Biden viðurkennir þjóðarmorð Tyrkja á Armenum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2021 07:47 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Patrick Semansky Joe Biden Bandaríkjaforseti varð í gær fyrsti forseti Bandaríkjanna til þess að formlega lýsa fjöldamorðunum á Armenum árið 1915 sem þjóðarmorði. Morðin áttu sér stað í þá deyjandi Ottómanveldinu þar sem nú er Tyrkland. Málið hefur lengi verið viðkvæmt: Tyrkir hafa viðurkennt að morðin hafi átt sér stað en hafa alltaf neitað að kalla þau þjóðarmorð. Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, sagði í gær að Tyrkland neitaði algerlega að viðurkenna ákvörðun Bandaríkjanna um að kalla morðin þjóðarmorð. „Við munum ekki leyfa öðrum að kenna okkur sögu okkar,“ skrifaði Cavusoglu á Twitter í gær. Síðdegis í gær greindi svo tyrkneska utanríkisráðuneytið frá því að það hafi boðað bandaríska sendiherrann í Tyrklandi á sinn fund. Bandaríkjaforsetar og ríkisstjórnir þeirra hafa aldrei áður sagt opinberlega að morðin hafi verið þjóðarmorð vegna áhyggna um að það myndi mynda spennu í sambandi ríkjanna, en Tyrkland er einnig meðlimur Atlantshafsbandalagsins. Kaliforníubúar gengu í gegn um borgina í gær til þes að minnast þjóðarmorðs Tyrkja á Armenum.EPA-EFE/ETIENNE LAURENT Þjóðarmorðin á Armenum 1915 má rekja til stríðs Rússa og Tyrkja um yfirráðasvæði í Kákasusfjöllunum. Löndin höfðu lengi deilt og átt í stríðum allt frá sextándu öld og var þar gjarnan deilt um yfirráð á Balkanskaganum og í Kákasusfjöllum. Eftir sigur Rússa í stríði ríkjanna árið 1914 héldu Ottómanar því fram að kristnir Armenar hafi svikið land sitt, Ottómanveldið, og gengið til liðs við Rússa. Armenum var útskúfað af heimkynnum sínum og voru þeir fluttir í massavís til sýrlensku eyðimerkurinnar og annarra svæða. Hundruð þúsundir Armena fórust, þeir voru margir myrtir en margir dóu úr sulti eða af veikindum eftir útskúfunina. Lengi hefur verið deilt um fjölda þeirra Armena sem fórust í aðför Tyrkja að þeim. Armenar hafa lengi sagt að allt að 1,5 milljón hafi farist en Tyrkir halda því fram að aðeins um 300 þúsund hafi farist. Samkvæmt tölum International Association of Genocide Scolars fórust meira en milljón Armena. Þrátt fyrir að Tyrkir hafi viðurkennt ódæðisverkin sem áttu sér þarna stað hafa þeir alltaf neitað því að kerfisbundin aðför að kristnum Armenum hafi átt sér stað. Tyrkland Bandaríkin Joe Biden Armenía Tengdar fréttir Einn þingmaður kom í veg fyrir viðurkenningu á þjóðarmorðinu í Armeníu Einungis nokkrum klukkustund eftir að hann fundaði með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, kom þingmaðurinn Lindsey Graham í veg fyrir að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun um viðurkenningu á þjóðarmorði Tyrkja gagnvart Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni. 14. nóvember 2019 16:46 Viðurkenna fjöldamorðin á Armenum sem þjóðarmorð Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi með yfirgnæfandi meirihluta ályktun þar sem segir að fjöldamorð Tyrkja á Armenum í fyrra stríði skuli viðurkennd sem þjóðarmorð. 30. október 2019 07:47 Ísraelskir þingmenn vilja fordæma þjóðarmorð Tyrkja á Armenum Þingmenn tveggja flokka á ísraelska þinginu ætla að leggja fram lagafrumvarp þess efnis að Ísrael viðurkenni þjóðarmorð Tyrkja á Armenum fyrir rúmum hundrað árum. 16. maí 2018 12:14 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fleiri fréttir Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Sjá meira
Málið hefur lengi verið viðkvæmt: Tyrkir hafa viðurkennt að morðin hafi átt sér stað en hafa alltaf neitað að kalla þau þjóðarmorð. Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, sagði í gær að Tyrkland neitaði algerlega að viðurkenna ákvörðun Bandaríkjanna um að kalla morðin þjóðarmorð. „Við munum ekki leyfa öðrum að kenna okkur sögu okkar,“ skrifaði Cavusoglu á Twitter í gær. Síðdegis í gær greindi svo tyrkneska utanríkisráðuneytið frá því að það hafi boðað bandaríska sendiherrann í Tyrklandi á sinn fund. Bandaríkjaforsetar og ríkisstjórnir þeirra hafa aldrei áður sagt opinberlega að morðin hafi verið þjóðarmorð vegna áhyggna um að það myndi mynda spennu í sambandi ríkjanna, en Tyrkland er einnig meðlimur Atlantshafsbandalagsins. Kaliforníubúar gengu í gegn um borgina í gær til þes að minnast þjóðarmorðs Tyrkja á Armenum.EPA-EFE/ETIENNE LAURENT Þjóðarmorðin á Armenum 1915 má rekja til stríðs Rússa og Tyrkja um yfirráðasvæði í Kákasusfjöllunum. Löndin höfðu lengi deilt og átt í stríðum allt frá sextándu öld og var þar gjarnan deilt um yfirráð á Balkanskaganum og í Kákasusfjöllum. Eftir sigur Rússa í stríði ríkjanna árið 1914 héldu Ottómanar því fram að kristnir Armenar hafi svikið land sitt, Ottómanveldið, og gengið til liðs við Rússa. Armenum var útskúfað af heimkynnum sínum og voru þeir fluttir í massavís til sýrlensku eyðimerkurinnar og annarra svæða. Hundruð þúsundir Armena fórust, þeir voru margir myrtir en margir dóu úr sulti eða af veikindum eftir útskúfunina. Lengi hefur verið deilt um fjölda þeirra Armena sem fórust í aðför Tyrkja að þeim. Armenar hafa lengi sagt að allt að 1,5 milljón hafi farist en Tyrkir halda því fram að aðeins um 300 þúsund hafi farist. Samkvæmt tölum International Association of Genocide Scolars fórust meira en milljón Armena. Þrátt fyrir að Tyrkir hafi viðurkennt ódæðisverkin sem áttu sér þarna stað hafa þeir alltaf neitað því að kerfisbundin aðför að kristnum Armenum hafi átt sér stað.
Tyrkland Bandaríkin Joe Biden Armenía Tengdar fréttir Einn þingmaður kom í veg fyrir viðurkenningu á þjóðarmorðinu í Armeníu Einungis nokkrum klukkustund eftir að hann fundaði með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, kom þingmaðurinn Lindsey Graham í veg fyrir að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun um viðurkenningu á þjóðarmorði Tyrkja gagnvart Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni. 14. nóvember 2019 16:46 Viðurkenna fjöldamorðin á Armenum sem þjóðarmorð Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi með yfirgnæfandi meirihluta ályktun þar sem segir að fjöldamorð Tyrkja á Armenum í fyrra stríði skuli viðurkennd sem þjóðarmorð. 30. október 2019 07:47 Ísraelskir þingmenn vilja fordæma þjóðarmorð Tyrkja á Armenum Þingmenn tveggja flokka á ísraelska þinginu ætla að leggja fram lagafrumvarp þess efnis að Ísrael viðurkenni þjóðarmorð Tyrkja á Armenum fyrir rúmum hundrað árum. 16. maí 2018 12:14 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fleiri fréttir Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Sjá meira
Einn þingmaður kom í veg fyrir viðurkenningu á þjóðarmorðinu í Armeníu Einungis nokkrum klukkustund eftir að hann fundaði með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, kom þingmaðurinn Lindsey Graham í veg fyrir að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun um viðurkenningu á þjóðarmorði Tyrkja gagnvart Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni. 14. nóvember 2019 16:46
Viðurkenna fjöldamorðin á Armenum sem þjóðarmorð Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi með yfirgnæfandi meirihluta ályktun þar sem segir að fjöldamorð Tyrkja á Armenum í fyrra stríði skuli viðurkennd sem þjóðarmorð. 30. október 2019 07:47
Ísraelskir þingmenn vilja fordæma þjóðarmorð Tyrkja á Armenum Þingmenn tveggja flokka á ísraelska þinginu ætla að leggja fram lagafrumvarp þess efnis að Ísrael viðurkenni þjóðarmorð Tyrkja á Armenum fyrir rúmum hundrað árum. 16. maí 2018 12:14