NBA dagsins: Nuggets marði Portland, ekkert fær Randle stöðvað og háspenna í leik 76ers og Suns Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. apríl 2021 15:00 Julius Randle hefur verið sjóðandi heitur undanfarnar vikur. NBA Það fóru ekki nema tólf leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Julius Randle var í gírnum, Phoenix Suns lagði Philadelphia 76ers þrátt fyrir stórleik Joel Embiid og það var háspenna lífshætta í leik Denver Nuggets og Portland Trail Blazers. Phoenix Suns lagði Philadelphia 76ers í hörkuleik, lokatölur 116-113. Chris Paul átti mjög góðan leik að venju í liði Phoenix, hann skoraði 28 stig og gaf átta stoðsendingar. Joel Embiid skoraði 38 stig í liði 76ers ásamt því að taka 17 fráköst. Embiid var nálægt því að jafna leikinn eftir að Chris Paul klikkaði á vítaskoti undir lok leiks. Embiid náði boltanum og henti honum þvert yfir völlinn og var hársbreidd frá því að jafna metin. New York Knicks vann einnig tíu stiga sigur á Atlanta Hawks í framlengdum leik, lokatölur 137-127. Julius Randle hefur verið nær óstöðvandi í liði Knicks undanfarnar vikur og var það enn á ný í nótt. Hann skoraði 40 stig og tók 11 fráköst. Þá vann Denver Nuggets eins stigs sigur á Portland Trail Blazers, 106-105. Nikola Jokić skoraði 25 stig í liði Nuggets og tók 9 fráköst. Damian Lillard svar stigahæstur í liði Portland með 22 stig. Hér að neðan má sjá allt það helsta úr leikjunum þremur. Klippa: NBA dagsins NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Sjá meira
Phoenix Suns lagði Philadelphia 76ers í hörkuleik, lokatölur 116-113. Chris Paul átti mjög góðan leik að venju í liði Phoenix, hann skoraði 28 stig og gaf átta stoðsendingar. Joel Embiid skoraði 38 stig í liði 76ers ásamt því að taka 17 fráköst. Embiid var nálægt því að jafna leikinn eftir að Chris Paul klikkaði á vítaskoti undir lok leiks. Embiid náði boltanum og henti honum þvert yfir völlinn og var hársbreidd frá því að jafna metin. New York Knicks vann einnig tíu stiga sigur á Atlanta Hawks í framlengdum leik, lokatölur 137-127. Julius Randle hefur verið nær óstöðvandi í liði Knicks undanfarnar vikur og var það enn á ný í nótt. Hann skoraði 40 stig og tók 11 fráköst. Þá vann Denver Nuggets eins stigs sigur á Portland Trail Blazers, 106-105. Nikola Jokić skoraði 25 stig í liði Nuggets og tók 9 fráköst. Damian Lillard svar stigahæstur í liði Portland með 22 stig. Hér að neðan má sjá allt það helsta úr leikjunum þremur. Klippa: NBA dagsins NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Sjá meira