Segja faraldrinum lokið í Bretlandi en staðan aldrei verri á Indlandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. apríl 2021 13:01 Indverjar glíma nú við kröftuga aðra bylgju faraldursins og álagið á heilbrigðiskerfið þar í landi er gríðarlegt. EPA-EFE/PIYAL ADHIKARY Þriðja daginn í röð var slegið vafasamt met í fjölda dauðsfalla af völdum covid-19 á Indlandi. Á sama tíma hafa sérfræðingar lýst því yfir að faraldrinum sé lokið á Bretlandi. Síðastliðna þrjá sólarhringa hafa hátt í milljón greinst með covid-19 á Indlandi, þar af hátt í þrjú hundruð og fimmtíu þúsund í gær. Síðastliðinn sólarhring létust ríflega tvö þúsund og sex hundruð úr sjúkdómnum sem er nýtt met á einum degi. Sjúkrahús eru yfirfull og súrefnisbirgðir af skornum skammti. Í nótt létust til að mynda tuttugu einstaklingar á einu sjúkrahúsi í Delí sem rekja má til súrefnisskorts. Herinn hefur verið kallaður til til að aðstoða við dreifingu súrefnis um landið. Á hverjum degi tekur heilbrigðisstarfsfólk við símtölum þar sem aðstandendur grátbiðja um aðstoð til handa veikum fjölskyldumeðlimum, en fá ekkert að gert. Leitað er allra leiða til að útskrifa sjúklinga um leið og ástand þeirra er orðið stöðugt. Hæstiréttur Indlands hefur sagt neyðarástand ríkja vegna stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu en aðrir hafa talað um algjört kerfishrun. Ástandið má meðal annars rekja til máttlausra sóttvarnaaðgerða og sinnuleysis. Segja heimsfaraldri lokið í Bretlandi Á sama tíma og faraldurinn nær nýju hámarki á Indlandi hafa sérfræðingar sagt faraldrinum svo gott sem lokið á Bretlandi. Árangurinn megi rekja til góðs árangurs við bólusetningar, sem hafi leitt til þess að smituðum sem sýna einkenni hefur fækkað um allt að níutíu prósent. Sérfræðingar sem standa að baki fyrstu stóru rannsókninni á áhrifum bólusetningar vilja því meina að ekki sé lengur hægt að segja að Bretland glími við heimsfaraldur (e. pandemic), heldur faraldur (e. epidemic) þar sem útbreiðsla veirunnar er lítil og ástandið undir stjórn. Rannsóknin leiddi í ljós að dregið hafi verulega úr útbreiðslu veirunnar meðal almennings, en tilfellum bæði þar sem folk sýnir einkenni og þar sem folk sýnir engin einkenni hefur fækkað að því er fram kemur í umfjöllun Telegraph. Rannsóknin byggir á sýnum sem tekin voru frá 373.402 einstaklingum á tímabilinu 1. desember til 3. apríl. Niðurstöður benda til þess að þremur vikum eftir fyrsta skammt bóluefnis Pfizer eða AstraZeneca hafi dregið úr smitum þar sem fólk sýnir einkenni um 74 prósent og fjöldi smita þar sem einkenni voru engin fóru niður um 57 prósent. Eftir tvo skammta bóluefnis fór hlutfallið niður um sjötíu prósent hvað varðar einkennalaus smit og um níutíu prósent hvað varðar smit með einkennum. Heilt yfir hefur greindum smitum fækkað um sjö prósent undanfarna viku, þrátt fyrir opnun skóla og verslana, og dauðsföllum hefur fækkað um 26 prósent. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Síðastliðna þrjá sólarhringa hafa hátt í milljón greinst með covid-19 á Indlandi, þar af hátt í þrjú hundruð og fimmtíu þúsund í gær. Síðastliðinn sólarhring létust ríflega tvö þúsund og sex hundruð úr sjúkdómnum sem er nýtt met á einum degi. Sjúkrahús eru yfirfull og súrefnisbirgðir af skornum skammti. Í nótt létust til að mynda tuttugu einstaklingar á einu sjúkrahúsi í Delí sem rekja má til súrefnisskorts. Herinn hefur verið kallaður til til að aðstoða við dreifingu súrefnis um landið. Á hverjum degi tekur heilbrigðisstarfsfólk við símtölum þar sem aðstandendur grátbiðja um aðstoð til handa veikum fjölskyldumeðlimum, en fá ekkert að gert. Leitað er allra leiða til að útskrifa sjúklinga um leið og ástand þeirra er orðið stöðugt. Hæstiréttur Indlands hefur sagt neyðarástand ríkja vegna stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu en aðrir hafa talað um algjört kerfishrun. Ástandið má meðal annars rekja til máttlausra sóttvarnaaðgerða og sinnuleysis. Segja heimsfaraldri lokið í Bretlandi Á sama tíma og faraldurinn nær nýju hámarki á Indlandi hafa sérfræðingar sagt faraldrinum svo gott sem lokið á Bretlandi. Árangurinn megi rekja til góðs árangurs við bólusetningar, sem hafi leitt til þess að smituðum sem sýna einkenni hefur fækkað um allt að níutíu prósent. Sérfræðingar sem standa að baki fyrstu stóru rannsókninni á áhrifum bólusetningar vilja því meina að ekki sé lengur hægt að segja að Bretland glími við heimsfaraldur (e. pandemic), heldur faraldur (e. epidemic) þar sem útbreiðsla veirunnar er lítil og ástandið undir stjórn. Rannsóknin leiddi í ljós að dregið hafi verulega úr útbreiðslu veirunnar meðal almennings, en tilfellum bæði þar sem folk sýnir einkenni og þar sem folk sýnir engin einkenni hefur fækkað að því er fram kemur í umfjöllun Telegraph. Rannsóknin byggir á sýnum sem tekin voru frá 373.402 einstaklingum á tímabilinu 1. desember til 3. apríl. Niðurstöður benda til þess að þremur vikum eftir fyrsta skammt bóluefnis Pfizer eða AstraZeneca hafi dregið úr smitum þar sem fólk sýnir einkenni um 74 prósent og fjöldi smita þar sem einkenni voru engin fóru niður um 57 prósent. Eftir tvo skammta bóluefnis fór hlutfallið niður um sjötíu prósent hvað varðar einkennalaus smit og um níutíu prósent hvað varðar smit með einkennum. Heilt yfir hefur greindum smitum fækkað um sjö prósent undanfarna viku, þrátt fyrir opnun skóla og verslana, og dauðsföllum hefur fækkað um 26 prósent.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira