Dýrslega, fagra og villta Reykjavík - vertu alltaf svona! Líf Magneudóttir og Eva Dögg Davíðsdóttir skrifa 9. apríl 2021 10:31 Þegar við hugsum um líffræðilega fjölbreytni og landvernd eru óbyggð svæði okkur oft ofarlega í huga. Hálendisþjóðgarðar og friðlýsingar til verndar ýmissa lífríkja og tegunda vekja oft mikla athygli í umræðunni og sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Borgir bera ábyrgð á um 75 prósent af kolefnislosun á heimsvísu og gegna því lykilhlutverki í baráttunni við loftslagsvána. Hins vegar búa borgir líka yfir heilmiklum líffræðilegum fjölbreytileika og náttúru og á það svo sannarlega einnig við um Reykjavík. Stefna stjórnvalda varðandi verndun vistkerfa í þéttbýli hefur aldrei verið skýrari en einmitt nú þegar Vinstri græn sitja við stjórnvölinn í ríki og borg. Á meðan umhverfisráðherra hefur nú þegar friðlýst fjórtán landsvæði og undirbýr tilurð stærsta þjóðgarðs í Evrópu er hafið samtal um friðlýsingar þriggja svæða í Reykjavík: Blikastaðakró, fjörur Grafarvogs og þangfjörusvæði í austanverðum Skerjafirði. Allt er þetta í anda þeirrar framsæknu stefnu sem þegar hefur verið mörkuð um vernd líffræðilegrar fjölbreytni í borginni. Í þessu samhengi er vert að draga fram þrjú atriði sem styðja enn frekar við friðlýsingar og aukna verndun landsvæða innan borgarmarkanna: Í fyrsta lagi er líffræðileg fjölbreytni og verndun vistkerfa í borgum mikilvægur þáttur baráttunnar við loftslagsbreytingar. Þetta endurspeglast í 11. markmiði Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem snýst einmitt um að byggja upp sjálfbærar borgir og samfélög og eitt af undirmarkmiðunum er að blása til sóknar til þess að vernda og tryggja náttúru- og menningararfleifð heimsins. Í öðru lagi hafa vernduð landsvæði í borgum gildi umfram líffræðilega eiginleika sína. Með því að vernda borgarnáttúruna erum við líka að skapa til frambúðar menningarleg og félagsleg verðmæti sem seint verða metin til fjár. Þetta hefur sjaldan átt jafn vel við og nú, á tímum faraldra og sóttvarnaraðgerða, þegar ýmiss konar þjónusta og afþreying sem við höfum talið sjálfsagða liggur nú niðri um allan heim. Á slíkum tímum er náttúran griðastaður sem aldrei fyrr og við þurfum að tryggja að svo verði áfram með því að vernda náttúruminjar og aðgengi að þeim á höfuðborgarsvæðinu. Í þriðja lagi hefur það sýnt sig og sannað að vernd náttúru í þéttbýli skapar fræðsluvettvang fyrir umhverfisvernd. Friðlýsingarverkefni með mikilli samfélagsþátttöku gefa tækifæri til að miðla þekkingu um líffræðilega fjölbreytni í borgum. Það getur síðan stuðlað að auknum áhuga á að standa vörð um önnur landsvæði og einstök náttúrufyrirbæri utan borgarmarkanna og auðvitað vakið með fólki væntumþykju og vitund um umhverfi sitt og mikilvægi þess fyrir líf okkar og velferð í samfélagi samtímans. Á tímum loftslagsbreytinga af mannavöldum og hvers kyns faraldra og hamfara er það forgangsmál að stuðla að áframhaldandi umræðum og aðgerðum um vernd umhverfis, innan og utan borgarinnar. Friðlýsingarhjólin eru svo sannarlega farin að snúast eins og umhverfisráðherra hefur oft sagt og megi þau einnig fá að rúlla í Reykjavík. Höfundar eru Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík og Eva Dögg Davíðsdóttir doktorsnemi í umhverfis- og þróunarfræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Reykjavík Loftslagsmál Eva Dögg Davíðsdóttir Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar við hugsum um líffræðilega fjölbreytni og landvernd eru óbyggð svæði okkur oft ofarlega í huga. Hálendisþjóðgarðar og friðlýsingar til verndar ýmissa lífríkja og tegunda vekja oft mikla athygli í umræðunni og sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Borgir bera ábyrgð á um 75 prósent af kolefnislosun á heimsvísu og gegna því lykilhlutverki í baráttunni við loftslagsvána. Hins vegar búa borgir líka yfir heilmiklum líffræðilegum fjölbreytileika og náttúru og á það svo sannarlega einnig við um Reykjavík. Stefna stjórnvalda varðandi verndun vistkerfa í þéttbýli hefur aldrei verið skýrari en einmitt nú þegar Vinstri græn sitja við stjórnvölinn í ríki og borg. Á meðan umhverfisráðherra hefur nú þegar friðlýst fjórtán landsvæði og undirbýr tilurð stærsta þjóðgarðs í Evrópu er hafið samtal um friðlýsingar þriggja svæða í Reykjavík: Blikastaðakró, fjörur Grafarvogs og þangfjörusvæði í austanverðum Skerjafirði. Allt er þetta í anda þeirrar framsæknu stefnu sem þegar hefur verið mörkuð um vernd líffræðilegrar fjölbreytni í borginni. Í þessu samhengi er vert að draga fram þrjú atriði sem styðja enn frekar við friðlýsingar og aukna verndun landsvæða innan borgarmarkanna: Í fyrsta lagi er líffræðileg fjölbreytni og verndun vistkerfa í borgum mikilvægur þáttur baráttunnar við loftslagsbreytingar. Þetta endurspeglast í 11. markmiði Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem snýst einmitt um að byggja upp sjálfbærar borgir og samfélög og eitt af undirmarkmiðunum er að blása til sóknar til þess að vernda og tryggja náttúru- og menningararfleifð heimsins. Í öðru lagi hafa vernduð landsvæði í borgum gildi umfram líffræðilega eiginleika sína. Með því að vernda borgarnáttúruna erum við líka að skapa til frambúðar menningarleg og félagsleg verðmæti sem seint verða metin til fjár. Þetta hefur sjaldan átt jafn vel við og nú, á tímum faraldra og sóttvarnaraðgerða, þegar ýmiss konar þjónusta og afþreying sem við höfum talið sjálfsagða liggur nú niðri um allan heim. Á slíkum tímum er náttúran griðastaður sem aldrei fyrr og við þurfum að tryggja að svo verði áfram með því að vernda náttúruminjar og aðgengi að þeim á höfuðborgarsvæðinu. Í þriðja lagi hefur það sýnt sig og sannað að vernd náttúru í þéttbýli skapar fræðsluvettvang fyrir umhverfisvernd. Friðlýsingarverkefni með mikilli samfélagsþátttöku gefa tækifæri til að miðla þekkingu um líffræðilega fjölbreytni í borgum. Það getur síðan stuðlað að auknum áhuga á að standa vörð um önnur landsvæði og einstök náttúrufyrirbæri utan borgarmarkanna og auðvitað vakið með fólki væntumþykju og vitund um umhverfi sitt og mikilvægi þess fyrir líf okkar og velferð í samfélagi samtímans. Á tímum loftslagsbreytinga af mannavöldum og hvers kyns faraldra og hamfara er það forgangsmál að stuðla að áframhaldandi umræðum og aðgerðum um vernd umhverfis, innan og utan borgarinnar. Friðlýsingarhjólin eru svo sannarlega farin að snúast eins og umhverfisráðherra hefur oft sagt og megi þau einnig fá að rúlla í Reykjavík. Höfundar eru Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík og Eva Dögg Davíðsdóttir doktorsnemi í umhverfis- og þróunarfræðum.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun