Alþjóðahugverkadagurinn 2021: Frá hugmynd að verðmætum Borghildur Erlingsdóttir skrifar 26. apríl 2021 08:00 Lítil og meðalstór fyrirtæki eru burðarás íslensks efnahags, nýsköpunar og verðmætasköpunar. Það er því ánægjulegt að á alþjóðahugverkadeginum, World IP Day, sem haldinn er 26. apríl ár hvert, er í ár sérstaklega horft til hins mikilvæga hlutverks lítilla og meðalstórra fyrirtækja í samfélaginu og hvernig þau geta nýtt hugverkaréttindi til að koma hugmynd sinni á markað. Í þessu samhengi er litið til þess hvernig hugverkaréttindi geta hjálpað slíkum fyrirtækjum að byggja upp sterkari og samkeppnishæfari rekstur. Nú þegar sér til lands í baráttunni við heimsfaraldur horfum við fram á við og rýnum hvernig veita má fyrirtækjum innspýtingu til framtíðar. Íslensk fyrirtæki eru auðug af hugmyndum og hugviti sem hafa alla burði til að verða að verðmætri vöru eða þjónustu. Hér gegna hugverkaréttindi lykilhlutverki enda er vernd hugverka ómissandi hluti af því að góð nýsköpunarhugmynd verði að veruleika, komist á markað og skapi verðmæti. Tengingin á milli hugverkaréttinda og árangurs fyrirtækja er skýr. Í nýlegri rannsókn Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) kemur fram að fyrirtæki sem vernda hugverkin sín skapa að meðaltali 20,2% hærri tekjur á starfsmann og greiða að meðaltali 19,3% hærri laun. Séu aðeins skoðuð lítil og meðalstór fyrirtæki eru tekjurnar að meðaltali 68% hærri hjá fyrirtækjum sem vernda hugverkin sín. Rannsóknir sýna einnig að fyrirtæki sem nota hugverkaréttindi eru betur í stakk búin til að þola áföll og ná fram hröðum vexti. Það er algengur misskilningur að hugverkaréttindi séu aðeins fyrir stærri og rótgrónari fyrirtæki. Sannleikurinn er sá að það eru ekki bara stór fyrirtæki sem vernda hugverk, en fyrirtæki eru miklu líklegri til að verða stór ef þau vernda hugverkin sín. Það er því gleðiefni að sjá þá miklu nýsköpun og hugmyndaauðgi sem er að finna meðal íslenskra lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Í tölfræði Hugverkastofunnar frá árinu 2020 má merkja aukningu á fjölda umsókna íslenskra aðila um skráningu vörumerkja og einkaleyfa. Það eru því jákvæð teikn á lofti. Nýsköpun lítilla og meðalstórra fyrirtækja getur, með aðstoð hugverkaréttinda, verið undirstaða verðmæta- og atvinnusköpunar þegar Ísland stígur út úr skugga COVID-19. Hugverkastofan veitir þá þjónustu sem þarf til að aðstoða íslensk fyrirtæki við að vernda og hagnýta hugverk sín þannig að þau vaxi og dafni. Það er okkur öllum til hagsbóta. Gleðilegan alþjóðahugverkadag! Höfundur er forstjóri Hugverkastofunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Stjórnsýsla Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Lítil og meðalstór fyrirtæki eru burðarás íslensks efnahags, nýsköpunar og verðmætasköpunar. Það er því ánægjulegt að á alþjóðahugverkadeginum, World IP Day, sem haldinn er 26. apríl ár hvert, er í ár sérstaklega horft til hins mikilvæga hlutverks lítilla og meðalstórra fyrirtækja í samfélaginu og hvernig þau geta nýtt hugverkaréttindi til að koma hugmynd sinni á markað. Í þessu samhengi er litið til þess hvernig hugverkaréttindi geta hjálpað slíkum fyrirtækjum að byggja upp sterkari og samkeppnishæfari rekstur. Nú þegar sér til lands í baráttunni við heimsfaraldur horfum við fram á við og rýnum hvernig veita má fyrirtækjum innspýtingu til framtíðar. Íslensk fyrirtæki eru auðug af hugmyndum og hugviti sem hafa alla burði til að verða að verðmætri vöru eða þjónustu. Hér gegna hugverkaréttindi lykilhlutverki enda er vernd hugverka ómissandi hluti af því að góð nýsköpunarhugmynd verði að veruleika, komist á markað og skapi verðmæti. Tengingin á milli hugverkaréttinda og árangurs fyrirtækja er skýr. Í nýlegri rannsókn Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) kemur fram að fyrirtæki sem vernda hugverkin sín skapa að meðaltali 20,2% hærri tekjur á starfsmann og greiða að meðaltali 19,3% hærri laun. Séu aðeins skoðuð lítil og meðalstór fyrirtæki eru tekjurnar að meðaltali 68% hærri hjá fyrirtækjum sem vernda hugverkin sín. Rannsóknir sýna einnig að fyrirtæki sem nota hugverkaréttindi eru betur í stakk búin til að þola áföll og ná fram hröðum vexti. Það er algengur misskilningur að hugverkaréttindi séu aðeins fyrir stærri og rótgrónari fyrirtæki. Sannleikurinn er sá að það eru ekki bara stór fyrirtæki sem vernda hugverk, en fyrirtæki eru miklu líklegri til að verða stór ef þau vernda hugverkin sín. Það er því gleðiefni að sjá þá miklu nýsköpun og hugmyndaauðgi sem er að finna meðal íslenskra lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Í tölfræði Hugverkastofunnar frá árinu 2020 má merkja aukningu á fjölda umsókna íslenskra aðila um skráningu vörumerkja og einkaleyfa. Það eru því jákvæð teikn á lofti. Nýsköpun lítilla og meðalstórra fyrirtækja getur, með aðstoð hugverkaréttinda, verið undirstaða verðmæta- og atvinnusköpunar þegar Ísland stígur út úr skugga COVID-19. Hugverkastofan veitir þá þjónustu sem þarf til að aðstoða íslensk fyrirtæki við að vernda og hagnýta hugverk sín þannig að þau vaxi og dafni. Það er okkur öllum til hagsbóta. Gleðilegan alþjóðahugverkadag! Höfundur er forstjóri Hugverkastofunnar.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun