Hraðalækkanir: Fyrir hvern? Egill Þór Jónsson og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifa 17. apríl 2021 16:31 Snemma á níunda áratug síðustu aldar hafði fólk tekið eftir fjölgun umferðaróhappa og slysa áratugina á undan. Orsakaþættirnir þóttu vera mikil aukning á akandi og gangandi vegfarendum í umferð en einnig að umgjörðin í kringum aukinn mannfjölda á ferð hafði ekki þróast í sama takt og mannfjöldinn sjálfur. Í kjölfarið fór Reykjavíkurborg undir stjórn Sjálfstæðisflokksins í átak og kynnti til leiks svokölluð 30 km hverfi, þar sem hámarkshraðinn var hafður 30 km/klst inni í íbúðarhverfum ásamt því að lyfta grettistaki í öðrum áhrifaþáttum umferðaröryggis gatnakerfisins í heild sinni eins og uppsetningu umferðarljósa og gangbrautarljósa og fjölgun hringtorga en fjöldi þeirra tvöfaldaðist yfir næstu tvo áratugi. Annað sem skipti miklu máli var að aðgreina vel keyrandi vegfarendur og gangandi á aðalgatnabrautum eins og stofnbrautum og tengibrautum. Árangurinn stóð ekki á sér og í rannsókn sinni á umferðaróhöppum frá árinu 2006 komst Stefán Agnar Finnsson að þeirri niðurstöðu að slysum hefði fækkað um 27% og alvarlegum slysum um 62% á 30 km svæðum. Hvað umferðaröryggi í Reykjavík í heild varðar sýndu þeir Haraldur Sigþórsson og Stefán í rannsókn sinni frá 2008 að þessar aðgerðir og þær fyrrnefndu sem varða umgjörð umferðarinnar höfðu með réttu bætt umferðaröryggi í Reykjavík til muna. Stundum er einfaldasta lausnin hreinlega besta lausnin Fæstir hafa farið varhluta að því að meirihlutinn í borgarstjórn hefur ákveðið töluverða hraðalækkun á öllum götum í umsjá borgarinnar og vísar í rannsókn Þrastar Þorsteinssonar um tengsl milli hraða ökutækja og framleiðslu svifryks sér til réttlætingar. Það er svo sem ekki nýtt að meiri hraði og þyngd ökutækis slíti malbiki meira en minni hraði og þyngd, né þá að nagladekk séu þar helsta skaðræðið, en rannsóknin er þó ágæt lesning enda mjög fræðandi og gætir að snerta á sem flestum punktum. Í rannsókninni áréttar höfundur þó að mikið af því svifryki sem myndast vegna slits getur skolast í burtu með afrennsli og þá sér í lagi með því að úða göturnar. Raunar tiltekur höfundur í rannsókn sinni ágæti þess að hreinsa göturnar á magn svifryks í andrúmsloftinu á nokkrum stöðum og segir: „Ef hraðinn er minnkaður úr 50 km/klst í 30 km/klst (40% lækkun hraða) fyrir bíla á fólksbíla (sic) á nöglum myndi draga úr framleiðslu svifryks um 47%. Mjög mikilvægt er að gera hér skýran mun á uppsprettu vegryks (PM10) og svifryki í andrúmslofti. Mikið af svifryki á vegum safnast upp og „hverfur“ síðan með afrennsli og úða og fyrir vikið verður ekki að svifryki í andrúmslofti“. - bls. 17 Ásamt þessu tekur höfundur fram að: „Einnig er rétt að benda á að rakar eða blautar götur koma í veg fyrir uppþyrlun af yfirborði, en svifryk í útblæstri ætti greiða leið”. Sannarlega leysist vandamálið með svifryk í útblæstri að miklu leyti með rafvæðingu bílaflotans þó rafmagnsbílar séu auðvitað ekki stikkfrí hvað varðar framleiðslu svifryks. Út frá rannsókn Þrastar má hugsa sér að niðurstaðan sé sú að helst séu tvær leiðir í boði til að koma höggi á svifryksvandann í Reykjavík og þær eru: ● Þrífa göturnar mjög reglulega eins og gert er víða á Norðurlöndunum og draga þannig úr svifryki í andrúmslofti. Kostirnir við þá leið eru hreinar og fínar götur og lítið sem ekkert svifryk í andrúmslofti en gallinn er sá að það kostar meira að þjónusta borgarbúa vel. ●Lækka hámarkshraða alls staðar til að draga úr framleiðslu svifryks. Kostir eru að það yrði þá vonandi um helmingi minna svifryk, en gallar að það kostar um 2-300 milljónir á ári ef þetta er gert á 5 árum, auk þess að hæg umferð ber með sér aukinn þjóðhagslegan kostnað og það heggur ekki jafn vel á magn svifryks í andrúmsloftinu og vel og reglulega þrifnar götur. Þjónusta Strætó versnar Annar vandasamur fylgifiskur þess að lækka umferðarhraðann á þessum götum milli þjónustukjarna í Reykjavík er áhrif þess á leiðakerfi Strætó og umferðaþyngsl inni í íbúðarhverfunum. Í umsögn sinni um hraðalækkun í Reykjavík áréttaði Strætó bs. að því miður myndi það valda því að strætó gæti ekki haldið uppi sömu ferðatíðni og núna (ferðatíðni er núverandi og framtíðarfarþegum strætó mjög mikilvæg) án þess að fjölga vögnum í umferð til muna. Það mun sannarlega kosta drjúgan skilding en að auki skýtur það skökku við markmið hraðalækkunar, enda eru þá bara fleiri vagnar í umferð að framleiða svifryk þó þeir keyri hægar. Hitt er að þegar þrengt var að umferð á Hofsvallagötunni árið 2014 jókst umferð í nærliggjandi götum um 1.000 bíla á sólarhring samkvæmt umferðartalningu borgarinnar. Hæg umferð á þessum aðalgötum er því líkleg til að valda því að fólk seilist frekar inn í hverfin til að komast hjá umferðarþunganum. Ef einn orsakaþáttur umferðaróhappa hérna á árum áður var fjöldi bíla í umferð inni í íbúðarhverfum segir það sig sjálft að þetta er ekki til þess fallið að bæta öryggi fólks á ferðalagi óháð því hvort það sé á tveimur jafnfljótum, hjóli eða bíl. Síðast en ekki síst má velta fyrir sér hvað þessar hraðalækkanir þýða fyrir nauðsyn sérrýmis fyrir Borgarlínu. Því sérrýmið er forsenda þess að vagnarnir komist hratt og örugglega leiðar sinnar, en það mun eflaust þurfa að endurhugsa það eitthvað ef þeir mega bara keyra um rýmið á 30-40 km hraða. Þegar öllu er á botninn hvolft Það er því frekar merkilegt að meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkur sé það illa við að splæsa í betri þrif á götunum að þeir eru tilbúnir að sætta sig við verri strætó og aukna umferð inni í íbúðargötum á sama tíma og þeir eyða 2-300 milljónum á ári næstu 5 árin í breytinguna, alls einn og hálfur milljarður. Í stað þess hreinlega að verja peningum í betri þrif og þar með betri loftgæði. Að lokum má hugsa sér hvort meirihluti borgarstjórnar hafi í raun það markmið að bæta umferðaröryggi, svona í ljósi þess sömu flokkar hafa ítrekað frestað framkvæmdum og lagfæringum á slysamestu og hættulegustu gatnamótum borgarinnar. En það er efni í annan pistil. Höfundar eru Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Samgöngur Umferðaröryggi Umferð Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Skipulag Egill Þór Jónsson Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Snemma á níunda áratug síðustu aldar hafði fólk tekið eftir fjölgun umferðaróhappa og slysa áratugina á undan. Orsakaþættirnir þóttu vera mikil aukning á akandi og gangandi vegfarendum í umferð en einnig að umgjörðin í kringum aukinn mannfjölda á ferð hafði ekki þróast í sama takt og mannfjöldinn sjálfur. Í kjölfarið fór Reykjavíkurborg undir stjórn Sjálfstæðisflokksins í átak og kynnti til leiks svokölluð 30 km hverfi, þar sem hámarkshraðinn var hafður 30 km/klst inni í íbúðarhverfum ásamt því að lyfta grettistaki í öðrum áhrifaþáttum umferðaröryggis gatnakerfisins í heild sinni eins og uppsetningu umferðarljósa og gangbrautarljósa og fjölgun hringtorga en fjöldi þeirra tvöfaldaðist yfir næstu tvo áratugi. Annað sem skipti miklu máli var að aðgreina vel keyrandi vegfarendur og gangandi á aðalgatnabrautum eins og stofnbrautum og tengibrautum. Árangurinn stóð ekki á sér og í rannsókn sinni á umferðaróhöppum frá árinu 2006 komst Stefán Agnar Finnsson að þeirri niðurstöðu að slysum hefði fækkað um 27% og alvarlegum slysum um 62% á 30 km svæðum. Hvað umferðaröryggi í Reykjavík í heild varðar sýndu þeir Haraldur Sigþórsson og Stefán í rannsókn sinni frá 2008 að þessar aðgerðir og þær fyrrnefndu sem varða umgjörð umferðarinnar höfðu með réttu bætt umferðaröryggi í Reykjavík til muna. Stundum er einfaldasta lausnin hreinlega besta lausnin Fæstir hafa farið varhluta að því að meirihlutinn í borgarstjórn hefur ákveðið töluverða hraðalækkun á öllum götum í umsjá borgarinnar og vísar í rannsókn Þrastar Þorsteinssonar um tengsl milli hraða ökutækja og framleiðslu svifryks sér til réttlætingar. Það er svo sem ekki nýtt að meiri hraði og þyngd ökutækis slíti malbiki meira en minni hraði og þyngd, né þá að nagladekk séu þar helsta skaðræðið, en rannsóknin er þó ágæt lesning enda mjög fræðandi og gætir að snerta á sem flestum punktum. Í rannsókninni áréttar höfundur þó að mikið af því svifryki sem myndast vegna slits getur skolast í burtu með afrennsli og þá sér í lagi með því að úða göturnar. Raunar tiltekur höfundur í rannsókn sinni ágæti þess að hreinsa göturnar á magn svifryks í andrúmsloftinu á nokkrum stöðum og segir: „Ef hraðinn er minnkaður úr 50 km/klst í 30 km/klst (40% lækkun hraða) fyrir bíla á fólksbíla (sic) á nöglum myndi draga úr framleiðslu svifryks um 47%. Mjög mikilvægt er að gera hér skýran mun á uppsprettu vegryks (PM10) og svifryki í andrúmslofti. Mikið af svifryki á vegum safnast upp og „hverfur“ síðan með afrennsli og úða og fyrir vikið verður ekki að svifryki í andrúmslofti“. - bls. 17 Ásamt þessu tekur höfundur fram að: „Einnig er rétt að benda á að rakar eða blautar götur koma í veg fyrir uppþyrlun af yfirborði, en svifryk í útblæstri ætti greiða leið”. Sannarlega leysist vandamálið með svifryk í útblæstri að miklu leyti með rafvæðingu bílaflotans þó rafmagnsbílar séu auðvitað ekki stikkfrí hvað varðar framleiðslu svifryks. Út frá rannsókn Þrastar má hugsa sér að niðurstaðan sé sú að helst séu tvær leiðir í boði til að koma höggi á svifryksvandann í Reykjavík og þær eru: ● Þrífa göturnar mjög reglulega eins og gert er víða á Norðurlöndunum og draga þannig úr svifryki í andrúmslofti. Kostirnir við þá leið eru hreinar og fínar götur og lítið sem ekkert svifryk í andrúmslofti en gallinn er sá að það kostar meira að þjónusta borgarbúa vel. ●Lækka hámarkshraða alls staðar til að draga úr framleiðslu svifryks. Kostir eru að það yrði þá vonandi um helmingi minna svifryk, en gallar að það kostar um 2-300 milljónir á ári ef þetta er gert á 5 árum, auk þess að hæg umferð ber með sér aukinn þjóðhagslegan kostnað og það heggur ekki jafn vel á magn svifryks í andrúmsloftinu og vel og reglulega þrifnar götur. Þjónusta Strætó versnar Annar vandasamur fylgifiskur þess að lækka umferðarhraðann á þessum götum milli þjónustukjarna í Reykjavík er áhrif þess á leiðakerfi Strætó og umferðaþyngsl inni í íbúðarhverfunum. Í umsögn sinni um hraðalækkun í Reykjavík áréttaði Strætó bs. að því miður myndi það valda því að strætó gæti ekki haldið uppi sömu ferðatíðni og núna (ferðatíðni er núverandi og framtíðarfarþegum strætó mjög mikilvæg) án þess að fjölga vögnum í umferð til muna. Það mun sannarlega kosta drjúgan skilding en að auki skýtur það skökku við markmið hraðalækkunar, enda eru þá bara fleiri vagnar í umferð að framleiða svifryk þó þeir keyri hægar. Hitt er að þegar þrengt var að umferð á Hofsvallagötunni árið 2014 jókst umferð í nærliggjandi götum um 1.000 bíla á sólarhring samkvæmt umferðartalningu borgarinnar. Hæg umferð á þessum aðalgötum er því líkleg til að valda því að fólk seilist frekar inn í hverfin til að komast hjá umferðarþunganum. Ef einn orsakaþáttur umferðaróhappa hérna á árum áður var fjöldi bíla í umferð inni í íbúðarhverfum segir það sig sjálft að þetta er ekki til þess fallið að bæta öryggi fólks á ferðalagi óháð því hvort það sé á tveimur jafnfljótum, hjóli eða bíl. Síðast en ekki síst má velta fyrir sér hvað þessar hraðalækkanir þýða fyrir nauðsyn sérrýmis fyrir Borgarlínu. Því sérrýmið er forsenda þess að vagnarnir komist hratt og örugglega leiðar sinnar, en það mun eflaust þurfa að endurhugsa það eitthvað ef þeir mega bara keyra um rýmið á 30-40 km hraða. Þegar öllu er á botninn hvolft Það er því frekar merkilegt að meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkur sé það illa við að splæsa í betri þrif á götunum að þeir eru tilbúnir að sætta sig við verri strætó og aukna umferð inni í íbúðargötum á sama tíma og þeir eyða 2-300 milljónum á ári næstu 5 árin í breytinguna, alls einn og hálfur milljarður. Í stað þess hreinlega að verja peningum í betri þrif og þar með betri loftgæði. Að lokum má hugsa sér hvort meirihluti borgarstjórnar hafi í raun það markmið að bæta umferðaröryggi, svona í ljósi þess sömu flokkar hafa ítrekað frestað framkvæmdum og lagfæringum á slysamestu og hættulegustu gatnamótum borgarinnar. En það er efni í annan pistil. Höfundar eru Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun