamni hjá Dallas vegna meiðsla en það kom ekki að sök. Luka Doncic fór fyrir Dallas-liðinu með 31 stigi, níu fráköstum og átta stoðsendingum. Jalen Brunson og Tim Hardaway yngri skoruðu samtals 36 stig af bekknum, Dorian Finney-Smith skilaði 23 stigum og Josh Richardson skoraði sautján stig og hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum. Dallas var með frábæra 46,9 prósenta nýtingu í þriggja stiga skotum á meðan þriggja stiga nýting Utah var aðeins 27,3 prósent. Utah, sem er þriðja besta sóknarlið NBA samkvæmt tölfræðinni, skoraði aðeins 103 stig og helstu skyttur liðsins fundu sig ekki. Donovan Mitchell hitti til að mynda aðeins úr sex af 23 skotum sínum. Utah hefur ekki skorað jafn lítið í leik í tvo mánuði. Leikstjórnandinn Mike Conley stóð upp úr í liði Utah með 28 stig og sjö stoðsendingar. Utah er enn á toppi Vesturdeildarinnar en Dallas er í 7. sæti hennar. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leikjum Dallas og Utah, Brooklyn Nets og New York Knicks og Toronto Raptors og Washington Wizards auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 6. apríl NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Sjá meira