Flautukarfa hjá Miami, framlengt í New York og Capela með stórleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2021 22:10 Clint Capela var með tröllatvennu í liði Atlanta Hawks í kvöld. NBA Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. New York Knicks vann New Orleans Pelicans eftir framlengingu [122-112], Atlanta Hawks lagði Indiana Pacers [129-117] og Miami Heat vann Brooklyn Nets þökk sé flautukörfu Bam Adebayo [109-107]. Leikur Knicks og Pelicans í New York var frábær skemmtun. Heimamenn fóru gjörsamlega hamförum í öðrum leikhluta og voru með 13 stiga forystu í hálfleik, staðan þá 57-44. Gestirnir mættu tvíefldir til leiks í síðari hálfleik og virtust einfaldlega ætta að fara með sigur af hólmi þegar lítið var eftir af leiknum. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst Knicks að minnka muninn og Reggie Bullock af öllum mönnum jafnaði svo metin í 103-103 rétt fyrir leikslok. Staðan jöfn er venjulegur leiktími rann út og því þurfti að framlengja. REGGIE BULLOCK SENDS IT TO OT! pic.twitter.com/BaE1uUOHOD— ESPN (@espn) April 18, 2021 Í framlengingunni voru Knicks mun sterkari aðilinn. Skoruðu þeir 19 stig gegn níu hjá Pelicans og unnu leikinn því með tíu stiga mun, lokatölur 122-112. Það kemur svo sem ekki á óvart að Julius Randle hafi verið stigahæstur í liði Knicks með 33 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar, taka fimm fráköst og stela boltanum fimm sinnum. Derrick Rose kom þar á eftir með 23 stig. Zion and Julius Randle put on a show Zion: 34 Pts, 9 Reb, 5 AstRandle: 33 Pts, 10 Ast, 5 Stl, W pic.twitter.com/cxNohMncRi— ESPN (@espn) April 18, 2021 Hjá Pelicans var Zion Williamson með 34 stig ásamt því að taka níu fráköst og gefa fimm stoðsendingar. Þar á eftir Eric Bledsoe með 22 stig. Atlanta vann sannfærandi 12 stiga sigur á Indiana Pacers í kvöld, lokatölur 129-117. Clint Capela átti ótrúlegan leik í liði Hawks en hann skoraði 25 stig ásamt því að hann tók 24 fráköst! Trae Young skoraði flest stig í liði Hawks eða 34 talsins. Hjá Pacers var Malcolm Brogdon stigahæstur með 29 stig. 25 points 24 boards 3 blocks@CapelaClint did WORK for the @ATLHawks today. pic.twitter.com/VPj2ib139J— NBA (@NBA) April 18, 2021 Leikur Nets og Miami var einnig hnífjafn og stórskemmtilegur. Nets urðu fyrir áfalli snemma í leiknum en Kevin Durant spilaði aðeins fjórar mínútur. Hann fékk þá högg á lærið og var tekinn af velli. Durant var heitur í upphafi leiks og hafði skorað átta stig en hann hefur verið mikið meiddur á leiktíðinni og Nets taka því engar áhættur. Leikurinn var eins og áður sagði hnífjafn en undir lok fjórða leikhluta virtist sem Nets væru að sigla fram úr. Liðið náði sex stiga forystu en Miami kom til baka. Staðan var svo jöfn 107-107 þegar 45 sekúndur voru eftir. Nets tóku langa sókn sem endaði með því að Kyrie Irving klikkaði á þriggja stiga skoti og Miami fékk tækifæri á að vinna leikinn. Bam Adebayo nýtti það til fullnustu en hann skoraði sigurkörfuna er lokaflautið gall. Lokatölur 109-107 Miami í vil. LADIES AND GENTLEMAN... BAM ADEBAYO! pic.twitter.com/PN3YYCSB6B— Miami HEAT (@MiamiHEAT) April 18, 2021 Adebayo var stigahæstur hjá Miami með 21 stig en hann tók einnig 15 fráköst. Landry Shamet var stigahæstur í liði Nets með 30 stig. Hér má sjá stöðuna í deildinni. Hawks eru í 4. sæti Austurdeildar en Knicks lyftu sér upp í 6. sætið og Miami það sjöunda. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjá meira
Leikur Knicks og Pelicans í New York var frábær skemmtun. Heimamenn fóru gjörsamlega hamförum í öðrum leikhluta og voru með 13 stiga forystu í hálfleik, staðan þá 57-44. Gestirnir mættu tvíefldir til leiks í síðari hálfleik og virtust einfaldlega ætta að fara með sigur af hólmi þegar lítið var eftir af leiknum. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst Knicks að minnka muninn og Reggie Bullock af öllum mönnum jafnaði svo metin í 103-103 rétt fyrir leikslok. Staðan jöfn er venjulegur leiktími rann út og því þurfti að framlengja. REGGIE BULLOCK SENDS IT TO OT! pic.twitter.com/BaE1uUOHOD— ESPN (@espn) April 18, 2021 Í framlengingunni voru Knicks mun sterkari aðilinn. Skoruðu þeir 19 stig gegn níu hjá Pelicans og unnu leikinn því með tíu stiga mun, lokatölur 122-112. Það kemur svo sem ekki á óvart að Julius Randle hafi verið stigahæstur í liði Knicks með 33 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar, taka fimm fráköst og stela boltanum fimm sinnum. Derrick Rose kom þar á eftir með 23 stig. Zion and Julius Randle put on a show Zion: 34 Pts, 9 Reb, 5 AstRandle: 33 Pts, 10 Ast, 5 Stl, W pic.twitter.com/cxNohMncRi— ESPN (@espn) April 18, 2021 Hjá Pelicans var Zion Williamson með 34 stig ásamt því að taka níu fráköst og gefa fimm stoðsendingar. Þar á eftir Eric Bledsoe með 22 stig. Atlanta vann sannfærandi 12 stiga sigur á Indiana Pacers í kvöld, lokatölur 129-117. Clint Capela átti ótrúlegan leik í liði Hawks en hann skoraði 25 stig ásamt því að hann tók 24 fráköst! Trae Young skoraði flest stig í liði Hawks eða 34 talsins. Hjá Pacers var Malcolm Brogdon stigahæstur með 29 stig. 25 points 24 boards 3 blocks@CapelaClint did WORK for the @ATLHawks today. pic.twitter.com/VPj2ib139J— NBA (@NBA) April 18, 2021 Leikur Nets og Miami var einnig hnífjafn og stórskemmtilegur. Nets urðu fyrir áfalli snemma í leiknum en Kevin Durant spilaði aðeins fjórar mínútur. Hann fékk þá högg á lærið og var tekinn af velli. Durant var heitur í upphafi leiks og hafði skorað átta stig en hann hefur verið mikið meiddur á leiktíðinni og Nets taka því engar áhættur. Leikurinn var eins og áður sagði hnífjafn en undir lok fjórða leikhluta virtist sem Nets væru að sigla fram úr. Liðið náði sex stiga forystu en Miami kom til baka. Staðan var svo jöfn 107-107 þegar 45 sekúndur voru eftir. Nets tóku langa sókn sem endaði með því að Kyrie Irving klikkaði á þriggja stiga skoti og Miami fékk tækifæri á að vinna leikinn. Bam Adebayo nýtti það til fullnustu en hann skoraði sigurkörfuna er lokaflautið gall. Lokatölur 109-107 Miami í vil. LADIES AND GENTLEMAN... BAM ADEBAYO! pic.twitter.com/PN3YYCSB6B— Miami HEAT (@MiamiHEAT) April 18, 2021 Adebayo var stigahæstur hjá Miami með 21 stig en hann tók einnig 15 fráköst. Landry Shamet var stigahæstur í liði Nets með 30 stig. Hér má sjá stöðuna í deildinni. Hawks eru í 4. sæti Austurdeildar en Knicks lyftu sér upp í 6. sætið og Miami það sjöunda. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjá meira