NBA dagsins: Curry með sýningu, Randle sýndi mátt sinn og galdramennirnir höfðu engan áhuga á djassinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2021 15:16 Stephen Curry gat leyft sér að fagna eftir leik næturinnar. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Margir áhugaverðir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Við á Vísi höldum áfram að færa ykkur allt það helsta sem gerist í þessari stórskemmtilegu deild. Steph Curry setti upp skotsýningu í sigri Golden State Warriors á Denver Nuggets í nótt, 116-107 lokatölur þar. Curry setti niður tíu þriggja stiga skot í leiknum sem gerir 30 stig talsins. Hann bætti við 23 til viðbótar ofan á það og skoraði alls 53 stig. Ekki nóg með að Steph Curry tryggði Warriors mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni heldur skráði hann sig enn á ný í sögubækur félagsins. Hann bætti stigamet Wilt Chamberlain í nótt og er þar með orðinn stigahæsti leikmaður Golden State Warriors frá upphafi. Galdramennirnir frá Washington gerðu sér svo lítið fyrir og unnu Utah Jazz á útivelli. Fyrir leikinn voru Utah taplausir á heimavelli á þessu ári en það skipti leikmenn Washington litlu máli í nótt. Þeir sýndu allar sínar bestu hliðar og unnu fjögurra stiga sigur, 125-121. Bradley Beal og Russell Westbrook voru að venju allt í öllu í annars slöku Washington-liði. Beal skoraði 34 stig á meðan Westbrook bauð upp á þrefalda tvennu. Ásamt því að skora 25 stig þá tók hann 14 fráköst og gaf jafn margar stoðsendingar. Klippa: NBA dagsins Julius Randle nýtti sér alla sína kunnáttu og hæfni er New York Knicks lagði ríkjandi meistara í Los Angeles Lakers. Lokatölur þar 111-96 en gestirnir koðnuðu niður í síðari hálfleik. Randle var stigahæstur allra á gólfinu í nótt með 34 stig. Þá tók hann 10 fráköst, enginn leikmaður tók fleiri. Að lokum tapaði Dallas Mavericks annan daginn í röð. Að þessu sinni var það sannfærandi er Philadelphia 76ers mætti til Dallas. Joel Embiid spilaði aðeins 26 mínútur en átti risastóran þátt í stórsigri gestanna. Embiid skoraði 36 af 113 stigum Philadelphia og var stigahæstur á vellinum. Furkan Korkmaz kom óvænt þar á eftir með 20 stig. Slóveninn Luka Dončić var stigahæstur hjá Dallas að venju með 32 stig en Lettinn Kristaps Porziņģis var hvergi sjáanlegur í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Fleiri fréttir Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Sjá meira
Steph Curry setti upp skotsýningu í sigri Golden State Warriors á Denver Nuggets í nótt, 116-107 lokatölur þar. Curry setti niður tíu þriggja stiga skot í leiknum sem gerir 30 stig talsins. Hann bætti við 23 til viðbótar ofan á það og skoraði alls 53 stig. Ekki nóg með að Steph Curry tryggði Warriors mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni heldur skráði hann sig enn á ný í sögubækur félagsins. Hann bætti stigamet Wilt Chamberlain í nótt og er þar með orðinn stigahæsti leikmaður Golden State Warriors frá upphafi. Galdramennirnir frá Washington gerðu sér svo lítið fyrir og unnu Utah Jazz á útivelli. Fyrir leikinn voru Utah taplausir á heimavelli á þessu ári en það skipti leikmenn Washington litlu máli í nótt. Þeir sýndu allar sínar bestu hliðar og unnu fjögurra stiga sigur, 125-121. Bradley Beal og Russell Westbrook voru að venju allt í öllu í annars slöku Washington-liði. Beal skoraði 34 stig á meðan Westbrook bauð upp á þrefalda tvennu. Ásamt því að skora 25 stig þá tók hann 14 fráköst og gaf jafn margar stoðsendingar. Klippa: NBA dagsins Julius Randle nýtti sér alla sína kunnáttu og hæfni er New York Knicks lagði ríkjandi meistara í Los Angeles Lakers. Lokatölur þar 111-96 en gestirnir koðnuðu niður í síðari hálfleik. Randle var stigahæstur allra á gólfinu í nótt með 34 stig. Þá tók hann 10 fráköst, enginn leikmaður tók fleiri. Að lokum tapaði Dallas Mavericks annan daginn í röð. Að þessu sinni var það sannfærandi er Philadelphia 76ers mætti til Dallas. Joel Embiid spilaði aðeins 26 mínútur en átti risastóran þátt í stórsigri gestanna. Embiid skoraði 36 af 113 stigum Philadelphia og var stigahæstur á vellinum. Furkan Korkmaz kom óvænt þar á eftir með 20 stig. Slóveninn Luka Dončić var stigahæstur hjá Dallas að venju með 32 stig en Lettinn Kristaps Porziņģis var hvergi sjáanlegur í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Fleiri fréttir Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Sjá meira