Mikilvægur sigur Newcastle Anton Ingi Leifsson skrifar 11. apríl 2021 12:53 Jacob Murphy fagnar jöfnunarmarkinu á Turf Moor í dag. Jon Super/Getty Newcastle kom til baka gegn Burnley og vann 2-1 sigur í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Matej Vydra kom Burnley yfir á átjándu mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Jacob Murphy jafnaði metin eftir klukkutímaleik og fimm mínútum síðar skoraði Allan Saint-Maximin sigurmarkið. Sigurinn var ansi mikilvægur fyrir Newcastle sem færist því fjar fallsætinu en nú eru þeir sex stigum frá Fulham. Newcastle er með 32 stig í sautjánda sætinu en Fulham er með 26 stig í átjánda sætinu. Burnley er í fimmtánda sætinu með 33 stig en Jóhann Berg Guðmundsson spilaði í 91 mínútu fyrir Burnley. FT: Burnley 1-2 Newcastle UnitedAllan Saint-Maximin's winner secures three vital points in #NUFC's battle against Premier League relegation. #BURNEW #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2021 Enski boltinn
Newcastle kom til baka gegn Burnley og vann 2-1 sigur í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Matej Vydra kom Burnley yfir á átjándu mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Jacob Murphy jafnaði metin eftir klukkutímaleik og fimm mínútum síðar skoraði Allan Saint-Maximin sigurmarkið. Sigurinn var ansi mikilvægur fyrir Newcastle sem færist því fjar fallsætinu en nú eru þeir sex stigum frá Fulham. Newcastle er með 32 stig í sautjánda sætinu en Fulham er með 26 stig í átjánda sætinu. Burnley er í fimmtánda sætinu með 33 stig en Jóhann Berg Guðmundsson spilaði í 91 mínútu fyrir Burnley. FT: Burnley 1-2 Newcastle UnitedAllan Saint-Maximin's winner secures three vital points in #NUFC's battle against Premier League relegation. #BURNEW #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2021