Leyndarmál eða lygar? Guðrún Helga Bjarnadóttir skrifar 9. apríl 2021 11:30 Að eiga leyndarmál getur verið skemmtilegt og ætti að vera það. En þegar leyndarmál eru notuð til að fela eitthvað sem er óviðeigandi, þá getum við ekki kallað það lengur leyndarmál. Hugtakið leyndarmál ætti alltaf að innihalda eitthvað sem er spennandi, skemmtilegt og kemur á óvart fyrir einhvern eða einhverja þegar ljóstra má upp leyndarmálinu. Leyndarmál ættu að vera þess eðlis að ljóstrað er frá þeim eftir skamman tíma. Ef það má aldrei komast upp hverju þagað er yfir þá flokkast það ekki lengur sem leyndarmál. Við hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi erum þessa dagana að hvetja kennara í grunnskólum til að sýna börnum í 3ja bekk teiknimyndina „Leyndarmálið – segjum nei, segjum frá“ . Samtökin hafa frá árinu 2011 haft milligöngu um þetta verkefni og árlega horfa um 3000 börn á landinu öllu á þessa mynd, vinna verkefni í kjölfarið og ræða boðskap myndarinnar sem fjallar um mikilvægi þess að börn segi frá ef brotið er á þeim. Allmörg dæmi eru um að eftir áhorf myndarinnar geri börn sér grein fyrir því að eitthvað sem gert var á þeirra hlut og þeim sagt að væri leyndarmál sem mætti aldrei segja frá er ekki ásættanlegt – er ekki í boði, eins og oft er sagt í leikskólum. Það flokkast ekki sem leyndarmál að gera eitthvað við eða með börnum sem aldrei má segja frá, það flokkast frekar sem lygi. Líklega er þá um eitthvað athæfi að ræða sem er ólöglegt og brýtur á réttindum barna. Mörg börn eru að heyra um muninn á leyndarmálum og lygi í fyrsta sinn þegar þau horfa á myndina í 3ja bekk og við hjá Barnaheillum þekkjum dæmi þess að börn hafi ekki gert sér grein fyrir þessum mun fyrr en mun seinna, á unglingastigi í grunnskóla. Þau börn hafa þá jafnvel burðast með áhyggjur sínar, ótta og vanlíðan í fjölda ára af ótta við að vera refsað ef þau segja frá. Einkastaðir eru einkastaðir. Í þessari vel gerðu mynd er lögð áhersla á einkastaði líkamans. Teiknimyndin gerir kennurum og öðrum kleift að ræða við nemendur á opinn og frjálslegan hátt um hvað er rétt og hvað er rangt þegar kemur að einkastöðum barna. Skilaboð til barnanna eru á þann hátt að þau gera sér grein fyrir að; Þau eiga sína einkastaði og ráða yfir þeim Sum leyndarmál eiga ekki að vera leyndarmál Það er aldrei börnum að kenna ef einhver brýtur regluna um einkastaðina Ef einhver brýtur regluna um einkastaðina skulu þau segja einhverjum fullorðnum sem þau treysta frá því eða hringja í 112. Er skóli barnsins þíns að sýna Leyndarmálið? Þessa dagana erum við að senda út bókamerki í skóla landsins og minna á myndina Leyndarmálið fyrir nemendur í 3ja bekk. Kennarar sýna verkefninu mikinn áhuga og um 3000 merki hafa nú þegar verið afhend börnum. En fær barnið þitt þessa fræðslu?Við hvetjum foreldra til að kynna sér það hvort börnin þeirra eru að fá þessa mikilvægu fræðslu í skólanum sem valdeflir börn og kennir þeim um þau mörk sem þau eiga að setja sér. Ef barnið þitt er ekki að fá fræðsluna í skólanum skaltu endilega hvetja til þess eða horfa á myndina sjálf og síðan með barninu og í lokin ræða við barnið um inntak hennar. Myndin er aðgengileg á heimasíðu Barnaheilla og þar er einnig að finna stuðningsefni fyrir kennara og aðra sem vinna með börnum. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Spörum með betri opinberum innkaupum Guðmundur R. Sigtryggsson skrifar Skoðun Hvers vegna Evrópusinni? Einar Helgason skrifar Skoðun Það gera allir mistök Árný Björg Blandon skrifar Sjá meira
Að eiga leyndarmál getur verið skemmtilegt og ætti að vera það. En þegar leyndarmál eru notuð til að fela eitthvað sem er óviðeigandi, þá getum við ekki kallað það lengur leyndarmál. Hugtakið leyndarmál ætti alltaf að innihalda eitthvað sem er spennandi, skemmtilegt og kemur á óvart fyrir einhvern eða einhverja þegar ljóstra má upp leyndarmálinu. Leyndarmál ættu að vera þess eðlis að ljóstrað er frá þeim eftir skamman tíma. Ef það má aldrei komast upp hverju þagað er yfir þá flokkast það ekki lengur sem leyndarmál. Við hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi erum þessa dagana að hvetja kennara í grunnskólum til að sýna börnum í 3ja bekk teiknimyndina „Leyndarmálið – segjum nei, segjum frá“ . Samtökin hafa frá árinu 2011 haft milligöngu um þetta verkefni og árlega horfa um 3000 börn á landinu öllu á þessa mynd, vinna verkefni í kjölfarið og ræða boðskap myndarinnar sem fjallar um mikilvægi þess að börn segi frá ef brotið er á þeim. Allmörg dæmi eru um að eftir áhorf myndarinnar geri börn sér grein fyrir því að eitthvað sem gert var á þeirra hlut og þeim sagt að væri leyndarmál sem mætti aldrei segja frá er ekki ásættanlegt – er ekki í boði, eins og oft er sagt í leikskólum. Það flokkast ekki sem leyndarmál að gera eitthvað við eða með börnum sem aldrei má segja frá, það flokkast frekar sem lygi. Líklega er þá um eitthvað athæfi að ræða sem er ólöglegt og brýtur á réttindum barna. Mörg börn eru að heyra um muninn á leyndarmálum og lygi í fyrsta sinn þegar þau horfa á myndina í 3ja bekk og við hjá Barnaheillum þekkjum dæmi þess að börn hafi ekki gert sér grein fyrir þessum mun fyrr en mun seinna, á unglingastigi í grunnskóla. Þau börn hafa þá jafnvel burðast með áhyggjur sínar, ótta og vanlíðan í fjölda ára af ótta við að vera refsað ef þau segja frá. Einkastaðir eru einkastaðir. Í þessari vel gerðu mynd er lögð áhersla á einkastaði líkamans. Teiknimyndin gerir kennurum og öðrum kleift að ræða við nemendur á opinn og frjálslegan hátt um hvað er rétt og hvað er rangt þegar kemur að einkastöðum barna. Skilaboð til barnanna eru á þann hátt að þau gera sér grein fyrir að; Þau eiga sína einkastaði og ráða yfir þeim Sum leyndarmál eiga ekki að vera leyndarmál Það er aldrei börnum að kenna ef einhver brýtur regluna um einkastaðina Ef einhver brýtur regluna um einkastaðina skulu þau segja einhverjum fullorðnum sem þau treysta frá því eða hringja í 112. Er skóli barnsins þíns að sýna Leyndarmálið? Þessa dagana erum við að senda út bókamerki í skóla landsins og minna á myndina Leyndarmálið fyrir nemendur í 3ja bekk. Kennarar sýna verkefninu mikinn áhuga og um 3000 merki hafa nú þegar verið afhend börnum. En fær barnið þitt þessa fræðslu?Við hvetjum foreldra til að kynna sér það hvort börnin þeirra eru að fá þessa mikilvægu fræðslu í skólanum sem valdeflir börn og kennir þeim um þau mörk sem þau eiga að setja sér. Ef barnið þitt er ekki að fá fræðsluna í skólanum skaltu endilega hvetja til þess eða horfa á myndina sjálf og síðan með barninu og í lokin ræða við barnið um inntak hennar. Myndin er aðgengileg á heimasíðu Barnaheilla og þar er einnig að finna stuðningsefni fyrir kennara og aðra sem vinna með börnum. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna Barnaheilla.
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun