Hvenær má ég hætta að vera stelpa? Una Hildardóttir skrifar 14. apríl 2021 13:01 Það er erfitt að lýsa raunveruleika ungra kvenna í stjórnmálum. Í gær sat ég umræðufund með tveimur ungum konum sem taka virkan þátt í stjórnmálum í sínum heimalöndum, Þýskalandi og Austurríki. Þar deildum við meðal annars upplifunum okkar af pólitísku starfi og stöðu ungra kvenna í stjórnmálum. Það kom varla á óvart að allar höfum við þurft að sitja undir hatursorðræðu, hótunum og lítillækkun vegna starfa okkar. Í stað málefnalegar gagnrýni er kyn okkar og aldur notað til að draga úr vægi okkar eða störfum. Konur sem taka þátt í stjórnmálastarfi þurfa að sæta gagnrýni eða umræðu um útlit þeirra, framkomu og hegðun og hvert tækifæri nýtt til þess að gengisfella þær. Ein af spurningum sem okkur var ætlað að svara snerist um viðbrögð og leiðir til þess að draga úr áhrifum sem fylgja lítillækkandi athugasemdum og hatrömum skilaboðum. Mér þykir það einstakt, að þrjár baráttukonur fyrir kvenfrelsi og jafnrétti þurfi að deila ráðum um hvernig skuli bregðast við slíkum skilaboðum í stað þess að ræða þá umræðumenningu sem leyfir slíkri framkomu að þrífast. stað þess að ræða mikilvægu fræðslu og umræðu um hatursorðræðu gegn ungum konum ræðum við hvernig við drögum úr andlegu áhrifunum sem fylgja slíku áreiti. Hvernig við kærum ekki nauðgunarhótanir heldur eyðum þeim og vonum að líkt og áður sé um innihaldslausar hótanir sé að ræða. Fræðsla, opinská umræða um háttsemi og umræðusiði á netinu eru einu réttu viðbrögðin við vaxandi vanda hatrammra skilaboða. Það er tímabært að við hættum að tala um ungar konur í stjórnmálum sem stelpuskott eða óreyndar smátíkur þegar skoðanir þeirra samræmast ekki okkar eigin. Það er tímabært að sýna ungum konum í stjórnmálum sömu virðingu og við sýnum öðrum á vettvangi stjórnmálanna. Gagnrýni á ávallt rétt á sér sé hún málefnaleg og uppbyggileg. Hvenær má ég hætta að vera stelpa? Stelpa sem þú ert ósammála eða samræmist ekki ímynd þinni af stjórnmálafólki? Hvenær fæ ég að taka þátt sem ung kona með áratuga reynslu af stjórnmála- og hagsmunabaráttu sem fær jafn mikið pláss á sviði stjórnmálanna og jafningjar mínir? Hvenær hættir fólk að draga aldur minn og kyn inn í allt sem ég geri eða segi? Höfundur er forseti Landssambands ungmennafélaga og varaþingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Una Hildardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Jafnréttismál Vinstri græn Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Það er erfitt að lýsa raunveruleika ungra kvenna í stjórnmálum. Í gær sat ég umræðufund með tveimur ungum konum sem taka virkan þátt í stjórnmálum í sínum heimalöndum, Þýskalandi og Austurríki. Þar deildum við meðal annars upplifunum okkar af pólitísku starfi og stöðu ungra kvenna í stjórnmálum. Það kom varla á óvart að allar höfum við þurft að sitja undir hatursorðræðu, hótunum og lítillækkun vegna starfa okkar. Í stað málefnalegar gagnrýni er kyn okkar og aldur notað til að draga úr vægi okkar eða störfum. Konur sem taka þátt í stjórnmálastarfi þurfa að sæta gagnrýni eða umræðu um útlit þeirra, framkomu og hegðun og hvert tækifæri nýtt til þess að gengisfella þær. Ein af spurningum sem okkur var ætlað að svara snerist um viðbrögð og leiðir til þess að draga úr áhrifum sem fylgja lítillækkandi athugasemdum og hatrömum skilaboðum. Mér þykir það einstakt, að þrjár baráttukonur fyrir kvenfrelsi og jafnrétti þurfi að deila ráðum um hvernig skuli bregðast við slíkum skilaboðum í stað þess að ræða þá umræðumenningu sem leyfir slíkri framkomu að þrífast. stað þess að ræða mikilvægu fræðslu og umræðu um hatursorðræðu gegn ungum konum ræðum við hvernig við drögum úr andlegu áhrifunum sem fylgja slíku áreiti. Hvernig við kærum ekki nauðgunarhótanir heldur eyðum þeim og vonum að líkt og áður sé um innihaldslausar hótanir sé að ræða. Fræðsla, opinská umræða um háttsemi og umræðusiði á netinu eru einu réttu viðbrögðin við vaxandi vanda hatrammra skilaboða. Það er tímabært að við hættum að tala um ungar konur í stjórnmálum sem stelpuskott eða óreyndar smátíkur þegar skoðanir þeirra samræmast ekki okkar eigin. Það er tímabært að sýna ungum konum í stjórnmálum sömu virðingu og við sýnum öðrum á vettvangi stjórnmálanna. Gagnrýni á ávallt rétt á sér sé hún málefnaleg og uppbyggileg. Hvenær má ég hætta að vera stelpa? Stelpa sem þú ert ósammála eða samræmist ekki ímynd þinni af stjórnmálafólki? Hvenær fæ ég að taka þátt sem ung kona með áratuga reynslu af stjórnmála- og hagsmunabaráttu sem fær jafn mikið pláss á sviði stjórnmálanna og jafningjar mínir? Hvenær hættir fólk að draga aldur minn og kyn inn í allt sem ég geri eða segi? Höfundur er forseti Landssambands ungmennafélaga og varaþingmaður Vinstri grænna.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun