NBA dagsins: Ætlaði að fagna uppi á borði eins og Wade eftir fyrstu sigurkörfuna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. apríl 2021 15:00 Samherjar Bams Adebayo fagna með honum eftir að hann tryggði Miami Heat sigur á Brooklyn Nets í gær. ap/Wilfredo Lee Bam Adebayo skoraði sína fyrstu sigurkörfu á NBA-ferlinum þegar hann tryggði Miami Heat sigur á Brooklyn Nets, 109-107, í gærkvöldi. Staðan var jöfn, 107-107, fyrir lokasókn Miami. Adebayo fékk boltann á þriggja stiga línunni, sótti á Jeff Green og inn í teig áður en hann reis upp og setti niður stökkskot í þann mund sem leiktíminn rann út. Þetta var í fyrsta sinn sem leikmaður Miami skorar sigurkörfu sem þessa síðan Dwyane Wade gerði það fyrir tveimur árum. Í viðtali eftir leikinn sagðist Adebayo hafa íhugað að fagna eins og Wade gerði 2019, með því að standa uppi á ritaraborðinu. spending all day watching this Dwyane Wade buzzer beaterpic.twitter.com/6ACH8krbS9— SB Nation (@SBNation) February 28, 2019 Adebayo lét það þó vera í hálftómri höll. Hann nýtti hins vegar tímann í viðtalinu til að renna yfir skilaboðin og hamingjuóskirnar sem honum höfðu borist eftir leikinn. Miðherjinn sagðist vonast til að þessi sigur yrði eins konar snúningspunktur á tímabilinu hjá Miami. Eftir að hafa komist í úrslit á síðasta tímabili hefur ekki gengið vel í vetur og liðið er í 7. sæti Austurdeildarinnar og þarf eins og staðan er núna að fara í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Adebayo skoraði 21 stig fyrir Miami í leiknum í gær, tók fimmtán fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Goran Dragic skoraði átján stig og Kendrick Nunn sautján. Landry Shamet skoraði þrjátíu stig fyrir Brooklyn sem er í 2. sæti Austurdeildarinnar. Kevin Durant fór meiddur af velli í liði Brooklyn eftir aðeins fjórar mínútur. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Miami og Brooklyn, New York Knicks og New Orleans Pelicans og Atlanta Hawks og Indiana Pacers auk flottustu tilþrifanna. Klippa: NBA dagsins 19. apríl NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Sjá meira
Staðan var jöfn, 107-107, fyrir lokasókn Miami. Adebayo fékk boltann á þriggja stiga línunni, sótti á Jeff Green og inn í teig áður en hann reis upp og setti niður stökkskot í þann mund sem leiktíminn rann út. Þetta var í fyrsta sinn sem leikmaður Miami skorar sigurkörfu sem þessa síðan Dwyane Wade gerði það fyrir tveimur árum. Í viðtali eftir leikinn sagðist Adebayo hafa íhugað að fagna eins og Wade gerði 2019, með því að standa uppi á ritaraborðinu. spending all day watching this Dwyane Wade buzzer beaterpic.twitter.com/6ACH8krbS9— SB Nation (@SBNation) February 28, 2019 Adebayo lét það þó vera í hálftómri höll. Hann nýtti hins vegar tímann í viðtalinu til að renna yfir skilaboðin og hamingjuóskirnar sem honum höfðu borist eftir leikinn. Miðherjinn sagðist vonast til að þessi sigur yrði eins konar snúningspunktur á tímabilinu hjá Miami. Eftir að hafa komist í úrslit á síðasta tímabili hefur ekki gengið vel í vetur og liðið er í 7. sæti Austurdeildarinnar og þarf eins og staðan er núna að fara í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Adebayo skoraði 21 stig fyrir Miami í leiknum í gær, tók fimmtán fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Goran Dragic skoraði átján stig og Kendrick Nunn sautján. Landry Shamet skoraði þrjátíu stig fyrir Brooklyn sem er í 2. sæti Austurdeildarinnar. Kevin Durant fór meiddur af velli í liði Brooklyn eftir aðeins fjórar mínútur. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Miami og Brooklyn, New York Knicks og New Orleans Pelicans og Atlanta Hawks og Indiana Pacers auk flottustu tilþrifanna. Klippa: NBA dagsins 19. apríl NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Sjá meira