Slæmt ef pólitískur ágreiningur ríkir um nauðsynlegar aðgerðir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. apríl 2021 12:24 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Mál sóttvarnarhótela er nú meðferðar í Landsrétti og von er á niðurstöðu í fyrsta lagi síðdegis í dag. Óeining er um næstu skref innan þingsins en þingmaður Viðreisnar segir skorta upplýsingar um nauðsyn aðgerðanna. Samkvæmt upplýsingum frá Landsrétti er málið nú til meðferðar og frestur til þess að skila greinargerðum rennur út klukkan þrjú í dag. Þrír dómarar munu síðan kveða upp úrskurð og talið er að það verði í fyrsta lagi síðdegis í dag. Skyldudvöl fólks á sóttkvíarhóteli er ólögmæt og reglugerð heilbrigðisráðherra sem kveður á um hana skortir lagastoð samkvæmt úrskurði héraðsdóms sem var kærður til Landsréttar. Sóttvarnarlæknir skoraði í gær á stjórnvöld að treysta lagagrundvöll aðgerðanna. Þórólfur Guðnason segist nú bíða niðurstöðunnar og að næstu skref markist af henni. „Ef sú niðurstaða verður á sama veg þurfum við að sjá hvort við getum sniðið reglugerðir og aðgerðir að þeim lagaramma sem er fyrir hendi, ef ekki er vilji til þess að breyta honum,“ segir Þórólfur. Sóttvarnaraðgerðir á landamærunum eru til meðferðar í Landsrétti í dag.vísir/Vilhelm Hann segir ekki tímabært að gefa upp hvað gæti falist í því. „Það þarf að skoða alla möguleika innan þess lagaramma sem fyrir er en það er ríkisstjórnarinnar að taka endanlega ákvörðun. Ég er svona að hugleiða mínar næstu tillögur í því,“ segir hann. Ekki er eining á þingi um næstu skref og skiptar skoðanir eru bæði meðal þingmanna meiri- og minnihluta. Þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokks hafa sagst ekki munu samþykkja frumvarp þess efnis og Píratar hafa einnig sagst vilja skoða aðrar leiðir. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í velferðarnefnd, sem fjallaði um málið í gær, segir nefndina hafa óskað eftir frekari gögnum. „Það er að segja gögnin sem varða setningu þessarar reglugerðar og þær upplýsingar sem liggja þar undir, sem sýna fram á þörfina fyrir að grípa til svona íþyngjandi aðgerða en ekki annarra aðgerða sem eru minna íþyngjandi en gætu náð sömu markmiðum,“ segir Hanna og bætir við að nú þurfi að bíða niðurstöðu Landsréttar. „Ef hann staðfestir úrskurðinn ímynda ég mér að næsta skref verði að heilbrigðisráðherra leggi fram frumvarp til breytinga á lögum og þá hljóta þessar upplýsingar að vera það sem slík breyting grundvallast á,“ segir Hanna. Þórólfur segir ekki gott ef samstaða um sóttvarnaraðgerðir brestur í pólitíkinni. „Mér finnst það nú bara frekar slæmt ef það er pólitískur ágreiningur um þær sóttvarnir sem við erum að reyna grípa til. Ef það er pólitískur ágreinigur um heimildirnar til þess að grípa til þeirra sóttvarnaráðstafana sem við teljum að þurfi til þess að lágmarka áhættuna af frekara smiti,“ segir hann. „Við höfum verið að biðla til allra að sýna samstöðu, bæði á pólitíska sviðinu og eins bara til almennings. Og það er ekki gott ef það fer eitthvað að bresta í pólitíkinni,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Landsrétti er málið nú til meðferðar og frestur til þess að skila greinargerðum rennur út klukkan þrjú í dag. Þrír dómarar munu síðan kveða upp úrskurð og talið er að það verði í fyrsta lagi síðdegis í dag. Skyldudvöl fólks á sóttkvíarhóteli er ólögmæt og reglugerð heilbrigðisráðherra sem kveður á um hana skortir lagastoð samkvæmt úrskurði héraðsdóms sem var kærður til Landsréttar. Sóttvarnarlæknir skoraði í gær á stjórnvöld að treysta lagagrundvöll aðgerðanna. Þórólfur Guðnason segist nú bíða niðurstöðunnar og að næstu skref markist af henni. „Ef sú niðurstaða verður á sama veg þurfum við að sjá hvort við getum sniðið reglugerðir og aðgerðir að þeim lagaramma sem er fyrir hendi, ef ekki er vilji til þess að breyta honum,“ segir Þórólfur. Sóttvarnaraðgerðir á landamærunum eru til meðferðar í Landsrétti í dag.vísir/Vilhelm Hann segir ekki tímabært að gefa upp hvað gæti falist í því. „Það þarf að skoða alla möguleika innan þess lagaramma sem fyrir er en það er ríkisstjórnarinnar að taka endanlega ákvörðun. Ég er svona að hugleiða mínar næstu tillögur í því,“ segir hann. Ekki er eining á þingi um næstu skref og skiptar skoðanir eru bæði meðal þingmanna meiri- og minnihluta. Þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokks hafa sagst ekki munu samþykkja frumvarp þess efnis og Píratar hafa einnig sagst vilja skoða aðrar leiðir. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í velferðarnefnd, sem fjallaði um málið í gær, segir nefndina hafa óskað eftir frekari gögnum. „Það er að segja gögnin sem varða setningu þessarar reglugerðar og þær upplýsingar sem liggja þar undir, sem sýna fram á þörfina fyrir að grípa til svona íþyngjandi aðgerða en ekki annarra aðgerða sem eru minna íþyngjandi en gætu náð sömu markmiðum,“ segir Hanna og bætir við að nú þurfi að bíða niðurstöðu Landsréttar. „Ef hann staðfestir úrskurðinn ímynda ég mér að næsta skref verði að heilbrigðisráðherra leggi fram frumvarp til breytinga á lögum og þá hljóta þessar upplýsingar að vera það sem slík breyting grundvallast á,“ segir Hanna. Þórólfur segir ekki gott ef samstaða um sóttvarnaraðgerðir brestur í pólitíkinni. „Mér finnst það nú bara frekar slæmt ef það er pólitískur ágreiningur um þær sóttvarnir sem við erum að reyna grípa til. Ef það er pólitískur ágreinigur um heimildirnar til þess að grípa til þeirra sóttvarnaráðstafana sem við teljum að þurfi til þess að lágmarka áhættuna af frekara smiti,“ segir hann. „Við höfum verið að biðla til allra að sýna samstöðu, bæði á pólitíska sviðinu og eins bara til almennings. Og það er ekki gott ef það fer eitthvað að bresta í pólitíkinni,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sjá meira