Styttri vinnutími í kirkjugörðum dauðans alvara Snorri Másson skrifar 23. apríl 2021 16:26 Í kirkjugörðum Reykjavíkur eru starfsmenn héðan í frá í fríi eftir hádegi á föstudögum. Þetta kemur að sögn útfararstjóra svo mikið niður á þjónustunni þá daga, að fólk neyðist til að jarða á öðrum tíma vikunnar. Vísir/Vilhelm Stytting vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg er ekki fórnarlambslaus glæpur. Megn óánægja hefur grafið um sig hjá útfararstjórum borgarinnar með Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmanna, sem hafa að sögn útfararstjóra nánast skrúfað fyrir greftranir á vinsælasta útfarardegi vikunnar. Þar sem vinnuvika starfsfólks kirkjugarðanna í Reykjavík er nú um fjórum tímum styttri, er allt steindautt á þeim bænum eftir hádegi á föstudögum. Enginn er jarðaður. Útfarir eldsnemma á morgnana eru síðan ekki fýsilegur kostur að mati margra, þannig að Sverrir Einarsson útfararstjóri lítur svo á að föstudagar séu í raun og veru fallnir út sem útfarardagar. Sverrir Einarsson hefur starfað við útfararþjónustu frá 1979 og er eigandi Útfararstofu Íslands.Útfararstofa Íslands Þar með missa ýmsir í hans geira spón úr aski sínum en enn fremur bitnar skerðing á þjónustu á aðstandendum, segir Sverrir. Það er auðvitað grafalvarlegt mál. „Það hefur verið gríðarlega mikil óánægja bæði hjá aðstandendum og prestum, sem hafa verið mjög ósáttir. Við höfum lent í tómu veseni með þetta og kollegar mínir hafa sagt mér að þetta sé ekki þægilegt,“ segir Sverrir í samtali við Vísi. Vilji fólk halda útför á föstudegi verður hún nú að hefjast klukkan 10 um morgun til að greftrunin rúmist innan vinnutímans í kirkjugarðinum. Þar með þarf kistulagning að eiga sér stað um níuleytið ef allt á að ganga upp. „Þetta er mjög bagalegt,“ segir útfararstjórinn og útskýrir að vinsælasti jarðarfaratími vikunnar hafi hingað til verið á milli eitt og þrjú á föstudögum. Þetta er „einkennileg ráðstöfun“ að mati Sverris og hún veldur því að álagið verður þeim mun meira á öðrum dögum. „Fólkið heldur áfram að deyja og það þarf áfram að jarða það,“ segir útfararstjórinn. Telur að góð sátt ríki Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, segir að komið hafi verið til móts við fólk með því að leyfa greftranir klukkan 10. Upphaflega stóð það ekki til. Hann telur að það sleppi að hafa kistulagninguna þá klukkan hálftíu enda vari hún sjaldnast lengur en í rúmt korter. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæmis.Vísir/Baldur „Starfsmenn vinna nú til 12 á föstudögum eftir að ákvörðun var tekin um að stytta vinnudaginn þá. Ég held að það sé góð sátt um þetta svona. Ég heyri ekki annað,“ segir Þórsteinn. Á forræði hans eru kirkjugarðarnir í Fossvogi, Gufunesi, Kópavogi og Hólavallagarður. Vinnutímabreytingin hefur aðeins áhrif á jarðarfarir, en ekki bálfarir. Þegar kistan er brennd kveðja aðstandendur hinn látna í kirkjunni og bálförin er jafnan haldin síðar. Lífskjarasamningurinn, sem var undirritaður vorið 2019, kvað á um styttingu vinnuvikunnar hjá ákveðnum hópum. Víða gátu starfsmenn samið í krafti hans um styttingu um fjórar klukkustundir í viku og er útfærslan ærið misjöfn eftir vinnustöðum. Enn er unnið að því að innleiða breytingarnar. Kirkjugarðar Reykjavík Stytting vinnuvikunnar Vinnumarkaður Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Þar sem vinnuvika starfsfólks kirkjugarðanna í Reykjavík er nú um fjórum tímum styttri, er allt steindautt á þeim bænum eftir hádegi á föstudögum. Enginn er jarðaður. Útfarir eldsnemma á morgnana eru síðan ekki fýsilegur kostur að mati margra, þannig að Sverrir Einarsson útfararstjóri lítur svo á að föstudagar séu í raun og veru fallnir út sem útfarardagar. Sverrir Einarsson hefur starfað við útfararþjónustu frá 1979 og er eigandi Útfararstofu Íslands.Útfararstofa Íslands Þar með missa ýmsir í hans geira spón úr aski sínum en enn fremur bitnar skerðing á þjónustu á aðstandendum, segir Sverrir. Það er auðvitað grafalvarlegt mál. „Það hefur verið gríðarlega mikil óánægja bæði hjá aðstandendum og prestum, sem hafa verið mjög ósáttir. Við höfum lent í tómu veseni með þetta og kollegar mínir hafa sagt mér að þetta sé ekki þægilegt,“ segir Sverrir í samtali við Vísi. Vilji fólk halda útför á föstudegi verður hún nú að hefjast klukkan 10 um morgun til að greftrunin rúmist innan vinnutímans í kirkjugarðinum. Þar með þarf kistulagning að eiga sér stað um níuleytið ef allt á að ganga upp. „Þetta er mjög bagalegt,“ segir útfararstjórinn og útskýrir að vinsælasti jarðarfaratími vikunnar hafi hingað til verið á milli eitt og þrjú á föstudögum. Þetta er „einkennileg ráðstöfun“ að mati Sverris og hún veldur því að álagið verður þeim mun meira á öðrum dögum. „Fólkið heldur áfram að deyja og það þarf áfram að jarða það,“ segir útfararstjórinn. Telur að góð sátt ríki Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, segir að komið hafi verið til móts við fólk með því að leyfa greftranir klukkan 10. Upphaflega stóð það ekki til. Hann telur að það sleppi að hafa kistulagninguna þá klukkan hálftíu enda vari hún sjaldnast lengur en í rúmt korter. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæmis.Vísir/Baldur „Starfsmenn vinna nú til 12 á föstudögum eftir að ákvörðun var tekin um að stytta vinnudaginn þá. Ég held að það sé góð sátt um þetta svona. Ég heyri ekki annað,“ segir Þórsteinn. Á forræði hans eru kirkjugarðarnir í Fossvogi, Gufunesi, Kópavogi og Hólavallagarður. Vinnutímabreytingin hefur aðeins áhrif á jarðarfarir, en ekki bálfarir. Þegar kistan er brennd kveðja aðstandendur hinn látna í kirkjunni og bálförin er jafnan haldin síðar. Lífskjarasamningurinn, sem var undirritaður vorið 2019, kvað á um styttingu vinnuvikunnar hjá ákveðnum hópum. Víða gátu starfsmenn samið í krafti hans um styttingu um fjórar klukkustundir í viku og er útfærslan ærið misjöfn eftir vinnustöðum. Enn er unnið að því að innleiða breytingarnar.
Kirkjugarðar Reykjavík Stytting vinnuvikunnar Vinnumarkaður Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira