Flautukarfa hjá Miami, framlengt í New York og Capela með stórleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2021 22:10 Clint Capela var með tröllatvennu í liði Atlanta Hawks í kvöld. NBA Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. New York Knicks vann New Orleans Pelicans eftir framlengingu [122-112], Atlanta Hawks lagði Indiana Pacers [129-117] og Miami Heat vann Brooklyn Nets þökk sé flautukörfu Bam Adebayo [109-107]. Leikur Knicks og Pelicans í New York var frábær skemmtun. Heimamenn fóru gjörsamlega hamförum í öðrum leikhluta og voru með 13 stiga forystu í hálfleik, staðan þá 57-44. Gestirnir mættu tvíefldir til leiks í síðari hálfleik og virtust einfaldlega ætta að fara með sigur af hólmi þegar lítið var eftir af leiknum. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst Knicks að minnka muninn og Reggie Bullock af öllum mönnum jafnaði svo metin í 103-103 rétt fyrir leikslok. Staðan jöfn er venjulegur leiktími rann út og því þurfti að framlengja. REGGIE BULLOCK SENDS IT TO OT! pic.twitter.com/BaE1uUOHOD— ESPN (@espn) April 18, 2021 Í framlengingunni voru Knicks mun sterkari aðilinn. Skoruðu þeir 19 stig gegn níu hjá Pelicans og unnu leikinn því með tíu stiga mun, lokatölur 122-112. Það kemur svo sem ekki á óvart að Julius Randle hafi verið stigahæstur í liði Knicks með 33 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar, taka fimm fráköst og stela boltanum fimm sinnum. Derrick Rose kom þar á eftir með 23 stig. Zion and Julius Randle put on a show Zion: 34 Pts, 9 Reb, 5 AstRandle: 33 Pts, 10 Ast, 5 Stl, W pic.twitter.com/cxNohMncRi— ESPN (@espn) April 18, 2021 Hjá Pelicans var Zion Williamson með 34 stig ásamt því að taka níu fráköst og gefa fimm stoðsendingar. Þar á eftir Eric Bledsoe með 22 stig. Atlanta vann sannfærandi 12 stiga sigur á Indiana Pacers í kvöld, lokatölur 129-117. Clint Capela átti ótrúlegan leik í liði Hawks en hann skoraði 25 stig ásamt því að hann tók 24 fráköst! Trae Young skoraði flest stig í liði Hawks eða 34 talsins. Hjá Pacers var Malcolm Brogdon stigahæstur með 29 stig. 25 points 24 boards 3 blocks@CapelaClint did WORK for the @ATLHawks today. pic.twitter.com/VPj2ib139J— NBA (@NBA) April 18, 2021 Leikur Nets og Miami var einnig hnífjafn og stórskemmtilegur. Nets urðu fyrir áfalli snemma í leiknum en Kevin Durant spilaði aðeins fjórar mínútur. Hann fékk þá högg á lærið og var tekinn af velli. Durant var heitur í upphafi leiks og hafði skorað átta stig en hann hefur verið mikið meiddur á leiktíðinni og Nets taka því engar áhættur. Leikurinn var eins og áður sagði hnífjafn en undir lok fjórða leikhluta virtist sem Nets væru að sigla fram úr. Liðið náði sex stiga forystu en Miami kom til baka. Staðan var svo jöfn 107-107 þegar 45 sekúndur voru eftir. Nets tóku langa sókn sem endaði með því að Kyrie Irving klikkaði á þriggja stiga skoti og Miami fékk tækifæri á að vinna leikinn. Bam Adebayo nýtti það til fullnustu en hann skoraði sigurkörfuna er lokaflautið gall. Lokatölur 109-107 Miami í vil. LADIES AND GENTLEMAN... BAM ADEBAYO! pic.twitter.com/PN3YYCSB6B— Miami HEAT (@MiamiHEAT) April 18, 2021 Adebayo var stigahæstur hjá Miami með 21 stig en hann tók einnig 15 fráköst. Landry Shamet var stigahæstur í liði Nets með 30 stig. Hér má sjá stöðuna í deildinni. Hawks eru í 4. sæti Austurdeildar en Knicks lyftu sér upp í 6. sætið og Miami það sjöunda. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Sjá meira
Leikur Knicks og Pelicans í New York var frábær skemmtun. Heimamenn fóru gjörsamlega hamförum í öðrum leikhluta og voru með 13 stiga forystu í hálfleik, staðan þá 57-44. Gestirnir mættu tvíefldir til leiks í síðari hálfleik og virtust einfaldlega ætta að fara með sigur af hólmi þegar lítið var eftir af leiknum. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst Knicks að minnka muninn og Reggie Bullock af öllum mönnum jafnaði svo metin í 103-103 rétt fyrir leikslok. Staðan jöfn er venjulegur leiktími rann út og því þurfti að framlengja. REGGIE BULLOCK SENDS IT TO OT! pic.twitter.com/BaE1uUOHOD— ESPN (@espn) April 18, 2021 Í framlengingunni voru Knicks mun sterkari aðilinn. Skoruðu þeir 19 stig gegn níu hjá Pelicans og unnu leikinn því með tíu stiga mun, lokatölur 122-112. Það kemur svo sem ekki á óvart að Julius Randle hafi verið stigahæstur í liði Knicks með 33 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar, taka fimm fráköst og stela boltanum fimm sinnum. Derrick Rose kom þar á eftir með 23 stig. Zion and Julius Randle put on a show Zion: 34 Pts, 9 Reb, 5 AstRandle: 33 Pts, 10 Ast, 5 Stl, W pic.twitter.com/cxNohMncRi— ESPN (@espn) April 18, 2021 Hjá Pelicans var Zion Williamson með 34 stig ásamt því að taka níu fráköst og gefa fimm stoðsendingar. Þar á eftir Eric Bledsoe með 22 stig. Atlanta vann sannfærandi 12 stiga sigur á Indiana Pacers í kvöld, lokatölur 129-117. Clint Capela átti ótrúlegan leik í liði Hawks en hann skoraði 25 stig ásamt því að hann tók 24 fráköst! Trae Young skoraði flest stig í liði Hawks eða 34 talsins. Hjá Pacers var Malcolm Brogdon stigahæstur með 29 stig. 25 points 24 boards 3 blocks@CapelaClint did WORK for the @ATLHawks today. pic.twitter.com/VPj2ib139J— NBA (@NBA) April 18, 2021 Leikur Nets og Miami var einnig hnífjafn og stórskemmtilegur. Nets urðu fyrir áfalli snemma í leiknum en Kevin Durant spilaði aðeins fjórar mínútur. Hann fékk þá högg á lærið og var tekinn af velli. Durant var heitur í upphafi leiks og hafði skorað átta stig en hann hefur verið mikið meiddur á leiktíðinni og Nets taka því engar áhættur. Leikurinn var eins og áður sagði hnífjafn en undir lok fjórða leikhluta virtist sem Nets væru að sigla fram úr. Liðið náði sex stiga forystu en Miami kom til baka. Staðan var svo jöfn 107-107 þegar 45 sekúndur voru eftir. Nets tóku langa sókn sem endaði með því að Kyrie Irving klikkaði á þriggja stiga skoti og Miami fékk tækifæri á að vinna leikinn. Bam Adebayo nýtti það til fullnustu en hann skoraði sigurkörfuna er lokaflautið gall. Lokatölur 109-107 Miami í vil. LADIES AND GENTLEMAN... BAM ADEBAYO! pic.twitter.com/PN3YYCSB6B— Miami HEAT (@MiamiHEAT) April 18, 2021 Adebayo var stigahæstur hjá Miami með 21 stig en hann tók einnig 15 fráköst. Landry Shamet var stigahæstur í liði Nets með 30 stig. Hér má sjá stöðuna í deildinni. Hawks eru í 4. sæti Austurdeildar en Knicks lyftu sér upp í 6. sætið og Miami það sjöunda. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Fleiri fréttir Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Sjá meira