Dýrt spaug Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 7. apríl 2021 15:00 Þeir eru ýmsir sem hafa hneykslast yfir þeim opinberum fjármunum sem margar þjóðir hafa mokað í verkefni sem snúa að því að skipta úr jarðefnaeldsneyti yfir í hreinni orkugjafa eða bæta orkunýtni tækja. Þetta eru jú peningar almennings og ef ný tækni getur ekki spjarað sig á eigin forsendum, þá á hún ekki skilið að vera innleidd. Staðreyndin er hinsvegar sú að fyrir á markaði er tækni sem virkar sæmilega, og er ekki alltof dýr. Málið er að þessi tækni sem skipta á út er óásættanleg til lengdar vegna þess að hún notar mengandi og ósjálfbært jarðefnaeldsneyti eða er alltof orkufrek. Lásinn Það er nefnilega lás í kerfinu. Lásinn er sá að nýorkutækni var hreinlega of dýr til að geta náð fótfestu á markaði í upphafi. Til að eiga möguleika á almennri markaðsinnleiðingu þurfti tvöfaldan stuðning A) gríðarlega mikinn stuðning til rannsókna, til að bæta tæknina og ná niður tæknilegum kostnaði B) stuðning við framleiðslu í formi niðurgreiðslu á vörum svo hægt væri að ná fjöldaframleiðslu. Í nútíma umhverfi verður að fjöldaframleiða vöru til að lækka kostnað og skapa möguleika á að fínpússa framleiðslu til frekari kostnaðarlækkunar. Hinsvegar er ekki hægt að fjöldaframleiða vöru sem er dýrari en vörur sem fyrir eru á markaði og þar liggur lásinn. Sem sagt, engin fjöldaframleiðsla þýðir engin kostnaðarlækkun og engin kostnaðarlækkun þýðir engin markaður. Þennan lás er einungis hægt að leysa með niðurgreiðslum úr opinberum sjóðum. Fjölmörg ríki hafa farið í þá vegferð síðustu áratugi að höggva á þennan lás með niðurgreiðslum og þvinga þannig inn á markað nýjum og umhverfisvænni lausnum. Tökum dæmi um hverju þessi opinberi stuðningur hefur skilað. Ódýrasta raforka sögunnar Með opinberum rannsóknarstuðningi og niðurgreiðslum í gegnum tíðina hefur náðst sá árangur að mjög víða er sólar- og vindorka án ívilnana með lágmarksorkugeymslu, orðin ódýrasta orka sögunnar. Mörg glæný sólarorkuver framleiða nú raforku með ódýrari hætti en starfandi kola- og gasorkuver og það þó að uppsetningarkostnaður sé tekinn með í heildarmyndina. Já, þessi vegferð hefur skilað því að framtíðar kynslóðir munu ekki einungis fá endurnýjanlega raforku heldur verður hún líka ódýrasta raforka mannkynssögunnar. Ódýrasta lýsing sögunnar Gamla góða glóperan var happafengur á sínum tíma þegar hún tók við af kertum. Gallinn við hana var samt sem áður sá að hún hafði hræðilega orkunýtni og stuttan endingartíma. Ótrúlegum upphæðum var varið úr opinberum sjóðum til að þróa nýja lýsingartækni eins og LED. Víða var glóperum þvingað út af markaði til að skapa rými fyrir fjöldaframaleiðslu, og þar með kostnaðarlækkun, LED lýsingar. Þetta þótti mörgum sárt en hinsvegar sitjum við nú uppi með ódýrustu lýsingu í mannkynssögunni. Ódýrustu einkabílasamgöngur sögunnar Bensín- og dísilvélar í einkabílum hafa þjónað neytendum vel í gegnum tíðina. Gallinn við þá tækni er að orkunýtnin er hörmuleg, olía er endanleg og misskipt auðlind, auk þess sem hún er heilsuspillandi og stuðlar að loftslagsbreytingum. Til að bregðast við þessum staðreyndum hafa mörg ríki mokað opinberu fé í þróunarstyrki á rafhlöðum og í niðurgreiðslur á rafbílum. Þetta fjáraustur hefur þegar skilað bílum sem eru ódýrari í rekstri en áður hefur þekkst og flestar greiningar benda til þess að rafbílar verði einnig ódýrari í innkaupum á næstu 5-10 árum. Þessi vegferð mun því að öllum líkindum skila ódýrustu einkabílasamgöngum mannkynssögunnar. Opinberar stuðningur með almannafé, þolinmæði og staðfesta geta skilað árangri. Mikilvægt er að láta ekki úrtöluraddir um meint bruðl með almannafé yfirgnæfa umræðuna. Tímabundinn opinber stuðningur er oft á tíðum lykilbreyta nauðsynlegra framfara. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Bensín og olía Orkumál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir eru ýmsir sem hafa hneykslast yfir þeim opinberum fjármunum sem margar þjóðir hafa mokað í verkefni sem snúa að því að skipta úr jarðefnaeldsneyti yfir í hreinni orkugjafa eða bæta orkunýtni tækja. Þetta eru jú peningar almennings og ef ný tækni getur ekki spjarað sig á eigin forsendum, þá á hún ekki skilið að vera innleidd. Staðreyndin er hinsvegar sú að fyrir á markaði er tækni sem virkar sæmilega, og er ekki alltof dýr. Málið er að þessi tækni sem skipta á út er óásættanleg til lengdar vegna þess að hún notar mengandi og ósjálfbært jarðefnaeldsneyti eða er alltof orkufrek. Lásinn Það er nefnilega lás í kerfinu. Lásinn er sá að nýorkutækni var hreinlega of dýr til að geta náð fótfestu á markaði í upphafi. Til að eiga möguleika á almennri markaðsinnleiðingu þurfti tvöfaldan stuðning A) gríðarlega mikinn stuðning til rannsókna, til að bæta tæknina og ná niður tæknilegum kostnaði B) stuðning við framleiðslu í formi niðurgreiðslu á vörum svo hægt væri að ná fjöldaframleiðslu. Í nútíma umhverfi verður að fjöldaframleiða vöru til að lækka kostnað og skapa möguleika á að fínpússa framleiðslu til frekari kostnaðarlækkunar. Hinsvegar er ekki hægt að fjöldaframleiða vöru sem er dýrari en vörur sem fyrir eru á markaði og þar liggur lásinn. Sem sagt, engin fjöldaframleiðsla þýðir engin kostnaðarlækkun og engin kostnaðarlækkun þýðir engin markaður. Þennan lás er einungis hægt að leysa með niðurgreiðslum úr opinberum sjóðum. Fjölmörg ríki hafa farið í þá vegferð síðustu áratugi að höggva á þennan lás með niðurgreiðslum og þvinga þannig inn á markað nýjum og umhverfisvænni lausnum. Tökum dæmi um hverju þessi opinberi stuðningur hefur skilað. Ódýrasta raforka sögunnar Með opinberum rannsóknarstuðningi og niðurgreiðslum í gegnum tíðina hefur náðst sá árangur að mjög víða er sólar- og vindorka án ívilnana með lágmarksorkugeymslu, orðin ódýrasta orka sögunnar. Mörg glæný sólarorkuver framleiða nú raforku með ódýrari hætti en starfandi kola- og gasorkuver og það þó að uppsetningarkostnaður sé tekinn með í heildarmyndina. Já, þessi vegferð hefur skilað því að framtíðar kynslóðir munu ekki einungis fá endurnýjanlega raforku heldur verður hún líka ódýrasta raforka mannkynssögunnar. Ódýrasta lýsing sögunnar Gamla góða glóperan var happafengur á sínum tíma þegar hún tók við af kertum. Gallinn við hana var samt sem áður sá að hún hafði hræðilega orkunýtni og stuttan endingartíma. Ótrúlegum upphæðum var varið úr opinberum sjóðum til að þróa nýja lýsingartækni eins og LED. Víða var glóperum þvingað út af markaði til að skapa rými fyrir fjöldaframaleiðslu, og þar með kostnaðarlækkun, LED lýsingar. Þetta þótti mörgum sárt en hinsvegar sitjum við nú uppi með ódýrustu lýsingu í mannkynssögunni. Ódýrustu einkabílasamgöngur sögunnar Bensín- og dísilvélar í einkabílum hafa þjónað neytendum vel í gegnum tíðina. Gallinn við þá tækni er að orkunýtnin er hörmuleg, olía er endanleg og misskipt auðlind, auk þess sem hún er heilsuspillandi og stuðlar að loftslagsbreytingum. Til að bregðast við þessum staðreyndum hafa mörg ríki mokað opinberu fé í þróunarstyrki á rafhlöðum og í niðurgreiðslur á rafbílum. Þetta fjáraustur hefur þegar skilað bílum sem eru ódýrari í rekstri en áður hefur þekkst og flestar greiningar benda til þess að rafbílar verði einnig ódýrari í innkaupum á næstu 5-10 árum. Þessi vegferð mun því að öllum líkindum skila ódýrustu einkabílasamgöngum mannkynssögunnar. Opinberar stuðningur með almannafé, þolinmæði og staðfesta geta skilað árangri. Mikilvægt er að láta ekki úrtöluraddir um meint bruðl með almannafé yfirgnæfa umræðuna. Tímabundinn opinber stuðningur er oft á tíðum lykilbreyta nauðsynlegra framfara. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun