Hefði viljað ganga lengra til að „stoppa lekann á landamærum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 22. apríl 2021 11:38 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, segir miður að ekki hafi verið gengið lengra í frumvarpi sem samþykkt var á Alþingi í nótt við að veita sóttvarnayfirvöldum heimild til að „stöðva lekann á landamærum.“ Hún telur ósamstöðu innan ríkisstjórnarinnar um að kenna. „Það var auðvitað nauðsynlegt að gera eitthvað en því miður þá var sóttvarnayfirvöldum ekki veitt fullnægjandi heimild til að stoppa lekann á landamærunum og ég átta mig ekki alveg á því hvers vegna heilbrigðisráðherra lagði ekki í að ganga alla leið,“ segir Helga Vala. Í stuttu máli skyldar frumvarpið fólk frá tilteknum svæðum til að fara í sóttvarnahús milli skimana eftir komuna til landsins. Þá veitir það heimildir til að takmarka komu fólks frá frá sömu svæðum nema í brýnum erindagjörðum. „Þetta er bráðabirgðaákvæði og gildir í stuttan tíma en þetta er auðvitað skárra en að gera ekki neitt eins og við höfum horft á undanfarnar vikur.“ Eins og slökkviliðið þurfi heimild stjórnvalda til að slökkva eld Hún hafi viljað gefa sóttvarnayfirvöldum skýra lagaheimild fyrir því að bregðast hratt við og skylda fólk til dvalar í sóttvarnarhúsi ef að nauðsynlegt þykir. „Það var ágætt hvernig Þórólfur lýsti því sjálfur á fundi nefndarinnar í gær, að þetta væri eins og að slökkviliðsmaðurinn þyrfti að mæta og eiga samtal við stjórnmálamenn á leiðinni á vettvang þegar að húsið er að brenna. En einhvern veginn er hann ekki með heimild til að slökkva eldinn,“ segir Helga Vala. Óboðleg vinnubrögð Henni þyki sem ekki hafi verið tekið almennilega á þessu þrátt fyrir lagabreytingarnar. „Því miður þá virðist vera sem að ósamstaðan innan ríkisstjórnarinnar hafi valdið því að það var farin einhver svona milli leið,“ segir Helga Vala. Hún segir að stemningin á Alþingi í nótt hafi verið í takt við þá staðreynd að þar hafi fólk verið búið að vera í vinnunni frá því snemma um morgun og fram á nóttu. „Það var svona, þráðurinn orðinn frekar stuttur í mannskapnum,“ segir Helga Vala. Ljóst sé að margir hafi verið orðnir þreyttir. „Það er kannski það líka sem að margir gagnrýndu, að koma með þetta svona seint inn og krefjast þess að þingið myndi afgreiða þetta á einu eftirmiðdegi með fjölda, fjölda gesta, við vorum að taka inn síðustu gesti bara um ellefu leytið í gærkvöldi. Það eru auðvitað ekki boðleg vinnubrögð fyrir löggjafarsamkunduna.“ Alþingi Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfylkingin Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Bein útsending frá setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Sjá meira
„Það var auðvitað nauðsynlegt að gera eitthvað en því miður þá var sóttvarnayfirvöldum ekki veitt fullnægjandi heimild til að stoppa lekann á landamærunum og ég átta mig ekki alveg á því hvers vegna heilbrigðisráðherra lagði ekki í að ganga alla leið,“ segir Helga Vala. Í stuttu máli skyldar frumvarpið fólk frá tilteknum svæðum til að fara í sóttvarnahús milli skimana eftir komuna til landsins. Þá veitir það heimildir til að takmarka komu fólks frá frá sömu svæðum nema í brýnum erindagjörðum. „Þetta er bráðabirgðaákvæði og gildir í stuttan tíma en þetta er auðvitað skárra en að gera ekki neitt eins og við höfum horft á undanfarnar vikur.“ Eins og slökkviliðið þurfi heimild stjórnvalda til að slökkva eld Hún hafi viljað gefa sóttvarnayfirvöldum skýra lagaheimild fyrir því að bregðast hratt við og skylda fólk til dvalar í sóttvarnarhúsi ef að nauðsynlegt þykir. „Það var ágætt hvernig Þórólfur lýsti því sjálfur á fundi nefndarinnar í gær, að þetta væri eins og að slökkviliðsmaðurinn þyrfti að mæta og eiga samtal við stjórnmálamenn á leiðinni á vettvang þegar að húsið er að brenna. En einhvern veginn er hann ekki með heimild til að slökkva eldinn,“ segir Helga Vala. Óboðleg vinnubrögð Henni þyki sem ekki hafi verið tekið almennilega á þessu þrátt fyrir lagabreytingarnar. „Því miður þá virðist vera sem að ósamstaðan innan ríkisstjórnarinnar hafi valdið því að það var farin einhver svona milli leið,“ segir Helga Vala. Hún segir að stemningin á Alþingi í nótt hafi verið í takt við þá staðreynd að þar hafi fólk verið búið að vera í vinnunni frá því snemma um morgun og fram á nóttu. „Það var svona, þráðurinn orðinn frekar stuttur í mannskapnum,“ segir Helga Vala. Ljóst sé að margir hafi verið orðnir þreyttir. „Það er kannski það líka sem að margir gagnrýndu, að koma með þetta svona seint inn og krefjast þess að þingið myndi afgreiða þetta á einu eftirmiðdegi með fjölda, fjölda gesta, við vorum að taka inn síðustu gesti bara um ellefu leytið í gærkvöldi. Það eru auðvitað ekki boðleg vinnubrögð fyrir löggjafarsamkunduna.“
Alþingi Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfylkingin Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Bein útsending frá setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Sjá meira