NBA dagsins: Ótrúleg troðsla Bridges, sigurkarfa DeRozan og óvæntur endir í leik Boston og Denver Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. apríl 2021 15:01 Miles Bridges átti flottustu tilþrif næturinnar í NBA-deildinni. NBA Það var af nægu að taka í NBA-deildinni í nótt. Mögnuð troðsla Miles Bridges dugði ekki gegn Atlanta Hawks. DeMar DeRozan tryggði San Antonio Spurs sigur með „næstum“ flautukörfu og Denver Nuggets hættu einfaldlega í óvæntu tapi gegn Boston Celtics. Leikur Charlotte Hornets og Atlanta Hawks fór fram í gærkvöld. Atlanta vann mikilvægan sigur en bæði lið eru í baráttunni um heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Glæsilegustu tilþrif leiksins átti samt Miles Bridges er hann átti eina af toðslum tímabilsins. Clint Capela – sem skoraði 20 stig og tók 15 fráköst í leiknum – er eflaust enn að jafna sig. Lokatölur 105-101 Atlanta Hawks í vil en Hawks eru óvænt í 4. sæti Austurdeildarinnar á meðan Hornets eru í 6. sæti. Dallas Mavericks og San Antonio Spurs mættust í slagnum um Texas. Leikurinn var frábær skemmtun og réðust úrslitin ekki fyrr en í blálokin. DeMar DeRozan hetja Spurs en hann skoraði alls 33 stig í leiknum ásamt því að gefa átta stoðsendingar. Klippa: NBA dagsins Þá vann Boston Celtics ótrúlegan sigur á Denver Nuggets. Nikola Jokić og félagar hættu einfaldlega í síðasta fjórðung leiksins. Þeir voru úr því að leiða með 14 stigum í að tapa með 18 stiga mun. Ótrúlegar sveiflur en Denver skoruðu aðeins átta stig í fjórða leikhluta. Þrátt fyrir hörmungar endi náði Jokić samt þrefaldri tvennu en hann skoraði 17 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Stigahæstur hjá Nuggets var Michael Porter Jr. með 22 stig og tók hann einnig 11 fráköst. Hjá Boston var Jayson Tatum stigahæstur með 28 stig ásamt því að taka tíu fráköst og þar á eftir kom Jaylen Brown með 20 stig. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Sjá meira
Leikur Charlotte Hornets og Atlanta Hawks fór fram í gærkvöld. Atlanta vann mikilvægan sigur en bæði lið eru í baráttunni um heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Glæsilegustu tilþrif leiksins átti samt Miles Bridges er hann átti eina af toðslum tímabilsins. Clint Capela – sem skoraði 20 stig og tók 15 fráköst í leiknum – er eflaust enn að jafna sig. Lokatölur 105-101 Atlanta Hawks í vil en Hawks eru óvænt í 4. sæti Austurdeildarinnar á meðan Hornets eru í 6. sæti. Dallas Mavericks og San Antonio Spurs mættust í slagnum um Texas. Leikurinn var frábær skemmtun og réðust úrslitin ekki fyrr en í blálokin. DeMar DeRozan hetja Spurs en hann skoraði alls 33 stig í leiknum ásamt því að gefa átta stoðsendingar. Klippa: NBA dagsins Þá vann Boston Celtics ótrúlegan sigur á Denver Nuggets. Nikola Jokić og félagar hættu einfaldlega í síðasta fjórðung leiksins. Þeir voru úr því að leiða með 14 stigum í að tapa með 18 stiga mun. Ótrúlegar sveiflur en Denver skoruðu aðeins átta stig í fjórða leikhluta. Þrátt fyrir hörmungar endi náði Jokić samt þrefaldri tvennu en hann skoraði 17 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Stigahæstur hjá Nuggets var Michael Porter Jr. með 22 stig og tók hann einnig 11 fráköst. Hjá Boston var Jayson Tatum stigahæstur með 28 stig ásamt því að taka tíu fráköst og þar á eftir kom Jaylen Brown með 20 stig. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Sjá meira