Lögreglumaðurinn ber ekki vitni um dauða Floyd Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2021 15:21 Derek Chauvin (t.h.) með lögmanni sínum Eric Nelson í réttarsal í gær. Chauvin hefur aldrei rætt dauða George Floyd opinberlega. Vísir/AP Málsvörn Dereks Chauvin, fyrrverandi lögreglumannsins sem er ákærður fyrir að valda dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra, lauk í dag án þess að hann bæri sjálfur vitni. Hann ákvað að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að bendla sjálfan sig ekki við glæp með því að bera vitni. Chauvin er ákærður fyrir manndráp en hann hvíldi hné sitt á hálsi Floyd í meira en níu mínútur með þeim afleiðingum að hann lést í maí í fyrra. Dauði Floyd, sem var blökkumaður, varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju sem gekk yfir Bandaríkin og fleiri lönd í fyrra. Verjendur Chauvin luku máli sínu í dag eftir að hafa kallað til vitni í tvo daga. Ákæruvaldið tók tvær vikur í að leggja fram mál sitt á hendur fyrrverandi lögreglumanninum. Vörn Chauvin fólst meðal annars í því að hann hafi borið sig að í samræmi við þjálfun og að Floyd hafi látið lífið vegna neyslu á ólöglegum efnum og undirliggjandi sjúkdóma. Sérfræðingar sem saksóknarar kvöddu til vitnis sögðu aftur á móti að Floyd hefði látið lífið vegna súrefnisskorts þegar Chauvin þrengdi að hálsi hans. AP-fréttastofan segir að Chauvin hafi tjáð dómaranum að hann hefði valið bera fyrir sig fimmta viðaukann við stjórnarskrá Bandaríkjanna og neita að bera vitni. Lokamálflutningsræður í málinu eiga að fara fram á mánudag áður en kviðdómendur ráða ráðum sínum um örlög Chauvin. Mikil spenna ríkir í Minnesota-ríki vegna máls Chauvin. Ekki bætti úr skák þegar lögreglukona skaut svartan ökumann til bana í ríkinu á sunnudag. Talið er að lögreglukonan hafi ætlað að skjóta hann með rafbyssu en hleypt af skammbyssu sinni fyrir mistök. Drápið varð kveikjan að enn frekari mótmælum gegn lögregluofbeldi. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26 Lögreglustjórinn segir af sér í kjölfar drápsins á Daunte Wright Lögreglustjórinn í borginni Brooklyn Center í Minnesota-ríki, Tim Gannon, hefur sagt upp störfum. Lögreglan í borginni hefur verið harðlega gagnrýnd eftir að lögreglukona skaut svartan ökumann, Daunte Wright, til bana. 13. apríl 2021 20:05 Sérfræðimat útilokar fíkniefnanotkun sem dánarorsök Dánarorsök George Floyd var súrefnisskortur en ekki fíkniefnanotkun eða undirliggjandi hjartakvillar. Þetta er niðurstaða sérfræðiálits Dr. Martin Tobin, lungna- og gjörgæslulæknis sem bar vitni í réttarhöldum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 8. apríl 2021 19:53 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fleiri fréttir Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Sjá meira
Chauvin er ákærður fyrir manndráp en hann hvíldi hné sitt á hálsi Floyd í meira en níu mínútur með þeim afleiðingum að hann lést í maí í fyrra. Dauði Floyd, sem var blökkumaður, varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju sem gekk yfir Bandaríkin og fleiri lönd í fyrra. Verjendur Chauvin luku máli sínu í dag eftir að hafa kallað til vitni í tvo daga. Ákæruvaldið tók tvær vikur í að leggja fram mál sitt á hendur fyrrverandi lögreglumanninum. Vörn Chauvin fólst meðal annars í því að hann hafi borið sig að í samræmi við þjálfun og að Floyd hafi látið lífið vegna neyslu á ólöglegum efnum og undirliggjandi sjúkdóma. Sérfræðingar sem saksóknarar kvöddu til vitnis sögðu aftur á móti að Floyd hefði látið lífið vegna súrefnisskorts þegar Chauvin þrengdi að hálsi hans. AP-fréttastofan segir að Chauvin hafi tjáð dómaranum að hann hefði valið bera fyrir sig fimmta viðaukann við stjórnarskrá Bandaríkjanna og neita að bera vitni. Lokamálflutningsræður í málinu eiga að fara fram á mánudag áður en kviðdómendur ráða ráðum sínum um örlög Chauvin. Mikil spenna ríkir í Minnesota-ríki vegna máls Chauvin. Ekki bætti úr skák þegar lögreglukona skaut svartan ökumann til bana í ríkinu á sunnudag. Talið er að lögreglukonan hafi ætlað að skjóta hann með rafbyssu en hleypt af skammbyssu sinni fyrir mistök. Drápið varð kveikjan að enn frekari mótmælum gegn lögregluofbeldi.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26 Lögreglustjórinn segir af sér í kjölfar drápsins á Daunte Wright Lögreglustjórinn í borginni Brooklyn Center í Minnesota-ríki, Tim Gannon, hefur sagt upp störfum. Lögreglan í borginni hefur verið harðlega gagnrýnd eftir að lögreglukona skaut svartan ökumann, Daunte Wright, til bana. 13. apríl 2021 20:05 Sérfræðimat útilokar fíkniefnanotkun sem dánarorsök Dánarorsök George Floyd var súrefnisskortur en ekki fíkniefnanotkun eða undirliggjandi hjartakvillar. Þetta er niðurstaða sérfræðiálits Dr. Martin Tobin, lungna- og gjörgæslulæknis sem bar vitni í réttarhöldum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 8. apríl 2021 19:53 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fleiri fréttir Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Sjá meira
Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26
Lögreglustjórinn segir af sér í kjölfar drápsins á Daunte Wright Lögreglustjórinn í borginni Brooklyn Center í Minnesota-ríki, Tim Gannon, hefur sagt upp störfum. Lögreglan í borginni hefur verið harðlega gagnrýnd eftir að lögreglukona skaut svartan ökumann, Daunte Wright, til bana. 13. apríl 2021 20:05
Sérfræðimat útilokar fíkniefnanotkun sem dánarorsök Dánarorsök George Floyd var súrefnisskortur en ekki fíkniefnanotkun eða undirliggjandi hjartakvillar. Þetta er niðurstaða sérfræðiálits Dr. Martin Tobin, lungna- og gjörgæslulæknis sem bar vitni í réttarhöldum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 8. apríl 2021 19:53