Dýrslega, fagra og villta Reykjavík - vertu alltaf svona! Líf Magneudóttir og Eva Dögg Davíðsdóttir skrifa 9. apríl 2021 10:31 Þegar við hugsum um líffræðilega fjölbreytni og landvernd eru óbyggð svæði okkur oft ofarlega í huga. Hálendisþjóðgarðar og friðlýsingar til verndar ýmissa lífríkja og tegunda vekja oft mikla athygli í umræðunni og sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Borgir bera ábyrgð á um 75 prósent af kolefnislosun á heimsvísu og gegna því lykilhlutverki í baráttunni við loftslagsvána. Hins vegar búa borgir líka yfir heilmiklum líffræðilegum fjölbreytileika og náttúru og á það svo sannarlega einnig við um Reykjavík. Stefna stjórnvalda varðandi verndun vistkerfa í þéttbýli hefur aldrei verið skýrari en einmitt nú þegar Vinstri græn sitja við stjórnvölinn í ríki og borg. Á meðan umhverfisráðherra hefur nú þegar friðlýst fjórtán landsvæði og undirbýr tilurð stærsta þjóðgarðs í Evrópu er hafið samtal um friðlýsingar þriggja svæða í Reykjavík: Blikastaðakró, fjörur Grafarvogs og þangfjörusvæði í austanverðum Skerjafirði. Allt er þetta í anda þeirrar framsæknu stefnu sem þegar hefur verið mörkuð um vernd líffræðilegrar fjölbreytni í borginni. Í þessu samhengi er vert að draga fram þrjú atriði sem styðja enn frekar við friðlýsingar og aukna verndun landsvæða innan borgarmarkanna: Í fyrsta lagi er líffræðileg fjölbreytni og verndun vistkerfa í borgum mikilvægur þáttur baráttunnar við loftslagsbreytingar. Þetta endurspeglast í 11. markmiði Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem snýst einmitt um að byggja upp sjálfbærar borgir og samfélög og eitt af undirmarkmiðunum er að blása til sóknar til þess að vernda og tryggja náttúru- og menningararfleifð heimsins. Í öðru lagi hafa vernduð landsvæði í borgum gildi umfram líffræðilega eiginleika sína. Með því að vernda borgarnáttúruna erum við líka að skapa til frambúðar menningarleg og félagsleg verðmæti sem seint verða metin til fjár. Þetta hefur sjaldan átt jafn vel við og nú, á tímum faraldra og sóttvarnaraðgerða, þegar ýmiss konar þjónusta og afþreying sem við höfum talið sjálfsagða liggur nú niðri um allan heim. Á slíkum tímum er náttúran griðastaður sem aldrei fyrr og við þurfum að tryggja að svo verði áfram með því að vernda náttúruminjar og aðgengi að þeim á höfuðborgarsvæðinu. Í þriðja lagi hefur það sýnt sig og sannað að vernd náttúru í þéttbýli skapar fræðsluvettvang fyrir umhverfisvernd. Friðlýsingarverkefni með mikilli samfélagsþátttöku gefa tækifæri til að miðla þekkingu um líffræðilega fjölbreytni í borgum. Það getur síðan stuðlað að auknum áhuga á að standa vörð um önnur landsvæði og einstök náttúrufyrirbæri utan borgarmarkanna og auðvitað vakið með fólki væntumþykju og vitund um umhverfi sitt og mikilvægi þess fyrir líf okkar og velferð í samfélagi samtímans. Á tímum loftslagsbreytinga af mannavöldum og hvers kyns faraldra og hamfara er það forgangsmál að stuðla að áframhaldandi umræðum og aðgerðum um vernd umhverfis, innan og utan borgarinnar. Friðlýsingarhjólin eru svo sannarlega farin að snúast eins og umhverfisráðherra hefur oft sagt og megi þau einnig fá að rúlla í Reykjavík. Höfundar eru Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík og Eva Dögg Davíðsdóttir doktorsnemi í umhverfis- og þróunarfræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Reykjavík Loftslagsmál Eva Dögg Davíðsdóttir Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Þegar við hugsum um líffræðilega fjölbreytni og landvernd eru óbyggð svæði okkur oft ofarlega í huga. Hálendisþjóðgarðar og friðlýsingar til verndar ýmissa lífríkja og tegunda vekja oft mikla athygli í umræðunni og sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Borgir bera ábyrgð á um 75 prósent af kolefnislosun á heimsvísu og gegna því lykilhlutverki í baráttunni við loftslagsvána. Hins vegar búa borgir líka yfir heilmiklum líffræðilegum fjölbreytileika og náttúru og á það svo sannarlega einnig við um Reykjavík. Stefna stjórnvalda varðandi verndun vistkerfa í þéttbýli hefur aldrei verið skýrari en einmitt nú þegar Vinstri græn sitja við stjórnvölinn í ríki og borg. Á meðan umhverfisráðherra hefur nú þegar friðlýst fjórtán landsvæði og undirbýr tilurð stærsta þjóðgarðs í Evrópu er hafið samtal um friðlýsingar þriggja svæða í Reykjavík: Blikastaðakró, fjörur Grafarvogs og þangfjörusvæði í austanverðum Skerjafirði. Allt er þetta í anda þeirrar framsæknu stefnu sem þegar hefur verið mörkuð um vernd líffræðilegrar fjölbreytni í borginni. Í þessu samhengi er vert að draga fram þrjú atriði sem styðja enn frekar við friðlýsingar og aukna verndun landsvæða innan borgarmarkanna: Í fyrsta lagi er líffræðileg fjölbreytni og verndun vistkerfa í borgum mikilvægur þáttur baráttunnar við loftslagsbreytingar. Þetta endurspeglast í 11. markmiði Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem snýst einmitt um að byggja upp sjálfbærar borgir og samfélög og eitt af undirmarkmiðunum er að blása til sóknar til þess að vernda og tryggja náttúru- og menningararfleifð heimsins. Í öðru lagi hafa vernduð landsvæði í borgum gildi umfram líffræðilega eiginleika sína. Með því að vernda borgarnáttúruna erum við líka að skapa til frambúðar menningarleg og félagsleg verðmæti sem seint verða metin til fjár. Þetta hefur sjaldan átt jafn vel við og nú, á tímum faraldra og sóttvarnaraðgerða, þegar ýmiss konar þjónusta og afþreying sem við höfum talið sjálfsagða liggur nú niðri um allan heim. Á slíkum tímum er náttúran griðastaður sem aldrei fyrr og við þurfum að tryggja að svo verði áfram með því að vernda náttúruminjar og aðgengi að þeim á höfuðborgarsvæðinu. Í þriðja lagi hefur það sýnt sig og sannað að vernd náttúru í þéttbýli skapar fræðsluvettvang fyrir umhverfisvernd. Friðlýsingarverkefni með mikilli samfélagsþátttöku gefa tækifæri til að miðla þekkingu um líffræðilega fjölbreytni í borgum. Það getur síðan stuðlað að auknum áhuga á að standa vörð um önnur landsvæði og einstök náttúrufyrirbæri utan borgarmarkanna og auðvitað vakið með fólki væntumþykju og vitund um umhverfi sitt og mikilvægi þess fyrir líf okkar og velferð í samfélagi samtímans. Á tímum loftslagsbreytinga af mannavöldum og hvers kyns faraldra og hamfara er það forgangsmál að stuðla að áframhaldandi umræðum og aðgerðum um vernd umhverfis, innan og utan borgarinnar. Friðlýsingarhjólin eru svo sannarlega farin að snúast eins og umhverfisráðherra hefur oft sagt og megi þau einnig fá að rúlla í Reykjavík. Höfundar eru Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík og Eva Dögg Davíðsdóttir doktorsnemi í umhverfis- og þróunarfræðum.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar