Þegar meðferð eykur líkur á langvinnum verkjum Björn Hákon Sveinsson skrifar 16. apríl 2021 08:01 Fyrirsögnin er kannski svolítið dramatísk en á engu að síðu rétt á sér þegar nýlegar leiðbeiningar um gagnreynda endurhæfingu við stoðkerfisvandamálum eru skoðaðar og svo rannsóknir á því hvað gerist ef meðferðaraðilar fylgja ekki þessum leiðbeiningum. Í samantektarrannsókn Lin et. al 2020 eru settar fram 11 mikilvægar leiðbeiningar til þeirra meðferðaraðila sem eru fyrsta stopp hjá fólki með einkenni frá stoðkerfi. Á Íslandi eru það heimilislæknar, sjúkraþjálfarar, osteopatar, kírópraktorar, sjúkra-/heilsunuddarar og eflaust fleiri stéttir. Hendum okkur beint í alvarlega hlutann áður en athygli flestra flýgur út um gluggann. Í rannsókn Stevans et. al 2021 um áhættuþætti langvinna verkja kemur þetta bersýnilega í ljós. Ef meðferðaraðilar fylgja ekki leiðbeiningum um gagnreynda endurhæfingu aukast líkurnar á því að vandamálið verði langvinnt með hverjum meðferðartíma. Með því að veita meðferð sem brýtur gegn þessum leiðbeiningum erum við því að búa til sjúklinga úr fólki sem munu þurfa á meðferð að halda mun lengur en ella. Það er beinlínis líklegra til árangurs að gera ekki neitt heldur en að veita meðferð sem fylgir ekki þessum leiðbeiningum. Þetta eru sláandi niðurstöður því þær sýna okkur að heilbrigðisyfirvöld þurfa að halda þéttar utan um málaflokkinn ef við eigum ekki að missa sársaukafaraldurinn sem hrjáir okkur algjörlega úr böndunum. En hverjar eru leiðbeiningarnar úr rannsókn Lin og félaga? Endurhæfingin á að vera miðuð að einstaklingnum. Meðferðaraðili á að taka tillit til vilja skjólstæðings síns og saman eiga þeir að ákveða meðferðaráætlun með sem mestum líkum á árangri fyrir skjólstæðinginn. Meðferðaraðilar eiga að meta áhættu skjólstæðings á alvarlegum undirliggjandi sjúkdómum. Meðferðaraðilar eiga að meta áhrif andlegra og félagslegra þátta á heilsu skjólstæðingsins. Mælt er gegn notkun myndgreininga nema: 1 - grunur sé á alvarlegu undirliggjandi vandamáli. 2 - gagnreynd endurhæfing hefur ekki virkað eða við skyndilega og óútskýrða versnun einkenna. 3 - líklegt er að niðurstaða muni breyta meðferðinni. Meðferðaraðilar eiga að framkvæma nákvæma líkamlega skoðun með tilliti til virkni taugakerfisins, liðkeika og vöðvastyrks. Meðferðaraðilar eiga að meta framgang skjólstæðinga með stöðluðum prófum og spurningalistum. Skjólstæðingar eiga að fá greinargóða fræðslu um ástand sitt út frá nýlegum rannsóknum. Ásamt því að fá fræðslu um mögulegar leiðir í endurhæfingu. Óvirk meðferð skal AÐEINS vera notuð til stuðnings við aðra meðferð. Með annarri meðferð er t.d. átt við æfingar, fræðslu, andlega meðferð og hreyfiráðleggingar. Með óvirkri meðferð er átt við meðferð þar sem skjólstæðingurinn er óvirkur, t.d. nudd, þrýsting, hnykkingar, sogskálar, nálastungur, rafmagnstæki og fleira. Ef ekki eru vísbendingar um alvarleg undirliggjandi vandamál skal gagnreynd endurhæfing alltaf fullreynd áður en aðgerðir koma til greina. Ef hægt skal meðferðaraðili hjálpa skjólstæðingi að geta unnið eða snúa aftur til vinnu. Þetta er ekki flókið Til að einfalda málin ættu meðferðaraðilar sem taka á móti skjólstæðingum með stoðkerfisvandamál að: Takmarka notkun á myndgreiningum. Minnka og takmarka óvirka meðferð nema til stuðnings annarri endurhæfingu. Fullreyna endurhæfingu samkvæmt gagnreyndum leiðbeiningum áður en mælt er með aðgerðum. Þegar litið er á þessa samantekt er ljóst að við sem sinnum fólki með stoðkerfisvandamál þurfum að gera betur, þvert á okkar starfsheiti. Við getum ekki haldið áfram að auka líkur fólks á að þróa með sér langvinna verki með því einu að það mæti í tíma til okkar. Stígum upp frá bekkjunum og leyfum myndgreiningum, nuddi, hnykkingum, nálastungum, rafmagnstækjum og fleiru að mæta afgangi í endurhæfingu skjólstæðinga okkar. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun 15. maí 2023 - 75 ár frá upphafi Nakba Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Fyrirsögnin er kannski svolítið dramatísk en á engu að síðu rétt á sér þegar nýlegar leiðbeiningar um gagnreynda endurhæfingu við stoðkerfisvandamálum eru skoðaðar og svo rannsóknir á því hvað gerist ef meðferðaraðilar fylgja ekki þessum leiðbeiningum. Í samantektarrannsókn Lin et. al 2020 eru settar fram 11 mikilvægar leiðbeiningar til þeirra meðferðaraðila sem eru fyrsta stopp hjá fólki með einkenni frá stoðkerfi. Á Íslandi eru það heimilislæknar, sjúkraþjálfarar, osteopatar, kírópraktorar, sjúkra-/heilsunuddarar og eflaust fleiri stéttir. Hendum okkur beint í alvarlega hlutann áður en athygli flestra flýgur út um gluggann. Í rannsókn Stevans et. al 2021 um áhættuþætti langvinna verkja kemur þetta bersýnilega í ljós. Ef meðferðaraðilar fylgja ekki leiðbeiningum um gagnreynda endurhæfingu aukast líkurnar á því að vandamálið verði langvinnt með hverjum meðferðartíma. Með því að veita meðferð sem brýtur gegn þessum leiðbeiningum erum við því að búa til sjúklinga úr fólki sem munu þurfa á meðferð að halda mun lengur en ella. Það er beinlínis líklegra til árangurs að gera ekki neitt heldur en að veita meðferð sem fylgir ekki þessum leiðbeiningum. Þetta eru sláandi niðurstöður því þær sýna okkur að heilbrigðisyfirvöld þurfa að halda þéttar utan um málaflokkinn ef við eigum ekki að missa sársaukafaraldurinn sem hrjáir okkur algjörlega úr böndunum. En hverjar eru leiðbeiningarnar úr rannsókn Lin og félaga? Endurhæfingin á að vera miðuð að einstaklingnum. Meðferðaraðili á að taka tillit til vilja skjólstæðings síns og saman eiga þeir að ákveða meðferðaráætlun með sem mestum líkum á árangri fyrir skjólstæðinginn. Meðferðaraðilar eiga að meta áhættu skjólstæðings á alvarlegum undirliggjandi sjúkdómum. Meðferðaraðilar eiga að meta áhrif andlegra og félagslegra þátta á heilsu skjólstæðingsins. Mælt er gegn notkun myndgreininga nema: 1 - grunur sé á alvarlegu undirliggjandi vandamáli. 2 - gagnreynd endurhæfing hefur ekki virkað eða við skyndilega og óútskýrða versnun einkenna. 3 - líklegt er að niðurstaða muni breyta meðferðinni. Meðferðaraðilar eiga að framkvæma nákvæma líkamlega skoðun með tilliti til virkni taugakerfisins, liðkeika og vöðvastyrks. Meðferðaraðilar eiga að meta framgang skjólstæðinga með stöðluðum prófum og spurningalistum. Skjólstæðingar eiga að fá greinargóða fræðslu um ástand sitt út frá nýlegum rannsóknum. Ásamt því að fá fræðslu um mögulegar leiðir í endurhæfingu. Óvirk meðferð skal AÐEINS vera notuð til stuðnings við aðra meðferð. Með annarri meðferð er t.d. átt við æfingar, fræðslu, andlega meðferð og hreyfiráðleggingar. Með óvirkri meðferð er átt við meðferð þar sem skjólstæðingurinn er óvirkur, t.d. nudd, þrýsting, hnykkingar, sogskálar, nálastungur, rafmagnstæki og fleira. Ef ekki eru vísbendingar um alvarleg undirliggjandi vandamál skal gagnreynd endurhæfing alltaf fullreynd áður en aðgerðir koma til greina. Ef hægt skal meðferðaraðili hjálpa skjólstæðingi að geta unnið eða snúa aftur til vinnu. Þetta er ekki flókið Til að einfalda málin ættu meðferðaraðilar sem taka á móti skjólstæðingum með stoðkerfisvandamál að: Takmarka notkun á myndgreiningum. Minnka og takmarka óvirka meðferð nema til stuðnings annarri endurhæfingu. Fullreyna endurhæfingu samkvæmt gagnreyndum leiðbeiningum áður en mælt er með aðgerðum. Þegar litið er á þessa samantekt er ljóst að við sem sinnum fólki með stoðkerfisvandamál þurfum að gera betur, þvert á okkar starfsheiti. Við getum ekki haldið áfram að auka líkur fólks á að þróa með sér langvinna verki með því einu að það mæti í tíma til okkar. Stígum upp frá bekkjunum og leyfum myndgreiningum, nuddi, hnykkingum, nálastungum, rafmagnstækjum og fleiru að mæta afgangi í endurhæfingu skjólstæðinga okkar. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun