Heimir Guðjóns: „Heilt yfir held ég að fótboltinn sé á réttri leið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. apríl 2021 19:02 Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, telur að sömu lið muni berjast um titilinn í ár og hafa gert síðustu ár. Heimir Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta, segir það fagnaðarefni að Pepsi Max deildin sé loksins að hefjast á ný. Hann segir undirbúninginn hafa verið óhefðbundinn og telur að fótboltinn á Íslandi sé á réttri leið. „Það er bara frábært,“ sagði Heimir í dag. „Það er bara ánægjulegt að við skulum geta farið að byrja. Við höfum reynt að gera það besta úr þessu en svona er staðan og við verðum bara að takast á við það. Svo verðum við bara að vera klárir þegar að mótið byrjar.“ Heimir er ekki viss um að leikmenn verði í sínu besta formi þegar að mótið byrjar. „Ég held að leikmenn verði ekki 100% klárir þegar að mótið byrjar. Engu að síður fáum við núna vonandi að vita betur hvort að það eigi að klára Lengjubikarinn og hvort að það eigi að spila meistari meistaranna. Við fáum því vonandi tvo til þrjá alvöru leiki áður en mótið byrjar og það verður bara að duga.“ Undirbúningurinn hefur verið óhefðbundinn, en Heimir ætlar að reyna að gera það besta úr þessu. „Þegar stoppið kemur þá var svona erfiðasti hjallinn búinn og kominn tími til að létta þetta aðeins og fara meira í taktík og svo framvegis. Við missum það út eneins og ég segi þá verðum við bara að gera það besta úr þessu.“ Heimir segir að hópurinn hjá sínum mönnum sé klár og sér ekki fyrir sér að bæta við sig mönnum. „Ekki eins og staðan er í dag. Við erum ánægðir með hópinn okkar og fullt af frambærilegum leikmönnum. Mér finns við vera ágætlega mannaðir í flestum stöðum.“ Klippa: Heimir Guðjóns Heimir býst við jafnri og spennandi deild og að nokkur lið geti gert atlögu að titlinum. „Ég held að þetta verði KR, FH, Breiðablik og Stjarnan. KA hefur líka verið að styrkja sig mikið. Keflavík eru væntanlega reynslunni ríkari eftir að þeir fóru upp. Ég held að þetta verði þessi sömu lið og hafa verið að berjast um titilinn.“ „Það er erfitt að segja til um það,“ sagði Heimir, aðspurður að því hvort að deildin væri sterkari í ár en áður. „Mér finnst yngri leikmennirnir alltaf verða betri og svona heilt yfir held ég að fótboltinn sé á réttri leið.“ „Auðvitað gerum við þá kröfu að við þurfum að standa okkur betur í Evrópukeppninni og svo framvegis þannig að það er eitt og annað sem þarf að laga.“ “Þegar þú ert kominn í Evrópukeppni þá skiptir drátturinn auðvitað miklu máli. Svo er það formið á liðinu og er sumardeild þar sem andstæðingurinn er að spila eða er þetta vetrardeild þar sem þeir eru rétt að byrja mótið.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
„Það er bara frábært,“ sagði Heimir í dag. „Það er bara ánægjulegt að við skulum geta farið að byrja. Við höfum reynt að gera það besta úr þessu en svona er staðan og við verðum bara að takast á við það. Svo verðum við bara að vera klárir þegar að mótið byrjar.“ Heimir er ekki viss um að leikmenn verði í sínu besta formi þegar að mótið byrjar. „Ég held að leikmenn verði ekki 100% klárir þegar að mótið byrjar. Engu að síður fáum við núna vonandi að vita betur hvort að það eigi að klára Lengjubikarinn og hvort að það eigi að spila meistari meistaranna. Við fáum því vonandi tvo til þrjá alvöru leiki áður en mótið byrjar og það verður bara að duga.“ Undirbúningurinn hefur verið óhefðbundinn, en Heimir ætlar að reyna að gera það besta úr þessu. „Þegar stoppið kemur þá var svona erfiðasti hjallinn búinn og kominn tími til að létta þetta aðeins og fara meira í taktík og svo framvegis. Við missum það út eneins og ég segi þá verðum við bara að gera það besta úr þessu.“ Heimir segir að hópurinn hjá sínum mönnum sé klár og sér ekki fyrir sér að bæta við sig mönnum. „Ekki eins og staðan er í dag. Við erum ánægðir með hópinn okkar og fullt af frambærilegum leikmönnum. Mér finns við vera ágætlega mannaðir í flestum stöðum.“ Klippa: Heimir Guðjóns Heimir býst við jafnri og spennandi deild og að nokkur lið geti gert atlögu að titlinum. „Ég held að þetta verði KR, FH, Breiðablik og Stjarnan. KA hefur líka verið að styrkja sig mikið. Keflavík eru væntanlega reynslunni ríkari eftir að þeir fóru upp. Ég held að þetta verði þessi sömu lið og hafa verið að berjast um titilinn.“ „Það er erfitt að segja til um það,“ sagði Heimir, aðspurður að því hvort að deildin væri sterkari í ár en áður. „Mér finnst yngri leikmennirnir alltaf verða betri og svona heilt yfir held ég að fótboltinn sé á réttri leið.“ „Auðvitað gerum við þá kröfu að við þurfum að standa okkur betur í Evrópukeppninni og svo framvegis þannig að það er eitt og annað sem þarf að laga.“ “Þegar þú ert kominn í Evrópukeppni þá skiptir drátturinn auðvitað miklu máli. Svo er það formið á liðinu og er sumardeild þar sem andstæðingurinn er að spila eða er þetta vetrardeild þar sem þeir eru rétt að byrja mótið.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira