Kofabyggðirnar Ingvar Arnarson skrifar 22. apríl 2021 17:31 Nú á dögunum kom fram hugmynd frá meirihlutanum að reisa færanlegar kennslustofur við Sunnuhvol á Vífilsstöðum til að fjölga leikskólaplássum í Garðabæ. Þessari hugmynd er ætlað að mæta skorti á leikskólaplássum og í raun skyndilausn sem ætti ekki að þurfa að grípa til ef vandað er til verka við áætlun íbúafjölgunar og framkvæmda. Það var fyrir löngu orðið ljóst að íbúafjölgun í Garðabæ væri meiri en áætluð var af meirihlutanum. Við í Garðabæjarlistanum höfum fyrir löngu bent á að þessi áætlun meirihlutans stæðist ekki skoðun, það er heldur betur að koma á daginn. En á hverjum bitnar þessi vanáætlun, jú hún bitnar fyrst og fremst á barnafjölskyldum og leiðir af sér hina frægu kofa. Staða sem er algjörlega ólíðandi. Við höfum lagt fram tillögur um að áætlanir um uppbyggingu leikskóla verði gerðar þannig að Garðbæingar þurfi ekki að lenda í þessum aðstæðum, en þeim hefur yfirleitt verið hafnað eða svæfðar í nefndum. Hvers vegna eru kofarnir ekki tímabundin aðgerð í Garðabæ? Í gegnum tíðina hefur Garðabær þurft að koma fyrir færanlegum kennslustofum við leik- og grunnskóla og oft hefur það verið nauðsynlegt sem tímabundin aðgerð í nýjum hverfum á meðan stórt hlutfall af barnafjölskyldum býr í hverfinu. En skoðum nú aðeins hvar þessir kofar eru, við sem höfum alist upp í Garðabæ munum eftir kofum við Flataskóla í fjölda ára eða allt þar til skólinn var stækkaður í nokkrar áttir, með marga anga líkt og alþjóðaflugvöllur. Þegar þeir kofar fóru komu aðrir við Garðaskóla og standa þar enn. Við Hofsstaðaskóla og á Álftanesi hafa verið kofar við skólana í fjölda ára og ekki má nú gleyma gámunum við Alþjóðaskólann. Stöndum við stóru orðin – vöndum til verka Það sem er aftur á móti jákvætt er að það er verið að bregðast við skorti á leikskólaplássum, ég vona svo sannarlega að þessar færanlegu stofur verði komnar í gagnið fyrir haustið og það takist að manna þær stöður sem skapast, þannig verður vonandi hægt að tryggja öllum börnum í Garðabæ leikskólapláss. Einnig vona ég að þetta verði til þess að við uppbyggingu hverfa verði ráðist í að byggja upp leik- og grunnskóla áður en þau hvefin fyllast af börnum. Fyrir mér eru þessir varanlegu kofar minnisvarði um vanáætlanir. Höfundur er bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skóla - og menntamál Leikskólar Ingvar Arnarson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú á dögunum kom fram hugmynd frá meirihlutanum að reisa færanlegar kennslustofur við Sunnuhvol á Vífilsstöðum til að fjölga leikskólaplássum í Garðabæ. Þessari hugmynd er ætlað að mæta skorti á leikskólaplássum og í raun skyndilausn sem ætti ekki að þurfa að grípa til ef vandað er til verka við áætlun íbúafjölgunar og framkvæmda. Það var fyrir löngu orðið ljóst að íbúafjölgun í Garðabæ væri meiri en áætluð var af meirihlutanum. Við í Garðabæjarlistanum höfum fyrir löngu bent á að þessi áætlun meirihlutans stæðist ekki skoðun, það er heldur betur að koma á daginn. En á hverjum bitnar þessi vanáætlun, jú hún bitnar fyrst og fremst á barnafjölskyldum og leiðir af sér hina frægu kofa. Staða sem er algjörlega ólíðandi. Við höfum lagt fram tillögur um að áætlanir um uppbyggingu leikskóla verði gerðar þannig að Garðbæingar þurfi ekki að lenda í þessum aðstæðum, en þeim hefur yfirleitt verið hafnað eða svæfðar í nefndum. Hvers vegna eru kofarnir ekki tímabundin aðgerð í Garðabæ? Í gegnum tíðina hefur Garðabær þurft að koma fyrir færanlegum kennslustofum við leik- og grunnskóla og oft hefur það verið nauðsynlegt sem tímabundin aðgerð í nýjum hverfum á meðan stórt hlutfall af barnafjölskyldum býr í hverfinu. En skoðum nú aðeins hvar þessir kofar eru, við sem höfum alist upp í Garðabæ munum eftir kofum við Flataskóla í fjölda ára eða allt þar til skólinn var stækkaður í nokkrar áttir, með marga anga líkt og alþjóðaflugvöllur. Þegar þeir kofar fóru komu aðrir við Garðaskóla og standa þar enn. Við Hofsstaðaskóla og á Álftanesi hafa verið kofar við skólana í fjölda ára og ekki má nú gleyma gámunum við Alþjóðaskólann. Stöndum við stóru orðin – vöndum til verka Það sem er aftur á móti jákvætt er að það er verið að bregðast við skorti á leikskólaplássum, ég vona svo sannarlega að þessar færanlegu stofur verði komnar í gagnið fyrir haustið og það takist að manna þær stöður sem skapast, þannig verður vonandi hægt að tryggja öllum börnum í Garðabæ leikskólapláss. Einnig vona ég að þetta verði til þess að við uppbyggingu hverfa verði ráðist í að byggja upp leik- og grunnskóla áður en þau hvefin fyllast af börnum. Fyrir mér eru þessir varanlegu kofar minnisvarði um vanáætlanir. Höfundur er bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun