Bjarni segist ekki þurfa leyfi til að leggja fram frumvörp Heimir Már Pétursson skrifar 13. apríl 2021 20:31 Fjármálaráðherra segist ekki þurfa leyfi frá verkalýðshreyfingunni til að leggja fram frumvörp en hún hefur gagnrýnt frumvarp hans um lífeyrissjóði. Það gangi á lífeyrisrétt yngsta fólksins og hafi verið lagt fram án samráðs. Alþýðusambandið og forystumenn verkalýðsfélaga hafa brugðist illa við frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarks iðngjalds í lífeyrissjóði eftir innleiðingu svo kallaðrar tilgreindar séreignar. Ekkert samráð hafi verið haft við verkalýðshreyfinguna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vísar hins vegar í yfirlýsingu stjórnvalda tengslum við gerð lífskjarasamninganna og það markmið að samræma lífeyriskjör ríkisstarfsmanna og almenna markaðarins. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir engan rökstuðning fylgja þeirri ákvörðun að hækka aldur þeirra sem greiða í lífeyrissjóð úr sextán árum í átján.Stöð 2/Sigurjón Drífa Snædal forseti ASÍ segir að í frumvarpinu sé meðal annars gert ráð fyrir að lífeyrisgreiðslualdur verði hækkaður úr sextán árum í átján án nokkurs rökstuðnings eða útreikninga. „Hugmyndin þarna að baki er ekki önnur en sú að það sé sami upphafsdagur réttindaávinnslu eins og er í almannatryggingakerfinu í raun og veru. Að það eigi að vera sama viðmiðunarmark. Það má eflaust hafa ólíkar skoðanir á því og við skulum bara ræða það,“ segir Bjarni. En forseti Alþýðusambandsins hefur fleira að athuga við frumvarp fjármálaráðherra. „Í öðru lagi er það það að verðbæta lífeyrinn bara einu sinni á ári. Ekki einu sinni í mánuði eins og flest annað er verðbætt í okkar samfélagi. Síðan í þriðja lagi það að enn og aftur á að skilja sjómennina eftir með tólf prósent lífeyrisiðgjöld en ekki fimmtán komma fimm með því að smygla þarna inn undanþáguákvæði vegna kjarasamninga,“ segir Drífa. Fjármálaráðherra segir að frumvarp hans geti að sjálfsögðu tekið breytingum í meðförum Alþingis en hann þurfi ekki leyfi frá ASÍ til að leggja fram frumvörp.Vísir/Vilhelm Bjarni segir breytingar á verðbótum ekki gerðar til að skerða lífeyrisgreiðslur til fólks. Þá helgist lífeyrisgreiðslur sjómanna af hlutaskiptum í launakerfi þeirra. Drífa segir Alþýðusambandið hafa mótmælt bæði vinnubrögðum ráðherra og innihaldi frumvarpsins á þjóðhagsráðsfundi og í bréfum til forsætis- og fjármálaráðherra. „Og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að þingheimur ætli að fara með svona í gegn, þessi ákveðnu atriði í frumvarpinu, í andstöðu við vinnandi fólk í landinu,“ segir forseti ASÍ. Bjarni segir málin ekki útrædd. „Ég veit ekki hvort menn líta þannig á að maður þurfi að fá leyfi hjá verkalýðshreyfingunni til að leggja fram frumvarp á Alþingi. Stundum líður mér þannig. En ég held að það viti það flestir að það er ekki þannig sem hlutirnir ganga fyrir sig." Þannig að þú reiknar alveg eins með því að þetta frumvarp geti tekið breytingum hér í þinginu? „Að sjálfsögðu getur frumvarpið tekið breytingum,“ segir Bjarni Benediktsson. Lífeyrissjóðir Alþingi Kjaramál Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira
Alþýðusambandið og forystumenn verkalýðsfélaga hafa brugðist illa við frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarks iðngjalds í lífeyrissjóði eftir innleiðingu svo kallaðrar tilgreindar séreignar. Ekkert samráð hafi verið haft við verkalýðshreyfinguna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vísar hins vegar í yfirlýsingu stjórnvalda tengslum við gerð lífskjarasamninganna og það markmið að samræma lífeyriskjör ríkisstarfsmanna og almenna markaðarins. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir engan rökstuðning fylgja þeirri ákvörðun að hækka aldur þeirra sem greiða í lífeyrissjóð úr sextán árum í átján.Stöð 2/Sigurjón Drífa Snædal forseti ASÍ segir að í frumvarpinu sé meðal annars gert ráð fyrir að lífeyrisgreiðslualdur verði hækkaður úr sextán árum í átján án nokkurs rökstuðnings eða útreikninga. „Hugmyndin þarna að baki er ekki önnur en sú að það sé sami upphafsdagur réttindaávinnslu eins og er í almannatryggingakerfinu í raun og veru. Að það eigi að vera sama viðmiðunarmark. Það má eflaust hafa ólíkar skoðanir á því og við skulum bara ræða það,“ segir Bjarni. En forseti Alþýðusambandsins hefur fleira að athuga við frumvarp fjármálaráðherra. „Í öðru lagi er það það að verðbæta lífeyrinn bara einu sinni á ári. Ekki einu sinni í mánuði eins og flest annað er verðbætt í okkar samfélagi. Síðan í þriðja lagi það að enn og aftur á að skilja sjómennina eftir með tólf prósent lífeyrisiðgjöld en ekki fimmtán komma fimm með því að smygla þarna inn undanþáguákvæði vegna kjarasamninga,“ segir Drífa. Fjármálaráðherra segir að frumvarp hans geti að sjálfsögðu tekið breytingum í meðförum Alþingis en hann þurfi ekki leyfi frá ASÍ til að leggja fram frumvörp.Vísir/Vilhelm Bjarni segir breytingar á verðbótum ekki gerðar til að skerða lífeyrisgreiðslur til fólks. Þá helgist lífeyrisgreiðslur sjómanna af hlutaskiptum í launakerfi þeirra. Drífa segir Alþýðusambandið hafa mótmælt bæði vinnubrögðum ráðherra og innihaldi frumvarpsins á þjóðhagsráðsfundi og í bréfum til forsætis- og fjármálaráðherra. „Og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að þingheimur ætli að fara með svona í gegn, þessi ákveðnu atriði í frumvarpinu, í andstöðu við vinnandi fólk í landinu,“ segir forseti ASÍ. Bjarni segir málin ekki útrædd. „Ég veit ekki hvort menn líta þannig á að maður þurfi að fá leyfi hjá verkalýðshreyfingunni til að leggja fram frumvarp á Alþingi. Stundum líður mér þannig. En ég held að það viti það flestir að það er ekki þannig sem hlutirnir ganga fyrir sig." Þannig að þú reiknar alveg eins með því að þetta frumvarp geti tekið breytingum hér í þinginu? „Að sjálfsögðu getur frumvarpið tekið breytingum,“ segir Bjarni Benediktsson.
Lífeyrissjóðir Alþingi Kjaramál Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira