Tók fram úr Wilt Chamberlain og er nú stigahæstur í sögu Golden State Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2021 08:30 Steph Curry er nú stigahæsti leikmaður í sögu Golden State Warriors. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Steph Curry varð í nótt stigahæstu leikmaður í sögu Golden State Warriors er hann skoraði 53 stig í sigri á Denver Nuggets, lokatölur 116-107. Curry fór í nótt fram úr hinum goðsagnakennda Wilt Chamberlain sem stigahæsti leikmaður í sögu Golden State Warriors frá upphafi. Chamberlain skoraði á sínum tíma 17.783 stig fyrir félagið. Það var því ljóst fyrir leik að ef Curry myndi halda sínu striki þá væri metið hans. Það tókst þegar innan við tvær mínútur voru af fyrsta leikhluta. With this basket, Steph stands alone as the @warriors all-time leading scorer, passing Wilt Chamberlain! pic.twitter.com/oNMcdDuztF— NBA (@NBA) April 13, 2021 „Þetta er brjálað. Þegar þú heyrir nafnið hans [Wilt Chamberlain], og að vera þarna í sömu andrá, er ótrúlegt. Sum af metunum hans verða aldrei slegin held ég. Maður veit hversu frábær leikmaður hann var,“ sagði Curry að leik loknum. „Ég man ekki hversu marga leiki hann spilaði fyrir Warriors eða hversu marga ég hef spilað. Að vera nálægt honum í sögubókunum, hvað þá fyrir ofan hann, er ótrúlegt. Ef þú fylgist með körfubolta þegar þú elst upp þá veistu að það var sérstakt þegar hann er nefndur á nafn,“ sagði Steph að lokum. Curry hélt upp á daginn með því að bjóða gestum og gangandi – þeim fáu sem mega mæta á leiki deildarinnar - upp á sýningu. Hann skoraði 53 stig, þar af 30 úr þriggja stiga skotum eða alls tíu talsins. Hann hefur nú skorað 17.818 stig í NBA-deildinni. 53 points.10 threes.7 straight 30-point games.3rd 50-point game of season.@warriors all-time leading scorer.@StephenCurry30. pic.twitter.com/epG9V43tAV— NBA (@NBA) April 13, 2021 Þetta var í þriðja sinn sem Curry skorar 50 stig eða meira í leik á tímabilinu. Hann hefur skorað 30 stig eða meira í sjö leikjum í röð. Það er ljóst að ef Golden State kemst í úrslitakeppnina þá er það allt Steph að þakka. Liðið er sem stendur í 10. sæti Vesturdeildarinnar með 26 sigra og 28 töp. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Sjá meira
Curry fór í nótt fram úr hinum goðsagnakennda Wilt Chamberlain sem stigahæsti leikmaður í sögu Golden State Warriors frá upphafi. Chamberlain skoraði á sínum tíma 17.783 stig fyrir félagið. Það var því ljóst fyrir leik að ef Curry myndi halda sínu striki þá væri metið hans. Það tókst þegar innan við tvær mínútur voru af fyrsta leikhluta. With this basket, Steph stands alone as the @warriors all-time leading scorer, passing Wilt Chamberlain! pic.twitter.com/oNMcdDuztF— NBA (@NBA) April 13, 2021 „Þetta er brjálað. Þegar þú heyrir nafnið hans [Wilt Chamberlain], og að vera þarna í sömu andrá, er ótrúlegt. Sum af metunum hans verða aldrei slegin held ég. Maður veit hversu frábær leikmaður hann var,“ sagði Curry að leik loknum. „Ég man ekki hversu marga leiki hann spilaði fyrir Warriors eða hversu marga ég hef spilað. Að vera nálægt honum í sögubókunum, hvað þá fyrir ofan hann, er ótrúlegt. Ef þú fylgist með körfubolta þegar þú elst upp þá veistu að það var sérstakt þegar hann er nefndur á nafn,“ sagði Steph að lokum. Curry hélt upp á daginn með því að bjóða gestum og gangandi – þeim fáu sem mega mæta á leiki deildarinnar - upp á sýningu. Hann skoraði 53 stig, þar af 30 úr þriggja stiga skotum eða alls tíu talsins. Hann hefur nú skorað 17.818 stig í NBA-deildinni. 53 points.10 threes.7 straight 30-point games.3rd 50-point game of season.@warriors all-time leading scorer.@StephenCurry30. pic.twitter.com/epG9V43tAV— NBA (@NBA) April 13, 2021 Þetta var í þriðja sinn sem Curry skorar 50 stig eða meira í leik á tímabilinu. Hann hefur skorað 30 stig eða meira í sjö leikjum í röð. Það er ljóst að ef Golden State kemst í úrslitakeppnina þá er það allt Steph að þakka. Liðið er sem stendur í 10. sæti Vesturdeildarinnar með 26 sigra og 28 töp. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Sjá meira