Rashford sá fyrsti í rúman áratug eða síðan Rooney tókst það 2010 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2021 07:00 Marcus Rashford hefur skorað 20 mörk fyrir Manchester United á þessari leiktíð. EPA-EFE/Phil Noble Marcus Rashford varð í gær fyrsti leikmaður Manchester United til að skora 20 mörk eða fleiri tvö tímabil í röð síðan Wayne Rooney gerði slíkt hið fyrir rúmum áratug. Eftir 2-0 sigur Manchester United gegn Granada, liðinu í 9. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, sagði Ole Gunar Solskjær að Rashford hefði verið tekinn af velli þar sem hann væri ekki fær um að klára heilan leik vegna meiðsla. Norðmaðurinn vonaðist til að framherjinn yrði klár í leik helgarinnar gegn Tottenham Hotspur. Rashford hefur spilað í gegnum sársaukann fyrir United á þessari leiktíð sem og þeirri síðustu. Hann spilaði í gegnum bakverk sem á endanum neyddi hann til að taka sér langa pásu á hliðarlínunni og ef ekki hefði verið frestun deildarinnar á Englandi vegna kórónufaraldursins hefði hann ekki klárað tímabilið. Hann kom hins vegar tvíefldur til baka síðasta sumar og endaði á því að skora 22 mörk fyrir Manchester United í 44 leikjum – ásamt því að leggja upp 12 mörk til viðbótar. Ekki amalegt fyrir vinstri vængmann. Rashford hefur haldið sínu striki á þessari leiktíð og skoraði í gærkvöld sitt 20. mark á leiktíðinni. Helmingur hefur komið í úrvalsdeildinni – ásamt níu stoðsendingum – á meðan sex komu í Meistaradeildinni, tvö í Evrópudeildinni sem og eitt í bæði deildar- og FA-bikarnum. Marcus Rashford is the first Manchester United player to score 20+ goals in consecutive seasons since Wayne Rooney in 2010 pic.twitter.com/R3cyTulA1t— B/R Football (@brfootball) April 8, 2021 Hefur enginn leikmaður Man United náð þessum áfanga síðan Wayne Rooney gerði slíkt hið sama tímabilin 2008-2009 og 2009-2010. Fyrra tímabilið skoraði Rooney slétt 20 mörk en 34 síðara tímabilið. Rashford er enn nokkuð frá 34 mörkum en til að setja þetta í samhengi var Rooney þarna líklega í eina skiptið á ferlinum að spila sem fremsti maður á meðan Rashford er nær alltaf út á vinstri væng. Þá tók Rooney ef till vítaspyrnu eða tvær á meðan Bruno Fernandes hefur séð um það síðan í janúar á síðasta ári er hann kom frá Sporting Lisbon í Portúgal. Ef Rashford hefði fengið að taka einhverjar af þeim 20 vítaspyrnum sem Bruno hefur tekið síðan hann gekk til liðs við Rauðu Djöflanna gæti Rashford verið að brjóta 30 marka múrinn. Sama hvernig á þetta er litið þá er hér um að ræða magnaðan árangur leikmanns sem er enn aðeins 23 ára gamall. Stærsta spurningin er hvort álagið sé of mikið og muni koma í bakið á honum þegar hann eldist. Ef marka má feril Rooney sem og Michael Owen þá er svarið er ljóst að álagið og meiðslin munu taka sinn toll fyrr heldur en síðar. Fótbolti Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Sjá meira
Eftir 2-0 sigur Manchester United gegn Granada, liðinu í 9. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, sagði Ole Gunar Solskjær að Rashford hefði verið tekinn af velli þar sem hann væri ekki fær um að klára heilan leik vegna meiðsla. Norðmaðurinn vonaðist til að framherjinn yrði klár í leik helgarinnar gegn Tottenham Hotspur. Rashford hefur spilað í gegnum sársaukann fyrir United á þessari leiktíð sem og þeirri síðustu. Hann spilaði í gegnum bakverk sem á endanum neyddi hann til að taka sér langa pásu á hliðarlínunni og ef ekki hefði verið frestun deildarinnar á Englandi vegna kórónufaraldursins hefði hann ekki klárað tímabilið. Hann kom hins vegar tvíefldur til baka síðasta sumar og endaði á því að skora 22 mörk fyrir Manchester United í 44 leikjum – ásamt því að leggja upp 12 mörk til viðbótar. Ekki amalegt fyrir vinstri vængmann. Rashford hefur haldið sínu striki á þessari leiktíð og skoraði í gærkvöld sitt 20. mark á leiktíðinni. Helmingur hefur komið í úrvalsdeildinni – ásamt níu stoðsendingum – á meðan sex komu í Meistaradeildinni, tvö í Evrópudeildinni sem og eitt í bæði deildar- og FA-bikarnum. Marcus Rashford is the first Manchester United player to score 20+ goals in consecutive seasons since Wayne Rooney in 2010 pic.twitter.com/R3cyTulA1t— B/R Football (@brfootball) April 8, 2021 Hefur enginn leikmaður Man United náð þessum áfanga síðan Wayne Rooney gerði slíkt hið sama tímabilin 2008-2009 og 2009-2010. Fyrra tímabilið skoraði Rooney slétt 20 mörk en 34 síðara tímabilið. Rashford er enn nokkuð frá 34 mörkum en til að setja þetta í samhengi var Rooney þarna líklega í eina skiptið á ferlinum að spila sem fremsti maður á meðan Rashford er nær alltaf út á vinstri væng. Þá tók Rooney ef till vítaspyrnu eða tvær á meðan Bruno Fernandes hefur séð um það síðan í janúar á síðasta ári er hann kom frá Sporting Lisbon í Portúgal. Ef Rashford hefði fengið að taka einhverjar af þeim 20 vítaspyrnum sem Bruno hefur tekið síðan hann gekk til liðs við Rauðu Djöflanna gæti Rashford verið að brjóta 30 marka múrinn. Sama hvernig á þetta er litið þá er hér um að ræða magnaðan árangur leikmanns sem er enn aðeins 23 ára gamall. Stærsta spurningin er hvort álagið sé of mikið og muni koma í bakið á honum þegar hann eldist. Ef marka má feril Rooney sem og Michael Owen þá er svarið er ljóst að álagið og meiðslin munu taka sinn toll fyrr heldur en síðar.
Fótbolti Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Sjá meira